Fundargerðir Stýrihóps v. uppbyggingar og framtíðarnotkunar Kvíabekks
Málsnúmer 201912005
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020
Á 49. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs setti ráðið saman stýrihóp vegna framtíðar Kvíabekks. Stýrihópnum var ætlað að koma með hugmyndir varðandi notkun á húsinu og áætlun varðandi uppbyggingu og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fyrir ráðinu liggja fundargerðir og fylgiskjöl stýrihópsins til kynningar.
Fyrir ráðinu liggja fundargerðir og fylgiskjöl stýrihópsins til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 84. fundur - 24.11.2020
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fundargerð stýrihóps v. uppbyggingar og framtíðarnotkunar Kvíabekks og kostnaðaráætlun í uppgerð á þaki framhússins. Taka þarf ákvörðun hvort sækja eigi um styrk fyrir framkvæmdinni úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sækja um styrkinn til Húsafriðunarsjóðs og mun veita mótframlag á móti styrkupphæð ef komi til styrkja.