Fara í efni

Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.

Málsnúmer 201912010

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 311. fundur - 16.12.2019

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í Lögbirtingablaði á vef Stjórnartíðinda, tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.
Byggðarráð vísar málinu til kynningar skipulags- og framkvæmdaráði.

Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið aftur á nýju ári.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 55. fundur - 14.01.2020

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í Lögbirtingablaði á vef Stjórnartíðinda, tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Með tölvupósti dags. 2. desember 2019 hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Byggðaráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.