Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Ósk um samning við Norðurþing
Málsnúmer 202001059Vakta málsnúmer
Fyrir hafnastjórn liggur erindi frá Doddu ehf, ósk um samning við Norðurþing vegna gjalda.
Sá samningur sem hvalaskoðunarfyrirtækjunum Norðursiglingu og Gentle Giants var boðinn byggir á áföllnum gjöldum þar sem ákveðinn lagalegur ágreiningur var fyrir hendi um réttmæti gjaldanna og því ekki um sambærilegar aðstæður að ræða.
Beiðni Doddu hf um að fresta greiðslu gjalda fram til 2028 falla því engan veginn undir sömu forsendur og ofangreindur samningur og telur því ráðið það ekki brot á jafnræðisreglu. Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar því beiðninni.
Beiðni Doddu hf um að fresta greiðslu gjalda fram til 2028 falla því engan veginn undir sömu forsendur og ofangreindur samningur og telur því ráðið það ekki brot á jafnræðisreglu. Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar því beiðninni.
2.Bætt aðgengi að hesthúsum og reiðhöll við Fákatröð.
Málsnúmer 202001069Vakta málsnúmer
Fyrirliggjandi er ósk frá eigendum hesthúsa við Fákatröð og hestamönnum sem nýta reiðhöllina í Saltvík, um upphækkun vega og bætta lýsingu reiðleiða til þess að auka öryggi hestamanna á svæðinu.
Jóel Þórðarson sat fundin undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina upphækkun vegar frá hitaveitustokk og að þjóðvegi og lýsingu á reiðleiðum og leggja fyrir ráðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina upphækkun vegar frá hitaveitustokk og að þjóðvegi og lýsingu á reiðleiðum og leggja fyrir ráðið.
3.Eftirfylgni vegna vatnsrennibrautar á Húsavík.
Málsnúmer 201909027Vakta málsnúmer
Greinargerð óháðrar úttektar KPMG varðandi stjórnsýslulegar ákvarðanir, fjárfestingar og framkvæmdir í tengslum við uppsetningu vatnsrennibrautar á Húsavík.
Vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur
Í september árið 2018 óskuðu undirritaðir eftir kostnaðarmati og -áætlun fyrir verkið. Í mars árið 2019 lögðu undirritaðir til að verkið yrði tekið út og endurfluttu tillögu sama efnis í september 2019. Niðurstöður úttektar KPMG liggja nú loksins fyrir í upphafi árs 2020.
Ljóst má vera að stjórnsýslu málsins er verulega ábótavant sem og fjárhagslegt utanumhald varðandi undirbúning verksins. Áætlun um heildarkostnað lá ekki fyrir þegar verkið var samþykkt í upphafi né sett á þriggja ára fjárhagsáætlun á þeim tíma. Kostnaðaráætlun var ekki uppfærð við framvindu verksins þegar ljóst var að það myndi fara fram úr upphaflegri áætlun. Vegna ónægs undirbúnings og flumbrugangs myndaðist m.a. kostnaður vegna geymslugjalda og gámaleigu.
Verkið er ekki sett á fjárhagsáætlun 2019 né getið um það í framkvæmdaáætlun 2019 og ekki gerður viðauki við fjárhagsáætlun vegna verksins eins og reglur kveða á um. Ekki var leitað samþykkis sveitarstjórnar vegna útgjalda og fjárfestinga umfram gildandi fjárhagsáætlun. Því er ljóst að farið var á svig við stjórnsýslulög.
Undirbúningur borgar sig og óábyrgt að fara jafnilla með fé úr sameiginlegum sjóðum eins og raun ber vitni. Í lok árs var samþykkt að ráðstafa 13 milljónum króna til verksins. Heildarkostnaður við verkið er rúmlega 65 milljónir króna og er þar ótalinn aukinn rekstrarkostnaður.
Á sama tíma og niðurstaða úttektar liggur fyrir er boðaður niðurskurður við börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Minnihluti skipulags- og framkvæmdaráðs vísar ábyrgð á þessari framkvæmd alfarið á hendur meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings.
Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson
Guðmundur, Kristinn Jóhann og Silja telja jákvætt að gerð hafi verið óháð úttekt og ljóst er að margt sem má að bæta í utanumhaldi og ferlum varðandi framkvæmdir.
Í september árið 2018 óskuðu undirritaðir eftir kostnaðarmati og -áætlun fyrir verkið. Í mars árið 2019 lögðu undirritaðir til að verkið yrði tekið út og endurfluttu tillögu sama efnis í september 2019. Niðurstöður úttektar KPMG liggja nú loksins fyrir í upphafi árs 2020.
Ljóst má vera að stjórnsýslu málsins er verulega ábótavant sem og fjárhagslegt utanumhald varðandi undirbúning verksins. Áætlun um heildarkostnað lá ekki fyrir þegar verkið var samþykkt í upphafi né sett á þriggja ára fjárhagsáætlun á þeim tíma. Kostnaðaráætlun var ekki uppfærð við framvindu verksins þegar ljóst var að það myndi fara fram úr upphaflegri áætlun. Vegna ónægs undirbúnings og flumbrugangs myndaðist m.a. kostnaður vegna geymslugjalda og gámaleigu.
Verkið er ekki sett á fjárhagsáætlun 2019 né getið um það í framkvæmdaáætlun 2019 og ekki gerður viðauki við fjárhagsáætlun vegna verksins eins og reglur kveða á um. Ekki var leitað samþykkis sveitarstjórnar vegna útgjalda og fjárfestinga umfram gildandi fjárhagsáætlun. Því er ljóst að farið var á svig við stjórnsýslulög.
Undirbúningur borgar sig og óábyrgt að fara jafnilla með fé úr sameiginlegum sjóðum eins og raun ber vitni. Í lok árs var samþykkt að ráðstafa 13 milljónum króna til verksins. Heildarkostnaður við verkið er rúmlega 65 milljónir króna og er þar ótalinn aukinn rekstrarkostnaður.
Á sama tíma og niðurstaða úttektar liggur fyrir er boðaður niðurskurður við börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Minnihluti skipulags- og framkvæmdaráðs vísar ábyrgð á þessari framkvæmd alfarið á hendur meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings.
Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson
Guðmundur, Kristinn Jóhann og Silja telja jákvætt að gerð hafi verið óháð úttekt og ljóst er að margt sem má að bæta í utanumhaldi og ferlum varðandi framkvæmdir.
4.Almennt um sorpmál 2020
Málsnúmer 202001018Vakta málsnúmer
Almenn yfirferð yfir stöðu sorpmála, meðal annars yfirferð um stöðu þýðinga á upplýsingabæklingum fyrir Kelduhverfi, Öxarfjörð, Kópasker, Melrakkasléttu og Raufarhöfn
Umhverfisstjóri kynnti framgang mála varðandi sorphirðu á umræddu svæði og hvernig bæta megi upplýsingaflæði. Bæklingar eru í þýðingu og verða fljótlega tiltækir.
5.Útboð vegna sorphirðu 2020
Málsnúmer 202001017Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi ráðsins voru lögð fram til kynningar, drög að útboðslýsingu vegna útboðs sorphirðu síðar á þessu ári.
Óskað er athugasemda kjörinna fulltrúa við gögnin, ef einhverjar eru svo ljúka megi útboðsferlinu.
Óskað er athugasemda kjörinna fulltrúa við gögnin, ef einhverjar eru svo ljúka megi útboðsferlinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
6.Fötlunarráð 2018-2022
Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer
Fötlunarráð óskar eftir því að aðgengi fatlaðra í og við þjónustustofnanir verði yfirfarið og bætt þar sem því er ábótavant.
Fjölskylduráð tekur heilshugar undir með fötlunarráði og vísar til framkvæmda- og skipulagsráðs.
Fjölskylduráð tekur heilshugar undir með fötlunarráði og vísar til framkvæmda- og skipulagsráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir með fötlunarráði og óskar eftir úrbótalista frá fjölskylduráði sem vonandi væri hægt að bregðast við sem fyrst. Ekki verður farið í heildarúttekt að svo stöddu.
7.Ósk um skýringar vegna ferlis Höfðamáls í stjórnkerfi Norðurþings
Málsnúmer 202001026Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem óskað er skýringa á ferli mála vegna framkvæmda við Höfðaveg á árinu 2018.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi fyrir næsta fund og óskar eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynni sín svör fyrir byggðarráði.
Byggðarráð vísar erindinu jafnframt til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi fyrir næsta fund og óskar eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynni sín svör fyrir byggðarráði.
Byggðarráð vísar erindinu jafnframt til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu. Svarbréf framkvæmda- og þjónustufulltrúa, sveitarstjóra og formanns skipulags- og framkvæmdaráðs verður kynnt á næsta fundi byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs.
8.Samningar um refa- og minkaveiðar
Málsnúmer 201609259Vakta málsnúmer
Kostnaður ársins 2019 vegna refa- og minkaveiða, lagður fram til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Lagt fram til kynningar.
9.Sundlaug Raufarhafnar - Viðhald
Málsnúmer 202001074Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðu framkvæmda í sundlaug Raufarhafnar. Framkvæmdirnar voru áætlaðar á árinu 2019 en hluti þeirra hefur frestast fram á árið 2020 vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna og ljóst er að samþykkja þarf viðauka varðandi framkvæmdaáætlun vegna kostnaðar sem fellur til árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að verkið verði klárað og mun á næsta fundi ráðsins taka framkvæmdaáætlun upp og endurskoða.
10.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021
Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer
Hverfisráð Öxarfjarðar - fundargerð frá fundi 13.11.2019
1.
Fiskeldi við röndina- Beðið er um upplýsingar um hvar vegur að fyrirhuguðu fiskeldi á að liggja og hvort vegurinn inn í þorpið muni þola aukna þungaflutninga sem munu fylgja.
2.
Leikskólalóð Öxarfjarðarskóla- Beiðni um að stækka leikskólalóðina og bæta við leiktækjum
3.
Sparkvöllur- Beiðni um sparkvöll við Öxarfjarðarskóla
4.
Snjómokstur- ábendingar varðandi framkvæmd snjómoksturs á svæðinu og óskað er eftir upplýsingum um hvernig snjómokstri og hálkuvörnum er háttað á Kópaskeri.
5.
Sorpmál- vantar upplýsingar á fleiri tungumálum og það vantar flokkunartunnur við vinnustöðum ásamt því að það er þörf á móttöku á gleri
6.
Umhverfismál- Beiðni um úrbætur við hirðingu grænna svæða á Kópaskeri og við Lund
7.
Götur á Kópaskeri - bent er á þörf á úrbótum á götum á Kópaskeri
1.
Fiskeldi við röndina- Beðið er um upplýsingar um hvar vegur að fyrirhuguðu fiskeldi á að liggja og hvort vegurinn inn í þorpið muni þola aukna þungaflutninga sem munu fylgja.
2.
Leikskólalóð Öxarfjarðarskóla- Beiðni um að stækka leikskólalóðina og bæta við leiktækjum
3.
Sparkvöllur- Beiðni um sparkvöll við Öxarfjarðarskóla
4.
Snjómokstur- ábendingar varðandi framkvæmd snjómoksturs á svæðinu og óskað er eftir upplýsingum um hvernig snjómokstri og hálkuvörnum er háttað á Kópaskeri.
5.
Sorpmál- vantar upplýsingar á fleiri tungumálum og það vantar flokkunartunnur við vinnustöðum ásamt því að það er þörf á móttöku á gleri
6.
Umhverfismál- Beiðni um úrbætur við hirðingu grænna svæða á Kópaskeri og við Lund
7.
Götur á Kópaskeri - bent er á þörf á úrbótum á götum á Kópaskeri
1.Sú tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi á Röndinni sem nú er í kynningu gengur út frá að notaðar verði fyrirliggjandi umferðarleiðir til aðkomu að fiskeldinu. Sú tillaga sem er til kynningar er að mestu leiti í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru á almennum fundi á Kópaskeri þann 25. september s.l. Að öllum líkindum mun þurfa að styrkja gatnakerfið vegna aukningar á umferðarþunga og verða þær aðgerðir skoðaðar nánar síðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð beinir hverfisráði á að senda fyrirspurnina um hvort vegurinn þoli aukna þungaflutninga til vegagerðarinnar sem hefur umsjón með þjóðveg í þéttbýli.
2. Ráðið vísar þessum lið fundargerðar til fjölskylduráðs.
3. Ráðið vísar þessum lið fundargerðar til fjölskylduráðs.
4. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að tryggja upplýsingagjöf.
5. Sjá bókun ráðsins undir fundarlið 4. þessarar fundargerðar varðandi upplýsingar á fleiri tungumálum. Ráðið vísar á verktaka sorphirðu varðandi útfærslu á endurvinnslu.
6. Ráðið mun skoða þetta í samstarfi við framkvæmda- og þjónustufulltrúa.
7. Ljóst er að framkvæmdafé ársins 2020 mun ekki duga fyrir meiriháttar úrbótum á götum sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð beinir hverfisráði á að senda fyrirspurnina um hvort vegurinn þoli aukna þungaflutninga til vegagerðarinnar sem hefur umsjón með þjóðveg í þéttbýli.
2. Ráðið vísar þessum lið fundargerðar til fjölskylduráðs.
3. Ráðið vísar þessum lið fundargerðar til fjölskylduráðs.
4. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að tryggja upplýsingagjöf.
5. Sjá bókun ráðsins undir fundarlið 4. þessarar fundargerðar varðandi upplýsingar á fleiri tungumálum. Ráðið vísar á verktaka sorphirðu varðandi útfærslu á endurvinnslu.
6. Ráðið mun skoða þetta í samstarfi við framkvæmda- og þjónustufulltrúa.
7. Ljóst er að framkvæmdafé ársins 2020 mun ekki duga fyrir meiriháttar úrbótum á götum sveitarfélagsins.
11.Óska eftir breytingum á deiliskipulagi v/Laugarbrekku 23
Málsnúmer 202001040Vakta málsnúmer
Þröstur Sigurðsson, f.h. lóðarhafa að Laugarbrekku 23, óskar eftir að deiliskipulagi verði breytt þannig að byggja megi tveggja íbúða hús að Laugarbrekku 23 auk frístandandi bílgeymslu. Þess er sérstaklega óskað að afgreiðslur Norðurþings verði án gjaldtöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að útbúin verði tillaga að breytingu deiliskipulags sem heimili tveggja íbúða hús innan byggingarreits skv. gildandi deiliskipulagi. Ráðið telur hinsvegar ekki heppilegt að byggð verði bílgeymsla við gangstétt í Laugarbrekku og fellst því ekki á að breyting deiliskipulags taki mið af þeim hugmyndum. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að vinna breytingar deiliskipulagsins umsækjanda að kostnaðarlausu og telur rétt að miða gjaldtöku við samþykkta gjaldskrá.
12.Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.
Málsnúmer 201912010Vakta málsnúmer
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í Lögbirtingablaði á vef Stjórnartíðinda, tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Með tölvupósti dags. 2. desember 2019 hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Byggðaráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
13.Umsögn um frumvarp um þjóðgarða og þjóðgarðastofnun
Málsnúmer 202001032Vakta málsnúmer
Í samráðsgátt stjórnvalda eru nú til kynningar drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða (318/2019). Umsagnarfrestur er til 20. janúar n.k. Fyrir fundi liggja drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Gunnar Hrafn Gunnarsson sat fundinn undir liðum 1-11.
Smári Jónas Lúðvíksson sat fundinn undir liðum 2-10.
Ketill Gauti Árnason sat fundinn undir liðum 2-9.
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir liðum 11-12.