Sundlaug Raufarhafnar - Viðhald
Málsnúmer 202001074
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 55. fundur - 14.01.2020
Farið yfir stöðu framkvæmda í sundlaug Raufarhafnar. Framkvæmdirnar voru áætlaðar á árinu 2019 en hluti þeirra hefur frestast fram á árið 2020 vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna og ljóst er að samþykkja þarf viðauka varðandi framkvæmdaáætlun vegna kostnaðar sem fellur til árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að verkið verði klárað og mun á næsta fundi ráðsins taka framkvæmdaáætlun upp og endurskoða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 68. fundur - 26.05.2020
Ástand norðurveggjar á Íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn er slæmt. Nýbúið er að setja í húsið glugga og leggja nokkurn pening í þá framkvæmd. Ef að veggskemmdir verða ekki lagaðar er hætta á að umgjörð gluggana skemmist og sú framkvæmd þá illa varinn. Ræða þarf í ráðinu hvort laga eigi vegginn og kostnað vegna þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að einangra og klæða austur- og norðurvegg á íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn eftir að ljóst er að framkvæmdin við ísetningu glugga liggur fyrir skemmdum verði ekkert að gert. Fyrirhuguðum framkvæmdum við Aðalbraut 23, ráðhúsinu á Raufarhöfn er frestað þess í stað. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fylgja málinu eftir.