Fara í efni

Tæknimennt sem byggðaaðgerð - Þingeyjarsýsla

Málsnúmer 202002044

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 318. fundur - 27.02.2020

Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vinna nú saman að verkefninu Tæknimennt sem byggðaaðgerð sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Megin markmið verkefnisins er að ýta undir tæknimennt og stafræna færni í grunnskólum á svæðinu enda alveg óhætt að segja að aukin færni á þeim sviðum sé til framtíðar mikilvægt byggðamál.
Hluti af verkefninu er að setja saman spennandi "dótakassa", sem ber heitið Þingeyska snjallkistan. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkti verkefnið og skilyrði fyrir styrkveitingunni er að aflað verði fjár á móti frá vinnustöðum á svæðinu til að kosta kaup á búnaði í kistuna.
Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í samræmi við eftirfarandi flokkun;

- Flokkur I: Styrkir undir 50.000 kr.
- Flokkur II: Styrkir á bilinu 50.000-100.000 kr.
- Flokkur II: Styrkir yfir 100.000 kr.


Helena Eydís Ingólfsdóttir og Silja Jóhannesdóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir styrk að fjárhæð 50.000 til verkefnisins.