Fara í efni

Skjálfandi - ósk um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202002065

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 56. fundur - 24.02.2020

Aðstandendur Skjálfanda listahátíðar hafa óskað eftir umræðu um framtíð hátíðarinnar og möguleikanum á endurnýjun samstarfssamnings við Norðurþing til að tryggja framtíðarvettvang hátíðarinnar.
Fjölskylduráð samþykkir að samstarfssamningur á milli Skjálfanda listahátíðar og Norðurþings verði endurnýjaður til þriggja ára.

Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að ganga frá samningi og leggja fyrir ráðið.

Ráðið þakkar aðstandendum listahátíðarinnar fyrir sitt framlag til menningarlífs í Norðurþingi og hvetur alla íbúa til þess að mæta á hátíðina sem verður haldin 4.september á þessu ári.

Fjölskylduráð - 67. fundur - 22.06.2020

Forsvarsmenn listahátíðarinnar Skjálfanda leggja til að hátíðinni verði aflýst í ár. Í gildi er samstarfsamningur á milli hátíðarinnar og Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni forsvarmanna Skjálfanda um að áflýsa hátíðinni í ár. Samstarfsamningur á milli Skjálfanda og Norðurþings til þriggja ára rennur út á þessu ári. Ráðið lýsir sig reiðubúið til samtals við forsvarsmenn hátíðarinnar um áframhaldandi samstarf.