Ósk um samþykki fyrir mögulegu landsvæði undir vindorkuver við Húsavík
Málsnúmer 202002096
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 59. fundur - 25.02.2020
Tryggvi Þór Herbertsson, f.h. Quadran Iceland Development ehf., óskar eftir heimild Norðurþings til að leggja fram til rammaáætlunar hugmyndir að landsvæði undir vindorkuver í landi Húsavíkur norðan Húsavíkurfjalls. Tryggvi kynnti áður hugmyndir fyrirtækisins í byggðaráði 14. nóvember s.l. Hugmyndir hafa mótast og lúta að uppsetningu allt að 61 MW vindmyllugarðs. Meðfylgjandi erindi er hugmynd að afstöðu vindmylla á svæðinu.
Tryggvi Þór kynnti verkefnið um síma.
Tryggvi Þór kynnti verkefnið um síma.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og gerir ekki athugasemdir við að fyrirliggjandi hugmyndir Quadran Iceland Development ehf. verði sendar inn til Orkustofnunar/Rammaáætlunar.