Fyrirspurnir varðandi stefnu Norðurþings um fyrirkomulag á byggðakvóta.
Málsnúmer 202002124
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 320. fundur - 12.03.2020
Fyrir byggðarráði liggur fyrirspurn varðandi stefnu Norðurþings um fyrirkomulag á byggðakvóta í sveitarfélaginu frá Hirti Skúlasyni.
1.Var ákvörðun um þessa stefnu sveitarfélagsins tekin á sveitarstjórnarfundi,byggðaráðsfundi eða hjá einhverju öðru ráði? Ef svo,hvenær var það gert?
2.Er þessi stefna í samstarfsamningi sveitarstjórnarmeirihlutans?
3.Var haft samráð við hverfisráðin í Norðurþingi áður en þessi stefna var samþykkt?
4.Hver eru rökin fyrir því að afnema löndun í byggðarlagi? Hver er ávinningur af því og hver myndi njóta þess ávinnings?
5.Var metið hvaða neikvæðu áhrif þetta gæti haft á þau byggðarlög sem fá úthlutað byggðakvóta? Ef svo var, hver voru þau áhrif metin?
1.Var ákvörðun um þessa stefnu sveitarfélagsins tekin á sveitarstjórnarfundi,byggðaráðsfundi eða hjá einhverju öðru ráði? Ef svo,hvenær var það gert?
2.Er þessi stefna í samstarfsamningi sveitarstjórnarmeirihlutans?
3.Var haft samráð við hverfisráðin í Norðurþingi áður en þessi stefna var samþykkt?
4.Hver eru rökin fyrir því að afnema löndun í byggðarlagi? Hver er ávinningur af því og hver myndi njóta þess ávinnings?
5.Var metið hvaða neikvæðu áhrif þetta gæti haft á þau byggðarlög sem fá úthlutað byggðakvóta? Ef svo var, hver voru þau áhrif metin?
Svör við spurningunum eru sem hér segir:
1. Almennt hefur ekki verið ágreiningur hjá sveitarstjórn Norðurþings um sérreglur sveitarfélagsins varðandi úthlutun byggðakvóta. Reglurnar hafa verið í gildi frá árinu 2010 óbreyttar.
2. Nei.
3. Nei, hverfisráðin voru ekki til staðar þegar reglurnar voru settar. Sjálfsagt og eðlilegt er að hverfisráðin hafi skoðun á sérreglum Norðurþings um úthlutun almenns byggðakvóta.
4. Ávinningurinn er fyrst og fremst sá að útgerðaraðila er gefið færi á að landa innan sveitarfélags þar sem er hentugast fyrir hann. Tekjur hafnarsjóðs Norðurþings verða þær sömu og eins og fram hefur komið skal aflinn unnin innan sveitarfélagsins þar sem vinnsla er. Á yfirstandandi fiskveiðiári var almennum byggðakvóta úhlutað annars vegar á Raufarhöfn og hins vegar á Kópaskeri.
5. Nei, talið er að neikvæð áhrif séu lítil sem engin og ekki hefur verið talið tilefni til að meta þau sérstaklega.