Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Málsnúmer 202002114Vakta málsnúmer
Kynning frá Unicef á fundi byggðarráðs Norðurþings þann 12. mars. varðandi verkefnið barnvæn sveitarfélög. Verkefnið styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
2.Fyrirspurnir varðandi stefnu Norðurþings um fyrirkomulag á byggðakvóta.
Málsnúmer 202002124Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fyrirspurn varðandi stefnu Norðurþings um fyrirkomulag á byggðakvóta í sveitarfélaginu frá Hirti Skúlasyni.
1.Var ákvörðun um þessa stefnu sveitarfélagsins tekin á sveitarstjórnarfundi,byggðaráðsfundi eða hjá einhverju öðru ráði? Ef svo,hvenær var það gert?
2.Er þessi stefna í samstarfsamningi sveitarstjórnarmeirihlutans?
3.Var haft samráð við hverfisráðin í Norðurþingi áður en þessi stefna var samþykkt?
4.Hver eru rökin fyrir því að afnema löndun í byggðarlagi? Hver er ávinningur af því og hver myndi njóta þess ávinnings?
5.Var metið hvaða neikvæðu áhrif þetta gæti haft á þau byggðarlög sem fá úthlutað byggðakvóta? Ef svo var, hver voru þau áhrif metin?
1.Var ákvörðun um þessa stefnu sveitarfélagsins tekin á sveitarstjórnarfundi,byggðaráðsfundi eða hjá einhverju öðru ráði? Ef svo,hvenær var það gert?
2.Er þessi stefna í samstarfsamningi sveitarstjórnarmeirihlutans?
3.Var haft samráð við hverfisráðin í Norðurþingi áður en þessi stefna var samþykkt?
4.Hver eru rökin fyrir því að afnema löndun í byggðarlagi? Hver er ávinningur af því og hver myndi njóta þess ávinnings?
5.Var metið hvaða neikvæðu áhrif þetta gæti haft á þau byggðarlög sem fá úthlutað byggðakvóta? Ef svo var, hver voru þau áhrif metin?
Almennt hefur ekki verið ágreiningur hjá sveitarstjórn Norðurþings um sérreglur sveitarfélagsins varðandi úthlutun almenns byggðakvóta. Eitt af markmiðum laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 er að treysta atvinnu og byggð í landinu öllu. Ákvæði um byggðakvóta voru á sínum tíma sett m.a. með hliðsjón af því markmiði. Almennum byggðakvóta er úthlutað á sveitarfélög og eftir atvikum til byggðalaga innan sveitarfélaga. Sú er raunin í Norðurþingi. Til að áhrif byggðafestu verði sem mest er mjög mikilvægt að afla sé landað innan sveitarfélagsins og unninn þar í þeim mæli sem unnt er. Með þeim hætti munu fleiri njóta jákvæðra áhrifa af þeim byggðakvóta sem kemur til sveitarfélagsins þ.e. sjómenn og starfsmenn landvinnslu. Ekki verður um það deilt að heildar verðmætasköpun kvótans eykst. Sömu reglur hafa gilt um sérreglur Norðurþings um áratug.
Svör við spurningunum eru sem hér segir:
1. Almennt hefur ekki verið ágreiningur hjá sveitarstjórn Norðurþings um sérreglur sveitarfélagsins varðandi úthlutun byggðakvóta. Reglurnar hafa verið í gildi frá árinu 2010 óbreyttar.
2. Nei.
3. Nei, hverfisráðin voru ekki til staðar þegar reglurnar voru settar. Sjálfsagt og eðlilegt er að hverfisráðin hafi skoðun á sérreglum Norðurþings um úthlutun almenns byggðakvóta.
4. Ávinningurinn er fyrst og fremst sá að útgerðaraðila er gefið færi á að landa innan sveitarfélags þar sem er hentugast fyrir hann. Tekjur hafnarsjóðs Norðurþings verða þær sömu og eins og fram hefur komið skal aflinn unnin innan sveitarfélagsins þar sem vinnsla er. Á yfirstandandi fiskveiðiári var almennum byggðakvóta úhlutað annars vegar á Raufarhöfn og hins vegar á Kópaskeri.
5. Nei, talið er að neikvæð áhrif séu lítil sem engin og ekki hefur verið talið tilefni til að meta þau sérstaklega.
Svör við spurningunum eru sem hér segir:
1. Almennt hefur ekki verið ágreiningur hjá sveitarstjórn Norðurþings um sérreglur sveitarfélagsins varðandi úthlutun byggðakvóta. Reglurnar hafa verið í gildi frá árinu 2010 óbreyttar.
2. Nei.
3. Nei, hverfisráðin voru ekki til staðar þegar reglurnar voru settar. Sjálfsagt og eðlilegt er að hverfisráðin hafi skoðun á sérreglum Norðurþings um úthlutun almenns byggðakvóta.
4. Ávinningurinn er fyrst og fremst sá að útgerðaraðila er gefið færi á að landa innan sveitarfélags þar sem er hentugast fyrir hann. Tekjur hafnarsjóðs Norðurþings verða þær sömu og eins og fram hefur komið skal aflinn unnin innan sveitarfélagsins þar sem vinnsla er. Á yfirstandandi fiskveiðiári var almennum byggðakvóta úhlutað annars vegar á Raufarhöfn og hins vegar á Kópaskeri.
5. Nei, talið er að neikvæð áhrif séu lítil sem engin og ekki hefur verið talið tilefni til að meta þau sérstaklega.
3.Bréf vegna dómssáttar
Málsnúmer 202003031Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá fyrrverandi framkvæmdarstjóra Eyþings varðandi kynningu og umfjöllun í tengslum við dómssátt í máli hans gegn Eyþingi.
Lagt fram til kynningar.
4.Viðbragðsáætlun Norðurþings vegna COVID19
Málsnúmer 202003028Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar viðbragðsáætlun Norðurþings vegna covid-19. Áætlunin á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum Norðurþings til stuðning um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan Norðurþings í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu/COVID-19.
Áætlunin miðast við að starfsemi sveitarfélagsins verði skert og að hluti starfsfólks verði rúmfastur vegna veikinda eða í sóttkví í ákveðinn tíma. Markmið áætlunarinnar eru að stuðla að öryggi starfsmanna og órofnum rekstri sveitarfélagsins á meðan faraldrinum stendur.
Áætlunin miðast við að starfsemi sveitarfélagsins verði skert og að hluti starfsfólks verði rúmfastur vegna veikinda eða í sóttkví í ákveðinn tíma. Markmið áætlunarinnar eru að stuðla að öryggi starfsmanna og órofnum rekstri sveitarfélagsins á meðan faraldrinum stendur.
Lagt fram til kynningar.
5.Fjárhagsáætlun 2020 - Fræðslusvið
Málsnúmer 201912122Vakta málsnúmer
Á 57. fundi fjölskylduráðs var tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar Grænuvalla fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 5.673.561 kr. vegna launaliðs Grænuvalla.
Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.
Á 319. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka málið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 5.673.561 kr. vegna launaliðs Grænuvalla.
Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.
Á 319. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka málið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð frestar afgreiðslu viðaukans og mun taka upp umræðu um hann aftur apríl.
6.Samningur um Atvik - atvikaskráningarkerfi VÍS
Málsnúmer 202003012Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samningur og kynning á atvikaskráningarkerfi Vátryggingafélags Íslands sem Norðurþings hyggst taka upp á næstunni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
7.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021
Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 25.febrúar 2020.
Byggðarráð vísar máli 1 og 3 til fjölskylduráðs og máli 4 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Mál 2 "Tækjakaup í heilsurækt" hefur þegar verið tekið fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði og var vísað til byggðarráðs. Málið verður á dagskrá á næsta fundi ráðsins.
Fundargerð hverfisráðs verður birt á vef sveitarfélagsins.
Mál 2 "Tækjakaup í heilsurækt" hefur þegar verið tekið fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði og var vísað til byggðarráðs. Málið verður á dagskrá á næsta fundi ráðsins.
Fundargerð hverfisráðs verður birt á vef sveitarfélagsins.
8.Aðalfundur Veiðifélags Litluárvatna 2020
Málsnúmer 202003024Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa á aðalfund Veiðifélags Litluárvatna 2020 sem verður haldinn í Skúlagarði í Kelduhverfi laugardaginn 21. mars kl. 11.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór sem fulltrúa Norðurþings á fundinn og Hrund Ásgeirsdóttir til vara.
9.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga frá 879. fundi þeirra.
Lagt fram til kynningar.
10.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2020
Málsnúmer 202002067Vakta málsnúmer
Hluthafar Greiðrar leiðar ehf. eru boðaðir til upplýsingafundar þriðjudaginn 17. mars kl. 13-14 í Fundarsal KEA, Glerárgötu 36, Akureyri, þar sem Hilmar, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga, og Valgeir, framkvæmdastjóri, fara yfir rekstur Vaðlaheiðarganga fyrir árið 2019. Einnig fara fram um umræður um framtíð félagsins.
Byggðarráð leggur til að fundurinn verður haldinn í fjarfundi.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Byggðarráð þakkar þeim fyrir kynninguna. Málið verður tekið til skoðunar í byggðarráði á haustdögum.