Tún, tómstunda- og menningarhús - skráning raunverulegra eigenda
Málsnúmer 202003081
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 321. fundur - 26.03.2020
Borist hefur bréf frá Fyrirtækjaskrá Skattsins vegna skráningar á raunverulegum eigendum félagsins; Tún, tómstunda- og menningarhús. Engin stofngögn finnast um félagið né yfirlit yfir rekstur þess. Fyrirtækjaskrá Skattsins mælir með að félaginu verði slitið.
Byggðarráð samþykkir að slíta félaginu og felur sveitarstjóra framkvæmd þess.
Fjölskylduráð - 61. fundur - 27.04.2020
Til kynningar er mál sem var áður á 321.fundi byggðarráðs Norðurþings.
Um er að ræða félag sem var í nafni Norðuþings og tengdist starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Túns.
Félagið hefur verið afskráð og það lagt niður.
Um er að ræða félag sem var í nafni Norðuþings og tengdist starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Túns.
Félagið hefur verið afskráð og það lagt niður.
Félagið er lagt af en eftirstöðvar á bankareikningi félagsins sem safnaðist meðal annars í gegnum sjoppu í félagsmiðstöð verður notað beint inní félagsstarf ungmenna.