Björgunarsveitin Garðar óskar eftir stækkun lóðar og byggingarleyfi.
Málsnúmer 202004078
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020
Björgunarsveitin Garðar óskar eftir stækkun lóðar að Hafnarstétt 7 til samræmis við gildandi deiliskipulag. Óskað er eftir að gatnagerðargjöld vegna lóðarstækkunar verði felld niður. Ennfremur óskar Björgunarsveitin eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu til samræmis við framlagða teikningu sem unnin er af Ragnari Hermannssyni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhafa verði úthlutað lóð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Ennfremur leggur ráðið til við sveitarstjórn að gatnagerðargjöld vegna stækkunarinnar verði felld niður. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði heimilað að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu innan ramma gildandi deiliskipulags þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Framlögð teikning gengur út fyrir lóðarmörk skv. gildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020
Á 65. fundi skipulags- og frakmvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhafa verði úthlutað lóð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Ennfremur leggur ráðið til við sveitarstjórn að gatnagerðargjöld vegna stækkunarinnar verði felld niður. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði heimilað að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu innan ramma gildandi deiliskipulags þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Framlögð teikning gengur út fyrir lóðarmörk skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhafa verði úthlutað lóð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Ennfremur leggur ráðið til við sveitarstjórn að gatnagerðargjöld vegna stækkunarinnar verði felld niður. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði heimilað að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu innan ramma gildandi deiliskipulags þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Framlögð teikning gengur út fyrir lóðarmörk skv. gildandi deiliskipulagi.
Helena Eydís og Silja véku af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.
Til máls tók: Hjálmar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók: Hjálmar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.