Fara í efni

Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2020

Málsnúmer 202005001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 66. fundur - 05.05.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík fyrir árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til eftirfarandi gjaldskrá fyrir árið 2020 og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
Gjaldskrá mun ekki hækka á milli ára, en felldur verður út liður varðandi sérstakt gjald ellilífeyris- og örorkuþega.

Gisting 18 ára og eldri: 1750.- kr. á mann/ fyrstu nóttina
Rafmagn: 750.- kr.
Þvottur: 550.- kr

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur einnig til að gjald fyrir gistinótt nr. tvö verði á 50% afslætti og frítt eftir það að undanskyldu gjaldi vegna rafmagns og fyrir þvottaaðstöðu sem verður óbreytt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Á 66. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til eftirfarandi gjaldskrá fyrir árið 2020 og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
Gjaldskrá mun ekki hækka á milli ára, en felldur verður út liður varðandi sérstakt gjald ellilífeyris- og örorkuþega.

Gisting 18 ára og eldri: 1750.- kr. á mann/ fyrstu nóttina
Rafmagn: 750.- kr.
Þvottur: 550.- kr

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur einnig til að gjald fyrir gistinótt nr. tvö verði á 50% afslætti og frítt eftir það að undanskyldu gjaldi vegna rafmagns og fyrir þvottaaðstöðu sem verður óbreytt.
Til máls tóku: Hjálmar, Kristján, Helena, Kolbrún Ada, Silja og Hafrún.


Undirrituð leggja til að gjaldskrár fyrir þessi þrjú tjaldsvæði innan sveitarfélagsins verði sameinaðar í eina og að rekstur tjaldsvæðanna verði hafður undir sama ráði, fjölskylduráði.

Enn fremur er lagt til að gjaldskráin verði eftirfarandi:

Fullorðnir: 1.500 kr. nóttin
18 ára og yngri: frítt
Rafmagn: 750 kr. nóttin
Þvottur: 700 kr.

Bergur Elías Ágústsson, Hafrún Olgeirsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Hrund Ásgeirsdóttir.

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi viðbótartillögu:
Lagt er til að gjald fyrir gistinótt nr. tvö verði á 50% afslætti og þriðja nóttin verði frí að undanskyldu gjaldi vegna rafmagns og gjalds fyrir þvottaaðstöðu. Kjósi gestir að dvelja fleiri nætur á tjaldstæðinu er rukkað aftur fyrir fjórðu, fimmtu og sjöttu gistinætur með sama hætti og fyrstu þrjár.

Tillagan er samþykkt samhljóða.