Fara í efni

Ósk um viðhald mannvirkja innan lóðar Höfða 24

Málsnúmer 202006021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 70. fundur - 09.06.2020

Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavikur ohf. óskar eftir að sveitarfélagið Norðurþing standi fyrir eftirfarandi viðhaldi mannvirkja innan lóðar Höfða 24.
1. Hreinsun ryðs og ryðtauma á staurum fallvarnagirðingar við bílastæði.
2. Lagfæringu á hellum og jöfnunarlagi í gangstétt innan við bílastæði.
3. Grjóthreinsun innan lóðar Höfða 24.
4. Útlitsfrágangi veggenda sem styttur var vegna hönnunarmistaka.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs á áðurnefndum viðhaldsóskum Örlygs Hnefils Örlygssonar.
Hönnunargögn sem unnin voru fyrir Norðurþing og lágu til grundvallar í tengslum við yfirborðsfrágang gatna á Höfða voru ekki til samræmis við það sem lagt var upp með við ákvörðun umræddrar framkvæmdar. Frágangur innan lóðar Höfða 24 var á kostnað Norðurþings til þess að mæta óvæntum kostnaði vegna hönnunargalla. Ráðið leggur í hendur lóðarhafa að viðhalda þeim mannvirkjum sem sveitarfélagið hefur kostað til innan lóðar Höfða 24, en að öðrum kosti verði þau fjarlægð.

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því beiðninni.