Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Kolviðarsjóður óskar eftir framkvæmdarleyfi til skógræktar á Ærvíkurhöfða
Málsnúmer 202006012Vakta málsnúmer
Kolviðarsjóður óskar heimildar til að rækta skóg á 102 ha svæði á Ærvíkurhöfða. Sveitarfélagið hefur þegar leigt landið til Kolviðarsjóðs. Leigulandið í heild er 114,6 ha en undanþegið skógrækt eru hlutar jaðra (til að milda ásýnd útlína skógræktar), umferðarleiðir og melar. Markmið með skógræktinni er að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti, binda jarðveg og hindra jarðvegseyðingu. Allir skógar Kolviðar eru opnir almenningi til útivistar og yndisauka. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum blandskógi og áætlað að plantað verði í landið um 270.000 trjáplöntum á næstu fimm árum. Lögð verður áhersla á að skógur falli vel að landslagi, forðast verði að gróðursetja í beinum línum og lágvaxnari tegundir notaðar til að mýkja ásýnd. Gróðursetningarsvæðið er að langmestu leiti ófrjótt graslendi (gömul tún) en einnig mólendisgeirar. Í greinargerð með umsókn kemur fram að svæðið nýtur ekki verndar skv. náttúruverndarlögum. Þar er ekki að finna votlendi af neinu tagi. Ekki eru friðaðar fornleifar á svæðinu. Fuglalíf er fábreytt og rýrt og ekki að vænta sjaldgæfra plöntutegunda.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í erindi. Fyrirhuguð skógrækt er í landi sem ekki nýtur sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum, ekki eru þar þekktar varpstöðvar sjaldgæfra fuglategunda né vaxtarstaðir sjaldséðra plantna og ekki eru kunnar fornminjar sem raskast myndu við framkvæmdir. Landið er að langmestu leiti rýrt graslendi en einnig er þar að finna mólendi og gróðurlitla mela eins og fram kemur í erindi og sjá má af loftmyndum. Með vísan til ákvæða 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum telur ráðið ekki tilefni til frekara mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ráðið fellst á framkvæmdina með eftirfarandi skilyrðum:
1. Ekki má raska landi né gróðursetja tré við fornminjar sem kynnu að finnast við framkvæmdina.
2. Ef framkvæmdaaðili rekst á sjaldgæfar plöntur eða fugla innan framkvæmdasvæðis skal fyllstu varkárni gætt að raska ekki búsvæði þeirrar tegunda með framkvæmdum eða gróðursetningu.
Silja óskar bókað:
Samkvæmt samningi verður svæðið útivistarsvæði í framtíðinni og gert aðgengilegt. Nú þegar eru á svæðinu óformlegir göngu- og reiðstígar og vil ég hvetja hlutaðeigandi að eiga samtal við hagaðila s.s. hestamannafélagið Grana um aðgengi að þeim á uppgræðslutíma.
Guðmundur og Heiðar Hrafn taka undir bókun Silju.
1. Ekki má raska landi né gróðursetja tré við fornminjar sem kynnu að finnast við framkvæmdina.
2. Ef framkvæmdaaðili rekst á sjaldgæfar plöntur eða fugla innan framkvæmdasvæðis skal fyllstu varkárni gætt að raska ekki búsvæði þeirrar tegunda með framkvæmdum eða gróðursetningu.
Silja óskar bókað:
Samkvæmt samningi verður svæðið útivistarsvæði í framtíðinni og gert aðgengilegt. Nú þegar eru á svæðinu óformlegir göngu- og reiðstígar og vil ég hvetja hlutaðeigandi að eiga samtal við hagaðila s.s. hestamannafélagið Grana um aðgengi að þeim á uppgræðslutíma.
Guðmundur og Heiðar Hrafn taka undir bókun Silju.
2.Beiðni frá Orkustofnun um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi í landi Lóns 1 og 2
Málsnúmer 202006022Vakta málsnúmer
Orkustofnun óskar umsagnar Norðurþings um umsókn eiganda Lóns 1 og 2 um leyfi til nýtingar jarðhita í landi Lóns. Um er að ræða nýtingu borholu LO-01 með auðkennið 62011 í gögnum Orkustofnunar. Borholan er austan norðurhluta Lónanna og tæpa 2 km norður af seiðaeldisstöð Rifóss.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við að jarðhiti úr borholunni verði nýttur.
3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Litlagerði 5
Málsnúmer 202006023Vakta málsnúmer
Óskað er leyfis til að byggja 25,4 m² viðbyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúss. Teikningar eru unnar af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða byggingu og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.
4.Val ehf. óskar eftir leyfi til að byggja tengigang við Framhaldsskólann á Húsavík
Málsnúmer 202006032Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að byggja tengigang á efri hæð milli eininga hússins. Stærð byggingar er 15,2 m². Burðarvirki er timbur. Teikningar eru unnar af Knúti E Jónassyni byggingarfræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða byggingu og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.
5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/Skógar Sunset guesthouse
Málsnúmer 202006029Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar án veitinga (flokkur II) í Skógar Sunset Guesthouse að Skógum 2.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.
6.Samningur um sorphirðu, endurvinnslu úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík.
Málsnúmer 202005111Vakta málsnúmer
Á 69. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Samningur um sorphirðu. Til kynningar.
Hjálmar Bogi óskað bókað:
Fyrirspurn
Hvað hækka sorphirðugjöld mikið miðað við síðasta samning á ársgrundvelli fyrir heimili?
Hvaða breyting, ef einhver, hefur átt sér stað til lækkunar miða við upphaflegt útboð?
Samningur um sorphirðu. Til kynningar.
Hjálmar Bogi óskað bókað:
Fyrirspurn
Hvað hækka sorphirðugjöld mikið miðað við síðasta samning á ársgrundvelli fyrir heimili?
Hvaða breyting, ef einhver, hefur átt sér stað til lækkunar miða við upphaflegt útboð?
Undirritaður samningur milli Norðurþings og Íslenska Gámafélagsins vegna sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi byggir á útboðsgögnum og því tilboði sem Íslenska Gámafélagið lagði fram að undangengnu útboðsferli.
Varðandi umræðu um mögulegar breytingar á sorphirðugjöldum er vísað til bókunar byggðaráðs undir máli nr. 2 á 326. fundi byggðaráðs vegna fyrirspurna Bergs Elíasar Ágústssonar varðandi sama efni.
Hjálmar Bogi bókar:
Hvað hækka sorphirðugjöld mikið miðað við síðasta samning á ársgrundvelli fyrir heimili?
Sorphirðugjöld hækka úr 47.269 í 73.676 kr. á ári.
Hvaða breyting, ef einhver, hefur átt sér stað til lækkunar miða við upphaflegt útboð?
Engin breyting hefur verið gerð til lækkunar á upphaflegu útboði.
Silja óskar bókað:
Ljóst er að nýundirskrifaður samningur felur í sér mikla hækkun útgjalda sveitarfélagsins til sorphirðu. Samningurinn felur þó í sér að sveitarfélagið hefur tök á hagræða varðandi sorphirðu og tekin verður ákvörðun um gjaldskrár í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021 næsta haust. Því er enn óljóst hver verður raunkostnaður fyrir hvert heimili að svo stöddu.
Varðandi umræðu um mögulegar breytingar á sorphirðugjöldum er vísað til bókunar byggðaráðs undir máli nr. 2 á 326. fundi byggðaráðs vegna fyrirspurna Bergs Elíasar Ágústssonar varðandi sama efni.
Hjálmar Bogi bókar:
Hvað hækka sorphirðugjöld mikið miðað við síðasta samning á ársgrundvelli fyrir heimili?
Sorphirðugjöld hækka úr 47.269 í 73.676 kr. á ári.
Hvaða breyting, ef einhver, hefur átt sér stað til lækkunar miða við upphaflegt útboð?
Engin breyting hefur verið gerð til lækkunar á upphaflegu útboði.
Silja óskar bókað:
Ljóst er að nýundirskrifaður samningur felur í sér mikla hækkun útgjalda sveitarfélagsins til sorphirðu. Samningurinn felur þó í sér að sveitarfélagið hefur tök á hagræða varðandi sorphirðu og tekin verður ákvörðun um gjaldskrár í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021 næsta haust. Því er enn óljóst hver verður raunkostnaður fyrir hvert heimili að svo stöddu.
7.Aðstaða Tónasmiðjunnar í verbúðum við hafnarstétt
Málsnúmer 201908098Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur erindi frá Tónasmiðjunni. Tónasmiðjan fer fram á við Norðurþing að öll sú vinna sem búið er að meta vegna eldvarnar endurbóta á fasteign að Hafnarstétt 17 (Verbúðarbil nr. 11) og verður unninn í sjálfboðavinnu, verði að hálfu Norðurþings metin sem húsaleiga og gangi upp í sem húsaleiga á meðan framkvæmdum stendur eða sem nemur 1.290.000 kr.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik óska bókað:
Húsnæðið er ekki í notkun. Málefnið er á forræði fjölskylduráðs sveitarfélagsins, þ.e. að styrkja slíka starfsemi varðandi menningu, listir, íþróttir og tómstundir. Þannig eru fordæmi fyrir því að sveitarfélagið gerir samninga við menningarfélög og álíka starfsemi um afnot af verbúðum. Undirritaðir samþykkja málið engu að síður til að liðka fyrir málinu að sinni.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs fellst ekki á að leiga verði greidd í formi viðhalds.
Húsnæðið er ekki í notkun. Málefnið er á forræði fjölskylduráðs sveitarfélagsins, þ.e. að styrkja slíka starfsemi varðandi menningu, listir, íþróttir og tómstundir. Þannig eru fordæmi fyrir því að sveitarfélagið gerir samninga við menningarfélög og álíka starfsemi um afnot af verbúðum. Undirritaðir samþykkja málið engu að síður til að liðka fyrir málinu að sinni.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs fellst ekki á að leiga verði greidd í formi viðhalds.
8.Skólahús Lundi - framkvæmdir og viðhald
Málsnúmer 202002111Vakta málsnúmer
Á 68. fundi ráðsins var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samráð við starfsmenn í Lundi og koma með tillögur að úrbótum og leggja fyrir ráðið innan tveggja vikna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samráð við starfsmenn í Lundi og koma með tillögur að úrbótum og leggja fyrir ráðið innan tveggja vikna.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að leggja fjórar milljónir til úrbóta í Lundi samkvæmt fyrirliggjandi gögnum í ljósi þess að frestað var framkvæmd við stjórnsýsluhús á Raufarhöfn og þar er svigrúm til að fara í þetta á móti.
9.Ósk um breytingar á bílastæði við hótel að Höfða 24
Málsnúmer 202006020Vakta málsnúmer
Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape Hotel bendir á augljósa galla við fyrirkomulag bílastæðis við Höfða 24, en ganga þarf um bílastæðið með varúð svo forðast megi tjón á öðrum ökutækjum sem þar er lagt. Einnig bendir Örlygur á að snjósöfnun á bílastæðinu sé nokkuð meiri en var áður en ráðist var í framkvæmdir á svæðinu árið 2018. Örlygur óskar eftir því að gengið verði eðlilega frá þessu svæði.
Í ljósi þess að umrætt bílastæði er innan lóðarmarka Höfða 24, er það á hendi lóðarhafa að framkvæma og kosta þær breytingar sem hann telur nauðsynlegar svo frágangur teljist eðlilegur að hans mati. Þó bendir ráðið á að í þeim tilvikum kunna framkvæmdir lóðarhafa að vera ýmist leyfis- og/eða tilkynningaskyldar til sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því beiðninni.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því beiðninni.
10.Ósk um viðhald mannvirkja innan lóðar Höfða 24
Málsnúmer 202006021Vakta málsnúmer
Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavikur ohf. óskar eftir að sveitarfélagið Norðurþing standi fyrir eftirfarandi viðhaldi mannvirkja innan lóðar Höfða 24.
1. Hreinsun ryðs og ryðtauma á staurum fallvarnagirðingar við bílastæði.
2. Lagfæringu á hellum og jöfnunarlagi í gangstétt innan við bílastæði.
3. Grjóthreinsun innan lóðar Höfða 24.
4. Útlitsfrágangi veggenda sem styttur var vegna hönnunarmistaka.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs á áðurnefndum viðhaldsóskum Örlygs Hnefils Örlygssonar.
1. Hreinsun ryðs og ryðtauma á staurum fallvarnagirðingar við bílastæði.
2. Lagfæringu á hellum og jöfnunarlagi í gangstétt innan við bílastæði.
3. Grjóthreinsun innan lóðar Höfða 24.
4. Útlitsfrágangi veggenda sem styttur var vegna hönnunarmistaka.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs á áðurnefndum viðhaldsóskum Örlygs Hnefils Örlygssonar.
Hönnunargögn sem unnin voru fyrir Norðurþing og lágu til grundvallar í tengslum við yfirborðsfrágang gatna á Höfða voru ekki til samræmis við það sem lagt var upp með við ákvörðun umræddrar framkvæmdar. Frágangur innan lóðar Höfða 24 var á kostnað Norðurþings til þess að mæta óvæntum kostnaði vegna hönnunargalla. Ráðið leggur í hendur lóðarhafa að viðhalda þeim mannvirkjum sem sveitarfélagið hefur kostað til innan lóðar Höfða 24, en að öðrum kosti verði þau fjarlægð.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því beiðninni.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því beiðninni.
11.Viðhaldsframkvæmdir við Naust, Hafnarstétt 7.
Málsnúmer 202004079Vakta málsnúmer
Á 65. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja allt að 10 m.kr. á framkvæmdaáætlun 2020 vegna viðhaldsframkvæmda við Naust, Hafnarstétt 7.
Óskað er skýringa á því hvort umrædd upphæð sé með eða án virðisauka.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja allt að 10 m.kr. á framkvæmdaáætlun 2020 vegna viðhaldsframkvæmda við Naust, Hafnarstétt 7.
Óskað er skýringa á því hvort umrædd upphæð sé með eða án virðisauka.
Silja vék af fundi undir þessu máli.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að umrædd upphæð sé með virðisaukaskatti og gegn framvísun reikninga.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að umrædd upphæð sé með virðisaukaskatti og gegn framvísun reikninga.
12.Gönguleiðir á Húsavík 2020
Málsnúmer 202006042Vakta málsnúmer
Eitt af helstu einkennum Húsavíkur sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn er mikið úrval af gönguleiðum í fjölbreyttu og fallegu landslagi. Í gegnum árin hafa verið gerðar margir stígar víðsvegar kringum bæinn sem hafa notið mikilla vinsælda. Mikilvægt er að uppi sé heildstæð áætlun um hvaða leiðir sé markvisst unnið að því að viðhalda þannig að hægt sé að vísa á þær með tilteknu öryggi. Fulltrúar úr skipulags- og framkvæmdaráði hafa farið yfir gönguleiðir kringum bæinn og leggja fram tillögur á fundinum um leiðir sem skuli njóta forgangs í viðhaldi til framtíðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hanna verkáætlun út sumarið 2020 sem tekur tillit til opnunar, viðhalds, merkinga og endurbóta á þeim göngustígum sem til umræðu eru á fundinum. Sérstaklega verði horft til þess að gönguleiðum í kringum Botnsvatn, niður með Búðará og frá melnum upp fyrir Skálatjörn verði gert hátt undir höfði sem kostur er. Í framhaldinu verði gönguleiðakort Húsavíkur endurnýjað og birt á heimasíðu Norðurþings ásamt upplýsingum um færð tiltekinna gönguleiða. Verkáætlun skuli vera tilbúin fyrir næsta fund ráðsins að tveimur vikum liðnum.
Fundi slitið - kl. 14:55.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 6-12.
Jónas Hreiðar Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 7-12.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 7-12.