Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/Saltvík Guesthouse
Málsnúmer 202008006
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna erindis um leyfi til sölu gistingar með veitingum (fl. III) í tveimur húsum Saltvíkur ehf við Saltvík. Gert er ráð fyrir allt að 30 gestum, þar af 16 í nýlega byggðu gistiheimili og 14 í eldra íbúðarhúsi skv. viðbótarupplýsingum uppgefnum af rekstraraðila. Byggingarfulltrúa hafa borist ný drög að teikningum af eldra íbúðarhúsi til afgreiðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að gistiaðstaða fyrir allt að 30 manns geti ekki fallið undir "minna gistiheimili". Ráðið heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn um erindið þegar fullnægjandi teikningar eldra húss hafa verið samþykktar af byggingarfulltrúa og eldvarnareftirliti.