Tillaga að traustum rekstrargrunni Rannsóknastöðinni Rifi á Melrakkasléttu
Málsnúmer 202008067
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 336. fundur - 20.08.2020
Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því með hvaða hætti megi renna sterkari stoðum undir grunnrekstur Rannsóknastöðinnar Rifs á Melrakkasléttu. Fyrir liggur tillaga umhverfisráðherra að stöðinni verði tryggðar 10 mkr frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á ári til 5 ára, gegnum aukið rekstrarframlag til Náttúrustofu Norðausturlands sem sérstaklega er ætlað starfsemi Rannsóknastöðvarinnar. Með auknum framlögum til NNA myndi Norðurþing áfram leggja fram 30% af framlagi ríkisins í samræmi 10. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur þannig að rekstrarfjárhæð Rifs myndi aukast sem því næmi.
Þess er óskað að afstaða byggðarráðs til ofangreinds fyrirkomulags liggi fyrir eins skjótt og verða má.
Þess er óskað að afstaða byggðarráðs til ofangreinds fyrirkomulags liggi fyrir eins skjótt og verða má.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þar um.