Carbon Iceland ehf óskar eftir samstarfi við Norðurþing um uppbyggingu atvinnustarfsemi á Bakka
Málsnúmer 202009089
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020
Á síðustu vikum hefur byggðarráð Norðurþings verið upplýst um áhuga félagsins Carbon Iceland ehf. til uppbyggingar svokallaðs lofthreinsivers innan iðnaðarsvæðisins á Bakka. Er verinu ætlað að hreinsa koltvísýring beint úr andrúmsloftinu, til áframframleiðslu. Norðurþing hefur til umráða 90-100 hektara lands innan skipulags iðnaðarsvæðis á Bakka, ætlað til frekari uppbyggingar vistvæns iðnaðar.
Með yfirlýsingunni lýsir Norðurþing vilja til þess að heimila fyrirtækinu að framkvæma áreiðanleikakönnun á að staðsetja verkefnið innan iðnaðarsvæðisin á Bakka, að því gefnu að verkefnið eins og því hefur verið lýst, sé í samræmi við og falli að markmiðum sveitarfélagsins um nýtingu grænnar orku og þróun vistvæns iðngarðs á Bakka. CI hefur í huga að gera fýsileikakönnun á verkefninu m.t.t. mats á sértæki og stærð iðnaðarsvæðisins sem til umráða yrði, innviðum eins og vegum og samgöngumannvirkjum, hafnaraðstöðu og þjónustu, aðstöðu til efnismeðhöndlunar, rafmagns- og vatnsnotkunar, auk umhverfisleyfa og annara leyfa sem krafist yrði vegna starfseminnar.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þess að gefa út viljayfirlýsingu þar sem áhuga sveitarfélagsins til frekari athugunar á úthlutun lóða til uppbyggingarinnar er staðfest, að undangenginni frekari fýsileika- og áreiðanleikakönnunum á áformum fyrirtækisins.
Með yfirlýsingunni lýsir Norðurþing vilja til þess að heimila fyrirtækinu að framkvæma áreiðanleikakönnun á að staðsetja verkefnið innan iðnaðarsvæðisin á Bakka, að því gefnu að verkefnið eins og því hefur verið lýst, sé í samræmi við og falli að markmiðum sveitarfélagsins um nýtingu grænnar orku og þróun vistvæns iðngarðs á Bakka. CI hefur í huga að gera fýsileikakönnun á verkefninu m.t.t. mats á sértæki og stærð iðnaðarsvæðisins sem til umráða yrði, innviðum eins og vegum og samgöngumannvirkjum, hafnaraðstöðu og þjónustu, aðstöðu til efnismeðhöndlunar, rafmagns- og vatnsnotkunar, auk umhverfisleyfa og annara leyfa sem krafist yrði vegna starfseminnar.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þess að gefa út viljayfirlýsingu þar sem áhuga sveitarfélagsins til frekari athugunar á úthlutun lóða til uppbyggingarinnar er staðfest, að undangenginni frekari fýsileika- og áreiðanleikakönnunum á áformum fyrirtækisins.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og jafnframt að fela sveitarstjóra undirrita hana.
Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020
Á 343. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og jafnframt að fela sveitarstjóra undirrita hana.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og jafnframt að fela sveitarstjóra undirrita hana.
Til máls tóku; Kristján og Bergur.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu samhljóða.