Fara í efni

Möguleg uppbygging vindorku í Norðurþingi - staða máls

Málsnúmer 202009185

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 341. fundur - 08.10.2020

Kynnt hefur verið fyrir byggðarráði fyrr á þessu ári að tveir aðilar óskuðu eftir því við Orkustofnun f.h. verkefnisstjórnar um rammaáætlun, að teknir yrðu til skoðunar í fjórðu rammaáætlun hugmyndir þeirra um vindorkugarð norðaustan við Húsavíkurfjall. Sveitarstjóri gerir grein fyrir framvindu málsins frá því í vor.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að því að möguleikar til uppsetningar á vindorkuveri verði kannaðir til hlýtar.