Íslandsþari ehf. - Ósk um viðræður
Málsnúmer 202010004
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 212. fundur - 29.10.2020
Íslandsþari ehf. hefur óskað eftir viðræðum við Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna orkuöflunar í tengslum við fyrirhugaða starfsemi félagsins á Húsavík.
Farið yfir þau gögn sem lögð hafa verið fram af Íslandsþara ehf. Ákvörðun tekin um að fá forsvarsmenn Íslandsþara ehf. inn á næsta fund stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til frekari kynningar á verkefninu.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 213. fundur - 11.11.2020
Á 212 fundi stjórnar OH var tekin til umræðu ósk Íslandsþara ehf. um viðræður vegna uppbyggingar innviða og orkuafhendingar í tengslum við áform félagsins um þurrkun Tröllaþara á Húsavík. Þá var stefnt að því að fá fulltrúa Íslandsþara ehf. inn á fund stjórnar OH til þess að lýsa verkefninu, m.a. með tilliti til aðkomu Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Íslandsþara ehf. kynnti áætlanir félagsins, vinnsluaðferðir varðandi þurrkun og vinnslu á Töllaþara á Húsavík ásamt nýtingarmöguleikum afurða. Skoðuð verði gerð viljayfirlýsingar milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Íslandsþara ehf. í tengslum orkuafhendingu í tengslum við verkefnið.
Stjórn OH þakkar Snæbirni fyrir kynninguna.
Stjórn OH þakkar Snæbirni fyrir kynninguna.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 229. fundur - 21.03.2022
Rekstrarstjóri skilaði minnisblaði til sveitastjóra vegna valkostagreiningar fyrir mögulega úthlutunar lóðar til Íslandsþara. Það minnisblað er lagt fram til kynningar.