Fara í efni

Umræður um flugmál

Málsnúmer 202010044

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 341. fundur - 08.10.2020

Flugfélagið Ernir hefur þjónustað íbúa Þingeyjarsýsla vel á undangengnum árum og farþegafjöldi um Húsavíkurflugvöll verið á bilinu 10-18 þúsund farþegar á ári þegar mest hefur verið. Engum dylst að blikur eru á lofti í innanlandsflugi og fyrirtæki í flugrekstri berjast í bökkum.
Byggðarráð Norðurþings lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu innanlandsflugsamgangna til og frá Húsavík. Vegna óvissu sem skapast hefur í kjölfar útboðs á flugleiðum til og frá Bíldudal, Gjögri og Hafnar í Hornafirði er ekki enn búið að leggja fram áætlun fyrir flug til og frá Húsavík frá og með 1. nóvember næstkomandi. Ráðið leggur alla áherslu á að flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll verði tryggðar til framtíðar. Jafnframt að þær verði á þeim forsendum og sambærilegu gæðum og flugfélagið Ernir hefur boðið uppá og sinnt með miklum sóma undanfarin ár. Það er nöturleg tilhugsun í kjölfar þess að ríkið hefur komið á svokallaðri Loftbrú, að þá séu flugsamgöngurnar í þessari óvissu. Búsetuskilyrði og lífsgæði íbúa í Þingeyjarsýslum og víðar er nátengd því að geta nýtt sér öruggar og traustar flugsamgöngur á viðráðanlegu verði um þennan mikilvæga flugvöll.