Úthlutun byggðakvóta - sérreglur Norðurþings
Málsnúmer 202010078
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 342. fundur - 15.10.2020
Fyrir byggðarráði liggur að staðfesta sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta.
Byggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020
Fyrir byggðarráði liggur bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 30. nóvember sl. varðandi úthlutun byggðarkvóta 2020/2021. Frestur sveitarfélaga til að óska eftir breytingum á þegar innsendum tillögum, er til 8. desember.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu;
Á 312. fundi fundi byggðarráðs þann 9. janúar síðastliðinn samþykkti byggðarráð tillögu þess efnis að fela sveitarstjóra að sækjast eftir aukinni úthlutun byggðakvóta á bæði Raufarhöfn og Kópaskeri. Auk þess að fá úthlutun byggðakvóta á Húsavík. Því miður hefur ekkert þokast í því máli.
Undirritaður leggur því aftur til að hafin verði vinna við að fá úthlutun byggðakvóta á Húsavík, t.d. með ósk um breytingu á reglugerð.
Greinargerð
Sjávarútvegur hefur gengt gríðarlega mikilvægu hlutverki í atvinnulífi Norðurþings (og forverum þess) svo áratugum skiptir á þéttbýlisstöðunum Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir samfélagið að gætt sé að rekstarumhverfi þeirra fyrirtækja sem í greininni starfa með hóflegum hafnargjöldum og öðrum gjöldum sem á greinina falla og þau séu í góðu samræmi við það sem annarsstaðar gerist. Í sveitarfélaginu eru tvö svæði sem falla undir byggðir í vörn, aðkoma sveitarfélagsins sem og ríkisvaldsins skipti sköpum í þessu samhengi. Byggðakvóti skiptir sköpum í því hlutverki og mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér í þeim efnum.
Dregið hefur úr úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu. Árið 2014 hurfu um 60% af aflaheimildum á Húsavík auk þess sem heimaaðilar seldu kvóta frá byggðalaginu. Það þarf að bregðast við því til að tryggja stöðu sjávarútvegs í sveitarfélaginu.
Hafrún og Kolbrún Ada greiða atkvæði með tillögunni.
Helena Eydís situr hjá.
Kolbrún Ada óskar bókað;
Búið er að samþykkja þessa tillögu áður og verið að vinna í þessu máli. Skil því ekki hvers vegna þarf að leggja hana fram aftur. Vil gjarnan sjá útfærslu á því hvernig á að vinna þetta mál betur og hvaða vinnu eigi þá að hefja í þetta skipti.
Helena Eydís óskar bókað;
Undirrituð telur tillöguna óþarfa þar sem byggðarráð hefur þegar samþykkt tillögu sama efnis. Málið er í farvegi og m.a. beðið eftir að Alþingi taki til umfjöllunar skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta - Endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda.
Á 312. fundi fundi byggðarráðs þann 9. janúar síðastliðinn samþykkti byggðarráð tillögu þess efnis að fela sveitarstjóra að sækjast eftir aukinni úthlutun byggðakvóta á bæði Raufarhöfn og Kópaskeri. Auk þess að fá úthlutun byggðakvóta á Húsavík. Því miður hefur ekkert þokast í því máli.
Undirritaður leggur því aftur til að hafin verði vinna við að fá úthlutun byggðakvóta á Húsavík, t.d. með ósk um breytingu á reglugerð.
Greinargerð
Sjávarútvegur hefur gengt gríðarlega mikilvægu hlutverki í atvinnulífi Norðurþings (og forverum þess) svo áratugum skiptir á þéttbýlisstöðunum Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir samfélagið að gætt sé að rekstarumhverfi þeirra fyrirtækja sem í greininni starfa með hóflegum hafnargjöldum og öðrum gjöldum sem á greinina falla og þau séu í góðu samræmi við það sem annarsstaðar gerist. Í sveitarfélaginu eru tvö svæði sem falla undir byggðir í vörn, aðkoma sveitarfélagsins sem og ríkisvaldsins skipti sköpum í þessu samhengi. Byggðakvóti skiptir sköpum í því hlutverki og mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér í þeim efnum.
Dregið hefur úr úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu. Árið 2014 hurfu um 60% af aflaheimildum á Húsavík auk þess sem heimaaðilar seldu kvóta frá byggðalaginu. Það þarf að bregðast við því til að tryggja stöðu sjávarútvegs í sveitarfélaginu.
Hafrún og Kolbrún Ada greiða atkvæði með tillögunni.
Helena Eydís situr hjá.
Kolbrún Ada óskar bókað;
Búið er að samþykkja þessa tillögu áður og verið að vinna í þessu máli. Skil því ekki hvers vegna þarf að leggja hana fram aftur. Vil gjarnan sjá útfærslu á því hvernig á að vinna þetta mál betur og hvaða vinnu eigi þá að hefja í þetta skipti.
Helena Eydís óskar bókað;
Undirrituð telur tillöguna óþarfa þar sem byggðarráð hefur þegar samþykkt tillögu sama efnis. Málið er í farvegi og m.a. beðið eftir að Alþingi taki til umfjöllunar skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta - Endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda.
Ákvæði reglugerðar nr. XXX/2020 gilda um úthlutun byggðakvóta Raufarhafnar og Kópaskers með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.