Fara í efni

Íslandssagan á 11 kílómetrum - lista og menningarsjóður

Málsnúmer 202011002

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 78. fundur - 09.11.2020

Egill Bjarnason sækir um styrk í lista og menningarsjóð Norðurþings vegna verkefnisins ,,Íslandssagan á 11 kílómetrum".
Hugmyndin er að bjóða ferðamönnum upp á létta hlaupaleið um Húsavík og nágrenni þar sem leiðsögumaður kemur til með að tengja það sem fyrir augu ber við valda þætti úr Íslandssögunni.
Sótt er um styrk til þess að standa straum af hönnunar og prentkostnaði sem er áætlaður um 75.000 kr.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings að upphæð 50.000 kr. vegna verkefnisins Íslandssagan á 11 kílómetrum.