Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni
Málsnúmer 202010190Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um móttöku flóttafólks í ljósi fyrri vilja Norðurþings um að taka á móti flóttafólki sem til Íslands kemur. Málinu var frestað á 77. fundi ráðsins.
Í tölvupósti frá félagsmálaráðuneytinu, dagsettum 26.október þar sem tilkynnt er um að nefnd um samræmda móttöku flóttafólks var skipuð en hlutverk hennar er til þess að kortleggja stöðu og þjónustu við flóttafólk og leggja fram tillögur að samræmdri móttöku flóttafólks.
Í tölvupósti frá félagsmálaráðuneytinu, dagsettum 26.október þar sem tilkynnt er um að nefnd um samræmda móttöku flóttafólks var skipuð en hlutverk hennar er til þess að kortleggja stöðu og þjónustu við flóttafólk og leggja fram tillögur að samræmdri móttöku flóttafólks.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni og felur félagsmálastjóra að fylgja málinu eftir.
2.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun og breytingar
Málsnúmer 202010211Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun og breytingar á starfsreglum leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að opnunartími Grænuvalla verði frá kl. 07:45-16:15 frá og með 1. janúar 2021. Áfram verða 15 mínúturnar fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 innifaldar í leikskólagjaldi. Stefnt er á að um áramótin 2021-2022 verði 15 mínúturnar gjaldskyldar.
Ráðið felur fræðslufulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við leikskólastjóra Grænuvalla.
Einnig felur ráðið fræðslufulltrúa að uppfæra starfsreglur leikskóla Norðurþings í samráði við leikskólastjórnendur.
Ráðið felur fræðslufulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við leikskólastjóra Grænuvalla.
Einnig felur ráðið fræðslufulltrúa að uppfæra starfsreglur leikskóla Norðurþings í samráði við leikskólastjórnendur.
3.Skólavistun - Lengd viðvera
Málsnúmer 202011014Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar lengda viðveru grunnskólabarna í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir að gjaldskrá fyrir lengda viðveru í Grunnskóla Raufarhafnar verði 50% af gjaldskrá Frístundar 2021 á Húsavík og sambærilegar skráningarreglur gildi. Lengd viðvera á Raufarhöfn miðast við skóladagatal grunnskólans.
4.Frístund - Gjaldskrá 2021
Málsnúmer 202010107Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar aftur um Frístund - Gjaldskrá 2021 en Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Byggðarráð vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla að vinna gjaldskrá frístundar sem lýtur að því að hægt verði að skrá barn í lágmarksvistun 1 dag í viku. Gefinn verði afsláttur af gjöldum vegna jólafrís frístundar og útfæra gjaldskrá fyrir viðbótarvistun. Drög að nýrri gjaldskrá skulu vera lögð fram fyrir ráðið á næsta fundi þann 23. nóvember 2020.
5.Fjárhagsáætlun - Fræðslusvið 2021
Málsnúmer 202010061Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar áfram um fjárhagsaætlun fræðslusviðs en á 344. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 04-fræðslu- og uppeldismála um 10.824.737 krónur.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun fræðslusviðs og visar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 14.53
Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 14.53
6.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021
Málsnúmer 202010072Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umræðu sinni um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála fyrir árið 2021.
Á 343. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð beinir því til fjölskylduráðs að útfæra þjónustuna á næsta ári eða gera tillögu að útfærslu á þjónustubreytingum sem miða við útgefinn ramma með áorðnum breytingum á fundi byggðarráðs.
Byggðarráð tekur ekki afstöðu til hækkunar fyrr en tillögur frá fjölskylduráði liggja fyrir.
Á 343. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð beinir því til fjölskylduráðs að útfæra þjónustuna á næsta ári eða gera tillögu að útfærslu á þjónustubreytingum sem miða við útgefinn ramma með áorðnum breytingum á fundi byggðarráðs.
Byggðarráð tekur ekki afstöðu til hækkunar fyrr en tillögur frá fjölskylduráði liggja fyrir.
Fjölskylduráð er búið að skoða þær hagræðingartillögur sem eru mögulegar en telur þær ófærar í ljósi þess að mikilvægi lýðheilsu, heilsueflingar og forvarna hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú. Sérstaklega verður að huga að högum barna og ungmenna. Við teljum ekki hægt að mæta þeim hagræðingarkröfum sem gerðar eru til málaflokksins og teljum að forgangsraða eigi með hagsmuni barna og ungmenna og lýðheilsu íbúa að leiðarljósi.
Fjölskylduráð vísar til byggðarráðs fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til hækkunar.
Fjölskylduráð vísar til byggðarráðs fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til hækkunar.
7.Leikvellir í Norðurþingi
Málsnúmer 202011022Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umræðu skipulag og viðhald leikvalla í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð frestar málinu.
8.Fundargerðir Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2020.
Málsnúmer 202011009Vakta málsnúmer
Fundargerðir MMÞ lagðar fram.
Fyrir liggja fundargerðir frá stjórnarfundi 15. apríl 2020 og 14. október 2020 ásamt Aðalfundi MMÞ 2020 frá 3.júní.
Fyrir liggja fundargerðir frá stjórnarfundi 15. apríl 2020 og 14. október 2020 ásamt Aðalfundi MMÞ 2020 frá 3.júní.
Lagt fram til kynningar.
9.Viðburðir á vegum Norðurþings jól og áramót 2020/2021
Málsnúmer 202011023Vakta málsnúmer
Til umræðu eru viðburðir á vegum sveitarfélagsins um jól og áramót 2020/2021.
Mögulega munu samkomubönn og sóttvarnarmál hafa áhrif á þá viðburði sem vanalega hafa verið haldnir.
Mögulega munu samkomubönn og sóttvarnarmál hafa áhrif á þá viðburði sem vanalega hafa verið haldnir.
Fjölskylduráð fjallaði um þá viðburði sem eru á vegum sveitarfélagsins um jól og áramót en óvissa er um stöðuna m.t.t. sóttvarnamála og samkomubanns. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sækja um tilskilin leyfi og undirbúa viðburði eins og hægt er hverju sinni.
10.Íslandssagan á 11 kílómetrum - lista og menningarsjóður
Málsnúmer 202011002Vakta málsnúmer
Egill Bjarnason sækir um styrk í lista og menningarsjóð Norðurþings vegna verkefnisins ,,Íslandssagan á 11 kílómetrum".
Hugmyndin er að bjóða ferðamönnum upp á létta hlaupaleið um Húsavík og nágrenni þar sem leiðsögumaður kemur til með að tengja það sem fyrir augu ber við valda þætti úr Íslandssögunni.
Sótt er um styrk til þess að standa straum af hönnunar og prentkostnaði sem er áætlaður um 75.000 kr.
Hugmyndin er að bjóða ferðamönnum upp á létta hlaupaleið um Húsavík og nágrenni þar sem leiðsögumaður kemur til með að tengja það sem fyrir augu ber við valda þætti úr Íslandssögunni.
Sótt er um styrk til þess að standa straum af hönnunar og prentkostnaði sem er áætlaður um 75.000 kr.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings að upphæð 50.000 kr. vegna verkefnisins Íslandssagan á 11 kílómetrum.
Fundi slitið - kl. 16:28.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 6 - 10.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 2.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 3.