Viðburðir á vegum Norðurþings jól og áramót 2020/2021
Málsnúmer 202011023
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 78. fundur - 09.11.2020
Til umræðu eru viðburðir á vegum sveitarfélagsins um jól og áramót 2020/2021.
Mögulega munu samkomubönn og sóttvarnarmál hafa áhrif á þá viðburði sem vanalega hafa verið haldnir.
Mögulega munu samkomubönn og sóttvarnarmál hafa áhrif á þá viðburði sem vanalega hafa verið haldnir.
Fjölskylduráð fjallaði um þá viðburði sem eru á vegum sveitarfélagsins um jól og áramót en óvissa er um stöðuna m.t.t. sóttvarnamála og samkomubanns. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sækja um tilskilin leyfi og undirbúa viðburði eins og hægt er hverju sinni.
Fjölskylduráð - 79. fundur - 23.11.2020
Ljóst er að samkomutakmarkanir munu hafa áhrif á viðburði Norðurþings um jól og áramót.
Ekki er unnt að halda viðburð í kringum tendrun jólatrés eins og gert hefur verið undanfarin ár. Búið er að bjóða leikskólanum Grænuvellir um að tendra ljós jólatrésins á skólatíma þann 1.desember.
Búið er að skila inn umsóknum um brennuleyfi fyrri allar brennur í sveitarfélaginu en ekki er ljóst hvernig þeim viðburðum verður háttað.
Ekki er unnt að halda viðburð í kringum tendrun jólatrés eins og gert hefur verið undanfarin ár. Búið er að bjóða leikskólanum Grænuvellir um að tendra ljós jólatrésins á skólatíma þann 1.desember.
Búið er að skila inn umsóknum um brennuleyfi fyrri allar brennur í sveitarfélaginu en ekki er ljóst hvernig þeim viðburðum verður háttað.
Fjölskylduráð leggur til að :
Þriðjudagurinn 1.desember verður jóladagur í Norðurþingi. Leikskólabörn munu tendra ljós á jólatré á skólatíma.
Um kvöldið verður viðburðurinn ,,verði ljós" í Norðurþingi sem fara mun fram með eftirfarandi hætti:
19.50 - götulýsing slökkt á Húsavík til að skapa stemmningu og íbúar slökkva líka á sínum ljósum.
20.00 - kirkjuklukkur hringja á Húsavík, Kópaskeri og á Raufarhöfn. Á því augnabliki sameinast íbúar við að kveikja jólaljós á sínum heimilum.
Götulýsting kveikt að nýju.
Fólk getur deilt sinni upplifun á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #verðiljós en hugmyndin er að sameinast í verki á táknrænan hátt.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að viðburðinum.
Þriðjudagurinn 1.desember verður jóladagur í Norðurþingi. Leikskólabörn munu tendra ljós á jólatré á skólatíma.
Um kvöldið verður viðburðurinn ,,verði ljós" í Norðurþingi sem fara mun fram með eftirfarandi hætti:
19.50 - götulýsing slökkt á Húsavík til að skapa stemmningu og íbúar slökkva líka á sínum ljósum.
20.00 - kirkjuklukkur hringja á Húsavík, Kópaskeri og á Raufarhöfn. Á því augnabliki sameinast íbúar við að kveikja jólaljós á sínum heimilum.
Götulýsting kveikt að nýju.
Fólk getur deilt sinni upplifun á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #verðiljós en hugmyndin er að sameinast í verki á táknrænan hátt.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að viðburðinum.
Fjölskylduráð - 80. fundur - 07.12.2020
Fjölskylduráð fjallar um áramótabrennur í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð samþykkir að hvorki verði haldin áramótabrenna né þrettándabrenna á vegum Norðurþings í ljósi aðstæðna í samfélaginu.