Fara í efni

Fjölskylduráð

79. fundur 23. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:33 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1-3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 4-7.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 8-9.

1.Söluheimild eigna: Félagsleg íbúð

Málsnúmer 202011046Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar úrbætur á félagslegri íbúð í eigu Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að viðkomandi íbúð fari í söluferli.

2.Ósk um úrbætur á húsnæði Orkuveitu Húsavíkur að Vallholtsvegi 3

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um þær úrbætur sem gera þarf á húsnæði sem Frístund - Orkan er í að Vallholtsvegi 3.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ræða við Orkuveitu Húsavíkur um þær úrbætur sem þarf að gera á húsnæði OH við Vallholtsveg 3 og hvaða áhrif þær úrbætur hafa á leiguverð.

3.Ályktun stjórnar FEBHN um framtíðar notkun á húsnæði Hvamms

Málsnúmer 202011058Vakta málsnúmer

Fjölskylduráði hefur til kynningar ályktun stjórnar Félag eldri borgara á Húsavík og nágrennis sem barst með tölvupósti dagsettum 14.nóvember 2020 en þar segir:

Stjórn FEBHN minnir á mikilvægi góðrar og metnaðarfyllra öldrunarþjónustu á svæðinu, sérstaklega í ljósi þess að á næstu árum verður mikil fjölgun í hópi 65 ára og eldri hjá þjóðinni. Því vill stjórnin fagna þeim áformum sem nú eru uppi um myndarlega uppbyggingu Hjúkrunarheimilis á lóðinni norðan-og austan við Hvamm.
Um ráðstöfun og nýtingu til frambúðar á núverandi húsnæði Hvamms, vill stjórnin óska eftir að við þá ákvörðunartöku fái rödd eldri borgara að heyrast.
Við teljum að Hvammur hafi verið byggður fyrir almannafé frá ríki og sveitarfélögum ásamt gjafafé almennra borgara, félagasamtaka og fyrirtækja með það að markmiði að búa öldruðum Þingeyingum ánægjulegt ævikvöld.
Stjórnin tekur undir það sem fram kemur í Húsnæðisáætlun Norðurþings 2019-2026, um Íbúðir fyrir aldraða, en þar segir: Endurbyggja eldri hluta Hvamms sem búseturéttaríbúðir í svipuðum dúr og nú eru reknar á vegum Dvalarheimilisins. Áætla má þar að allt að 10-14 íbúðir.
Er það ósk FEBHN að eftir þessari áætlun verði unnið og húsnæði Hvamms verði nýtt fyrir öldrunarþjónustu eins og alltaf var stefnt að.
Fjölskylduráð þakkar erindið. Ráðinu finnst eðlilegt að eldri borgarar fái rödd í þeirri umræðu sem fara mun fram varðandi framtíðarnýtingu húsnæðisins sem dvalarheimilið Hvammur er í í dag.

4.Samningamál Völsungs 2021 -

Málsnúmer 202010065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um drög að samnningi við Völsung og bréf frá aðalstjórn Völsungs.
Fjölskylduráð stendur frammi fyrir hagræðingar og niðurskurðarkröfu sem mætt hefur verið meðal annars með skertum starfshlutföllum, skertum opnunartímum, skerðingu á þjónustu og endurskoðun á launakjörum. Í ljósi stöðunnar telur fjölskylduráð eðlilegt að slík hagræðingar og niðurskurðarkrafa nái einnig yfir starfssamninga íþróttafélaga þrátt fyrir að sú niðurstaða sé ekki það sem fjölskylduráð hefði óskað samanber bókun ráðsins frá 78. fundi.

Íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki í forvörnum og myndun uppbyggilegs samfélagsanda, m.a. með ábyrgri framgöngu, siðareglum og ferlum til að vinna eftir. Ráðið áréttar að tryggja þarf að þau sem vinni að samningsgerð við Völsung, og önnur félög, fyrir komandi ár festi í samningtexta bókun sveitarstjórnar Norðurþings frá 78. fundi 2018 um #metoo áherslur í samningagerð við félagastarfsemi á vegum Norðurþings og sjái til þess að eftirfylgni verði tryggð.

Vinna heldur áfram við samningagerð á milli Norðurþings og Völsungs.

5.Viðburðir á vegum Norðurþings jól og áramót 2020/2021

Málsnúmer 202011023Vakta málsnúmer

Ljóst er að samkomutakmarkanir munu hafa áhrif á viðburði Norðurþings um jól og áramót.
Ekki er unnt að halda viðburð í kringum tendrun jólatrés eins og gert hefur verið undanfarin ár. Búið er að bjóða leikskólanum Grænuvellir um að tendra ljós jólatrésins á skólatíma þann 1.desember.
Búið er að skila inn umsóknum um brennuleyfi fyrri allar brennur í sveitarfélaginu en ekki er ljóst hvernig þeim viðburðum verður háttað.
Fjölskylduráð leggur til að :

Þriðjudagurinn 1.desember verður jóladagur í Norðurþingi. Leikskólabörn munu tendra ljós á jólatré á skólatíma.
Um kvöldið verður viðburðurinn ,,verði ljós" í Norðurþingi sem fara mun fram með eftirfarandi hætti:

19.50 - götulýsing slökkt á Húsavík til að skapa stemmningu og íbúar slökkva líka á sínum ljósum.
20.00 - kirkjuklukkur hringja á Húsavík, Kópaskeri og á Raufarhöfn. Á því augnabliki sameinast íbúar við að kveikja jólaljós á sínum heimilum.
Götulýsting kveikt að nýju.

Fólk getur deilt sinni upplifun á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #verðiljós en hugmyndin er að sameinast í verki á táknrænan hátt.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að viðburðinum.

6.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002007Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á 82.fundi sínum að endurnýja yfirbreiðslu yfir sundlaugina á Raufarhöfn. Yfirbreiðslan er væntanleg í desember samkvæmt upplýsingum frá söluaðila.
Yfirbreiðslan mun gera það að verkum að hægt verður að halda uppi hita á lauginni þannig að hægt sé að halda opnu en það hefur gengið erfiðlega eftir að gluggar voru endurnýjaðir og kyndingu hússins breytt.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021

Málsnúmer 202010072Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umræðu fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundmála fyrir árið 2021.
Áætlaður rekstarkostnaður málaflokks 06 árið 2021 er kr. 332.121.556.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að viðbótarframlag verði veitt uppá kr. 25.060.150 til þess að tryggja rekstur sviðsins.

8.Frístund - Gjaldskrá 2021

Málsnúmer 202010107Vakta málsnúmer

Á 344.fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá Frístundar á Húsavík 2021 með áorðnum breytingum um systkinaafslátt og vísar henni til kynningar í byggðarráð og staðfestingar í sveitarstjórn.

9.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun og breytingar

Málsnúmer 202010211Vakta málsnúmer

Á 78. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir að opnunartími Grænuvalla verði frá kl. 07:45-16:15 frá og með 1. janúar 2021. Áfram verða 15 mínúturnar fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 innifaldar í leikskólagjaldi. Stefnt er á að um áramótin 2021-2022 verði 15 mínúturnar gjaldskyldar. Ráðið felur fræðslufulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við leikskólastjóra Grænuvalla. Einnig felur ráðið fræðslufulltrúa að uppfæra starfsreglur leikskóla Norðurþings í samráði við leikskólastjórnendur.

Uppfærðar og endurskoðaðar starfsreglur eru lagðar fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar starfsreglur leikskóla Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:33.