Samningamál Völsungs 2021 -
Málsnúmer 202010065
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 75. fundur - 12.10.2020
Fyrir Fjölskylduráði liggur erindi frá Völsungi varðandi nýjan samning við félagið.
Núgildandi samningur rennur út í lok árs 2020.
Núgildandi samningur rennur út í lok árs 2020.
Fjölskylduráð fjallaði um samningamál við Völsung og til fundar við ráðið komu framkvæmdastjóri félagsins og stjórnarmaður í aðalstjórn félagsins og lögðu fram áhersluatriði að þeirra hálfu.
Fjölskylduráð - 76. fundur - 26.10.2020
Fjölskylduráð hefur áfram til umræðu samningamál við íþróttafélagið Völsung.
Fjölskylduráð samþykkir að skipa Eið Pétursson, f.h. minnihlutans og Heiðbjörtu Ólafsdóttur, f.h. meirihlutans í samninganefnd við Völsung f.h. ráðsins.
Fjölskylduráð - 79. fundur - 23.11.2020
Fjölskylduráð fjallar um drög að samnningi við Völsung og bréf frá aðalstjórn Völsungs.
Fjölskylduráð stendur frammi fyrir hagræðingar og niðurskurðarkröfu sem mætt hefur verið meðal annars með skertum starfshlutföllum, skertum opnunartímum, skerðingu á þjónustu og endurskoðun á launakjörum. Í ljósi stöðunnar telur fjölskylduráð eðlilegt að slík hagræðingar og niðurskurðarkrafa nái einnig yfir starfssamninga íþróttafélaga þrátt fyrir að sú niðurstaða sé ekki það sem fjölskylduráð hefði óskað samanber bókun ráðsins frá 78. fundi.
Íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki í forvörnum og myndun uppbyggilegs samfélagsanda, m.a. með ábyrgri framgöngu, siðareglum og ferlum til að vinna eftir. Ráðið áréttar að tryggja þarf að þau sem vinni að samningsgerð við Völsung, og önnur félög, fyrir komandi ár festi í samningtexta bókun sveitarstjórnar Norðurþings frá 78. fundi 2018 um #metoo áherslur í samningagerð við félagastarfsemi á vegum Norðurþings og sjái til þess að eftirfylgni verði tryggð.
Vinna heldur áfram við samningagerð á milli Norðurþings og Völsungs.
Íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki í forvörnum og myndun uppbyggilegs samfélagsanda, m.a. með ábyrgri framgöngu, siðareglum og ferlum til að vinna eftir. Ráðið áréttar að tryggja þarf að þau sem vinni að samningsgerð við Völsung, og önnur félög, fyrir komandi ár festi í samningtexta bókun sveitarstjórnar Norðurþings frá 78. fundi 2018 um #metoo áherslur í samningagerð við félagastarfsemi á vegum Norðurþings og sjái til þess að eftirfylgni verði tryggð.
Vinna heldur áfram við samningagerð á milli Norðurþings og Völsungs.
Fjölskylduráð - 81. fundur - 11.01.2021
Fyrir fjölskylduráði liggja loka samningsdrög samstarfssamnings Völsungs og Norðurþings.
Samningurinn er til tveggja ára.
Samningurinn er til tveggja ára.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi á milli Norðurþings og Völsungs. Samingurinn gildir frá 1. janúar 2021 - 31. desember 2022. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.