Fara í efni

Fjölskylduráð

76. fundur 26. október 2020 kl. 13:00 - 18:23 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Aldey Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn í síma undir lið 1-8 og 11-12.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 13-19.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 20-30.

Fanney Hreinsdóttir deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu sat fundinn undir lið 9.

1.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu

Málsnúmer 202010030Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áframhaldandi umfjöllun sinni um Fjárhagssáætlun Félagsþjónustu 2021.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustusviðs Norðurþings 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

2.Gjaldskrá ferðaþjónustu Norðurþings 2021

Málsnúmer 202010157Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá 2021 vegna ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Ferðaþjónusta aldraðra:
Gjaldtaka fyrir hverja ferð er 500 kr.
Fari ferðafjöldi yfir 16 ferðir á mánuði greiðast 1000 kr. fyrir hverja ferð.


3.Gjaldskrá Miðjan - Hæfing 2021

Málsnúmer 202010160Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá 2021 fyrir Miðjuna-Hæfing og dagþjónustu fyrir 18 ára og eldri.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Miðjan - Hæfing og dagsþjónusta 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Heill dagur með hádegismat: 1.270 kr.
Hálfur dagur án hádegismat: 535 kr.

4.Gjaldskrá Skammtímadvöl 2021

Málsnúmer 202010162Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá 2021 fyrir Skammtímadvöl.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Skammtímadvöl 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Skammtímadvöl fyrir börn upp að 16 ára aldri er þeim að kostnaðarlausu. Notendur standa straum af kostnaði vegna frístunda og ferða á meðan skammtímadvöl stendur.

Í Sólbrekku er skammtímadvöl 16. ára og eldri.
Notendur eldri 18. ára og eldri greiða fyrir fæði á meðan á dvöl stendur. Greitt er 750 krónur pr. sólarhring.

Í Sólbrekku neðri hæð er heimavistarúrræði fyrir fötluð ungmenni úr örðum sveitarfélögum sem stunda nám á starfsbraut:
Leigan miðast við kr. 1.067 kr á fermeter 17.763 krónur fyrir hlut leigjanda í sameign.
Einstaklingur greiðir matarkostnað 1.750 kr. pr. dag.

Þegar einstaklingur er orðin 18 ára getur viðkomandi óskað eftir búsetu í Sólbrekku á meðan beðið er eftir öðru búsetuúrræði:
Leigan miðast við kr. 1.067 kr á fermeter 17.763 krónur fyrir hlut leigjanda í sameign.
Einstaklingur greiðir matarkostnað 1.750 kr. pr. dag.

5.Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2021

Málsnúmer 202010161Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá 2021 vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Norðurþing greiðir stuðningsfjölskyldu þóknun fyrir hvern sólarhring sem barn dvelur hjá fjölskyldunni.

Stuðningsfjölskylda skv. Barnaverndarlögum:
Greiðslur á sólarhring: 22.675 kr
Álagsgjald: 29.445 kr.

Stuðningsfjölskylda svk. Lögum um fatlað fólk með langvarnadi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Greiðslur á sólarhring eftir umönnunarflokki:



Umönnunarflokkur 1: 40.545 kr
Umönnunarflokkur 2: 31.375 kr
Umönnunarflokkur 3: 24.160 kr.

6.Gjaldskrá Frístund barna og ungmenna 10 - 18 ára

Málsnúmer 202010159Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá 2021 vegna Frístundar barna og ungmenna 10-18 ára.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Frístund barna og ungmenna 10-18 ára (Miðjan - Orkan) og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Fullt pláss: 22.487 kr.
Hálft pláss (*allt að 3 dagar í viku ): 12.927 kr.
Einstæðir ? fullt pláss: 17.549 kr.
Einstæðir ? Hálft pláss (*allt að 3 dagar í viku ): 10.088 kr.

Systkina afsláttur:
50% fyrir annað barn
100% fyrir þriðja barn
Innifalið í mánaðargjaldi er matarkostnaður

7.Gjaldskrá félagsþjónustu - heimsendur matur 2021

Málsnúmer 202010158Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá 2021 vegna heimsends matar og matar í félagsstarfi eldri borgara.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá vegna heimsendur matur 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Heimsendur matur:

Morgunmatur frá eldhúsi HSN: 480 kr.
Hádegismatur frá eldhúsi HSN: 1.270 kr.
Miðdegiskaffi frá eldhúsi HSN: 170 kr.

Félagsstarf eldri borgara:

Stök máltíð 1.270 kr.
Kaffi frítt.

8.Kynning á kvennaathvarfinu á Akureyri

Málsnúmer 202010123Vakta málsnúmer

Fjölskylduráði hefur borist kynningarbréf frá Kvennaathvarfinu á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

9.Starfatorg fyrir aldraða og fólk með skerta starfsorku - Fundarboð

Málsnúmer 202010117Vakta málsnúmer

Til kynningar er hugmynd að starfatorgi fyrir aldraða og fólk með skerta starfsorku.
Fanney Hreinsdóttir deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu hjá Norðurþingi kynnti fyrir ráðinu efni fundar sem hún sótti fyrir hönd Norðurþings sem haldinn var sl. fimmtudag 22.október í sal Framsýnar.

Efni fundarins var Starfatorg fyrir aldraða og fólk með skerta starfsorku. Brynja Sassoon sagði frá aðferðafræði því tengdu sem hún kynntist í Svíþjóð. Fundurinn var haldinn með félagi eldri borgara á Húsavík og nágrennis og Vinnumálastofnun.

Framsýn hafði umsjón með að boða aðila á fundinn með bréfi dagsettu 14. október 2020.

10.Allsherjar - og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, 11. mál.

Málsnúmer 202010088Vakta málsnúmer

Allsherjar - og menntamálanefnd óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, 11. mál.
Lagt fram til kynningar.

11.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingarmiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.

Málsnúmer 202010129Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingarmiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.
Lagt fram til kynningar.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202010153Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókun fjölskylduráðs er skráð í trúnaðarmálabók.

13.Fjárhagsáætlun - Fræðslusvið

Málsnúmer 202010061Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2021 er til umræðu ásamt þeim aðgerðum sem til þarf að grípa svo aðlaga megi fjárhagsáætlun fræðslusviðs að úthlutuðum fjárhagsramma sviðsins.
Fjölskylduráð ræddi fjárhagsáætlun fræðslusviðs og þær aðgerðir sem grípa þarf til. Ráðið vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs til byggðarráðs til hækkunar. Ráðið óskar eftir því að fræðslufulltrúi fylgi málinu eftir á fundi byggðarráðs.

Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum liði.

14.Skólamötuneyti Húsavíkur - Gjaldskrá 2021

Málsnúmer 202010108Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá skólamötuneyta fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir að gjaldskrá Skólamötuneytis Norðurþings 2021 verði óbreytt frá fyrra ári og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Gjaldskrá Skólamötuneyti Norðurþings 2021:
499 kr. dagurinn fyrir nemendur Borgarhólsskóla.
Mánaðargjald fyrir fullt fæði á Grænuvöllum er 10.756 eða 512 kr. dagurinn miðað við 21 virkan dag í mánuði.

Grunnskóli Raufarhafnar: 450 kr. dagurinn

Öxarfjarðarskóli: Nemendur grunnskóla - 636 kr.
Nemendur leikskóla - 498 kr. dagurinn.

Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum liði.

15.Gjaldskrá leikskóla 2021

Málsnúmer 202010104Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir að liðurinn leikskólagjöld hækki um 3% frá fyrri gjaldskrá en fæðisgjöld verði óbreytt og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.


Gjaldskrá Leikskólans Grænuvalla:
Klst
Almennt gjald




1
3.612 kr.



4
14.448 kr.




5
18.060 kr.



6
21.672 kr.




7
25.284 kr.



8
28.896 kr.



8,5
32.508 kr.


Klst
Einstæðir



1
2.596
kr.


4
10.384
kr.


5 12.980
kr.


6
15.576
kr.

7 18.172
kr.


8 20.768
kr.


8,5
23.364
kr.












Morgunverður á Grænuvöllum: 2.455 kr.
Hádegisverður á Grænuvöllum: 5.846 kr.
Síðdegishressing á Grænuvöllum: 2.455 kr.






Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma: 1000 kr.






Systkinaafsláttur með 2. barni 50% og með 3. barni 100%






Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánastjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um.



Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum liði.


16.Frístund - Gjaldskrá 2021

Málsnúmer 202010107Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá Frístundar fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir að hækka gjaldskrá Frístundar 2021 um 3% og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Gjaldskrá Frístundar 2021.

Fullt pláss: 22.488
Hálf nýting: 12.928
Einstæðir - fullt pláss:16.160
Einstæðir - hálf nýting: 9.290

Systkinaafsláttur er:
50% fyrir annað barn:
75% fyrir þriðja
100% afsláttur fyrir þriðja barn
Innifalin í gjaldinu er síðdegishressing.  

Hálf vistun er allt að 3 dagar í viku

Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum liði.

17.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2021

Málsnúmer 202010100Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Um er að ræða 3% hækkun á grunnámi. Skólaveturinn 2021-2022 munu tveir nýjir gjaldliðir verða teknir upp - MIÐNÁM OG FRAMHALDSNÁM og mun gjaldskráin hvað þá varðar taka gildi haust 2021.

Gjaldskrá verður birt á vef Norðurþings.

Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum liði.

18.Jólafrí leikskólabarna - Niðurfelling leikskólagjalda

Málsnúmer 202010110Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er jólafrí leikskólabarna og afsláttur af leikskólagjöldum þess vegna.
Aldey Unnar Traustadóttir [fulltrúi V-lista], Benóný Valur Jakobsson [fulltrúi S-lista] og Heiðbjört Ólafsdóttir [fulltrúi D-lista] leggja til við fjölskylduráð að ráðið ákveði að bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af leikskólagjöldum í desember og starfsfólki lengra jólafrí eins og gert var á síðasta ári sem almenn ánægja var með. Er þetta liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólanna.
Undirrituð leggja til að foreldrum og forráðarmönnum verði veitt niðurfelling á leikskólagjöldum fyrir dagana 23., 28., 29. og 30. desember ákveði þau að nýta ekki leikskólavist þá daga. Ef foreldri þarf leikskólavistun þessa daga þá þarf að láta leikskólastjóra vita af því. Að öðrum kosti er gert ráð fyrir að barnið verið í jólafríi.

Nánari útfærsla verður í höndum leikskólastjórnenda Norðurþings og fræðslustjóra.

Ráðið samþykkir samhljóða.

19.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202010149Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.
Bókun ráðsins færð í trúnaðarmálabók.

20.Fjárhagsáætlun menningarmála 2021

Málsnúmer 202010071Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um fjárhagsáætlun menningarmála 2021.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun menningarmála 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

21.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021

Málsnúmer 202010072Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að endurskoða til hækkunar fjárhagsramma íþrótta- og tómstundasviðs 2021. Ráðið óskar eftir því við byggarráð að íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgi málinu eftir á fundi byggðarráðs.

22.Gjaldskrá íþróttamannvirkja Norðurþings 2021

Málsnúmer 202010155Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá íþróttamannvirkja Norðurþings 2021.
Fjölskylduráð samþykkir neðangreinda gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Um er að ræða að jafnaði 2 - 3 % hækkun frá fyrri gjaldskrá

Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst. kr. 7.400
2/3 salur pr. klst. kr. 5.000
1/3 salur pr. klst. kr. 3.700

Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 3.700
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring kr. 160.500
Leiga á stólum út úr húsi = 470 kr stk

Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst. kr. 12.500
2/3 salur pr. klst. kr. 10.000
1/3 salur pr. klst. kr. 8.900
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 8.900

Íþróttamannvirki Raufarhöfn
Salur til útleigu pr. klst (hópar) = kr. 5.000
Stakt skipti einstaklingur = kr. 650
Lykilkort Raufarhöfn (árskort)= kr. 5000 (að auki 1000kr fyrir lykilkort, endurgreitt ef skilað er)
Lykilkort Raufarhöfn eldri borgarar (árskort) = 0 kr. (að auki 1000kr fyrir lykilkort, endurgreitt ef skilað er)


Íþróttahús Kópaskeri/Lundur
Hópatími/salur (1 klst) = kr. 5.000
Leiga á sal fyrir barnaafmæli = kr. 5.000
Stakt skipti einstaklingur = 650 kr

Sundlaugar Norðurþings (Húsavík/Lundur/Raufarhöfn)

Fullorðnir
Stakir miðar = kr. 950
Afsláttarmiðar 10 stk. = kr. 5.250
Afsláttarmiðar 30 stk. = kr. 13.200
Árskort = kr. 35.000
Fjölskyldukort = kr. 22.700

Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar = kr. 400
Afsláttarmiðar kr. = 2.200
Árskort = kr. 16.500
Fjölskyldukort kr. 8.500
Frítt fyrir 75% öryrkja*

Börn 6-17 ára
Stakur miði = 400 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk. = kr. 2.200
Frístundakort 1.barn = kr. 3.000
2.barn kr. 2.050
3.barn kr. frítt

Sundföt/Handklæði
Sundföt = 800 kr.
Handklæði = 800 kr.
Handklæði sundföt sundferð = kr. 1.700

Skíðasvæði Reyðarárhnjúkur

Stakur dagur
Fullorðnir = kr. 1.000
Börn 6-17 ára = kr. 500
Eldri borgarar = kr. 500
öryrkjar = kr. 500

árskort
Fullorðnir = kr. 10.000
Börn 6-17 ára = kr. 5.000
Eldri borgarar = kr. 5.000
öryrkjar = kr. 5.000

23.Gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings 2021

Málsnúmer 202010154Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Tjaldsvæða Norðurþings og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðaráði.

Um er að ræða hækkun á gjaldliðum og breytingu á afslætti m.t.t fjölda gistinátta.

Fullorðnir = kr.1.600
18 ára og yngri = frítt
Rafmagn pr. nótt = kr. 800
Þvottur = kr. 750

Gistinótt nr. þrjú verði á 50% afslætti að undanskildu gjaldi vegna rafmagns og þvottaaðstöðu. Kjósi gestir að dvelja fleiri nætur á tjaldstæðinu er rukkað aftur fyrir fjórðu, fimmtu og sjöttu gistinætur með sama hætti og fyrstu þrjár.

24.Vélsleði skíðasvæðis 2020 - ástand

Málsnúmer 202010135Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um vélsleða m.t.t. ástands hans sem starfsmaður skíðamannvirkis hefur til afnota.
Lagt fram til kynningar.

25.Íbúalýðræðisverkefni sambandsins

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Til kynningar eru lokadrög að niðurstöðuskýrslu um íbúalýðræðisverkefni sem Norðurþing tók þátt í með stuðningi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Viðfangsefni verkefnisins var að kanna uppbyggingu á aðstöðu til íþrótta- og tómstundamála á Húsavík.

Þann 9.nóvember er fyrirhugað málþing með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og öðrum sveitarfélögum sem tóku þátt í íbúalýðræðisverkefninu.
Fjölskylduráð þakkar skýrsluhöfundum vinnuna, skýrslan mun nýtast vel í þeirri vinnu sem framundan er í uppbyggingu íþrótta- og tómstundastarfs í Norðurþingi.

Skýrslan verður birt á vef Norðurþings.

26.Nýr leigusamningur við Leikfélag Húsavíkur v. Samkomuhús og Fiskifjara 1-104

Málsnúmer 201801198Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög af húsaleigusamningum Norðurþings við Leikfélag Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.

27.Viðhaldsmál á íþrótta og tómstundasviði

Málsnúmer 202010156Vakta málsnúmer

Til umræðu er minnisblað íþrótta-og tómstundafulltrúa um framkvæmda- og viðhaldsverkefni á íþrótta- og tómstundasviði.
Fjölskylduráð frestar umræðunni.

28.Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál

Málsnúmer 202006006Vakta málsnúmer

Til umræðu eru húsnæðismál fyrir félagsmiðstöðina á Húsavík.
Aldey Unnar Traustadóttir [fulltrúi V-lista], Benóný Valur Jakobsson [fulltrúi S-lista] og Heiðbjört Ólafsdóttir [fulltrúi D-lista] leggja til að húsnæði Björgunarsveitarinnar Garðars, Rauða Krossins og Slysavarnarfélags Kvenna Húsavík, Naust, verði tekið til leigu undir starfsemi félagsmiðstöðvar 5. - 10. bekkjar á Húsavík til a.m.k næstu þriggja ára. Við leggjum til að sá tími verði vel nýttur til að finna félagsmiðstöðinni varanlegt húsnæði. Starfsfólk félagsmiðstöðvar hefur verið með í ráðum og líst vel á þetta úrræði.

Við felum íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga til samnings um leigu á húsnæðinu og leggja drög að samningi fyrir ráðið á næsta fundi þess 2. nóvember n.k.

Aldey Unnar Traustadóttir, Benóný Valur Jakobsson, Heiðbjört Ólafsdóttir og Arna Ýr Arnarsdóttir greiða atkvæði með tillögunni. Hrund Ásgeirsdóttir situr hjá.

29.Erindi frá aðalstjórn Völsungs vegna samningaviðræðna

Málsnúmer 202010163Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá aðalstjórn Völsungs varðandi framgang mála við samningaviðræður við félagið.
Fjölskylduráð óskar eftir að aðalstjórn og framkvæmdarstjóri Völsungs komi á fund ráðsins.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða viðkomandi á n.k. fund ráðsins þann 2. nóvember.

30.Samningamál Völsungs 2021 -

Málsnúmer 202010065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur áfram til umræðu samningamál við íþróttafélagið Völsung.
Fjölskylduráð samþykkir að skipa Eið Pétursson, f.h. minnihlutans og Heiðbjörtu Ólafsdóttur, f.h. meirihlutans í samninganefnd við Völsung f.h. ráðsins.

Fundi slitið - kl. 18:23.