Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Samningamál Völsungs 2021 -
Málsnúmer 202010065Vakta málsnúmer
Fyrir Fjölskylduráði liggur erindi frá Völsungi varðandi nýjan samning við félagið.
Núgildandi samningur rennur út í lok árs 2020.
Núgildandi samningur rennur út í lok árs 2020.
Fjölskylduráð fjallaði um samningamál við Völsung og til fundar við ráðið komu framkvæmdastjóri félagsins og stjórnarmaður í aðalstjórn félagsins og lögðu fram áhersluatriði að þeirra hálfu.
2.Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál
Málsnúmer 202006006Vakta málsnúmer
Áframhaldandi umfjöllun um húsnæðismál félagsmiðstöðvar á Húsavík.
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu varðandi húsnæðismál fyrir félagsmiðstöðina Tún. Félagsmiðstöðinni stendur til boða að leigja húsnæði Björgunarsveitarinnar Garðars, Rauða krossins og Slysavarnafélags kvenna Húsavík, Naustið. Ráðinu líst vel á þessa hugmynd þar sem húsnæðið gæti hentað vel undir starfsemi félagsmiðstöðvar.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
3.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn
Málsnúmer 202002007Vakta málsnúmer
AG Briem sem var með rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn hafa geymt heitan pott við sundlaugina frá því að þau hættu rekstri.
Potturinn hefur verið notaður með góðfúslegu leyfi AG Briem sundlaugargestum til heilla.
Nú er svo komið að AG Briem hyggjast fjarlægja pottinn.
Potturinn hefur verið notaður með góðfúslegu leyfi AG Briem sundlaugargestum til heilla.
Nú er svo komið að AG Briem hyggjast fjarlægja pottinn.
Fjölskylduráð þakkar AG Briem fyrir afnot að heita pottinum.
4.Lýðheilsusjóður 2021
Málsnúmer 202010070Vakta málsnúmer
Lýðheilsusjóður 2021 er opin fyrir umsóknir
Fjölskylduráð samþykkir að sveitarfélagið skuli sækja um í Lýðheilsusjóð 2021 og skipar Benóný Val og Örnu Ýr ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna að þeirri umsókn. Umsóknarfrestur er til 15.október.
5.Norðurþing - Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 201712041Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til kynningar gátlista Heilsueflandi samfélags sem nú eru opnir sveitarfélögum að vinna eftir.
Gátlistarnir eru unnir út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og gefa sveitarfélögum tækifæri á að bera saman árangur verkefnisins sín á milli.
Embætti landlæknis mun árlega taka stöðu sveitarfélaga og birta opinberlega.
Gátlistarnir eru unnir út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og gefa sveitarfélögum tækifæri á að bera saman árangur verkefnisins sín á milli.
Embætti landlæknis mun árlega taka stöðu sveitarfélaga og birta opinberlega.
Embætti landlæknis hefur opnað vefgátt fyrir sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Markmiðið er að öll sveitarfélög hafi sömu mælistiku til að miða sig út frá og vinna eftir.
Stýrihópur Norðurþings hefur þegar hafið vinnu við að fylla út listana.
Stýrihópur Norðurþings hefur þegar hafið vinnu við að fylla út listana.
6.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021
Málsnúmer 202010072Vakta málsnúmer
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins.
Staða fjárhagsáætlunar rædd. Vinnu verður haldið áfram við fjárhagsáætlunargerð.
7.Fjárhagsáætlun menningarmála 2021
Málsnúmer 202010071Vakta málsnúmer
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins.
Staða fjárhagsáætlunar rædd. Vinnu verður haldið áfram við fjárhagsáætlunargerð.
8.Fjárhagsáætlun - Fræðslusvið
Málsnúmer 202010061Vakta málsnúmer
Fræðslufulltrúi fer yfir stöðu fjárhagsáætlunarvinnu fræðslusviðs.
Staða fjárhagsáætlunar rædd. Vinnu verður haldið áfram við fjárhagsáætlunargerð.
9.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2020-2021
Málsnúmer 202004027Vakta málsnúmer
Skólstjóri Grunnskóla Raufarhafnar óskar eftir breytingum á skóladagatali. Einnig er leikskóladagatal fyrir Krílabæ 2020-2021 lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir breytingu á skóladagatali Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2020-2021. Um er að ræða starfsdag sem settur var 6.nóvember og var ætlaður til námskeiðs fyrir kennara. Í staðinn er stefnt á skólaheimsókn þann 23.apríl 2021.
Ráðið samþykkir einnig skóladagatal fyrir leikskólann Krílabæ skólaárið 2020-2021. Þar eru tveir starfsdagar, annar í janúar til að undirbúa foreldrasamtöl og hinn er 23.apríl um leið og starfsdagur verður í grunnskólanum.
Ráðið samþykkir einnig skóladagatal fyrir leikskólann Krílabæ skólaárið 2020-2021. Þar eru tveir starfsdagar, annar í janúar til að undirbúa foreldrasamtöl og hinn er 23.apríl um leið og starfsdagur verður í grunnskólanum.
10.Tónlistarskóli Húsvíkur - Skóladagatal 2020-2021
Málsnúmer 202004029Vakta málsnúmer
Skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur óskar eftir breytingum á skóladagatali. Óskað er eftir því að flytja starfsdag frá 15. mars til 23. apríl.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirlagðar breytingar á skóladagatali Tónlistarskóla Húsavíkur.
11.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu
Málsnúmer 202010030Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunarvinnu félagsþjónustu.
Staða fjárhagsáætlunar rædd. Vinnu verður haldið áfram við fjárhagsáætlunargerð.
12.Fjárhagsáætlun Félagslegra íbúða 2021
Málsnúmer 202010074Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar Félagslegra íbúða 2021
Fjölskylduráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun félagslegra íbúða.
13.Vík ses. - Bygging íbúðakjarna fyrir fatlaða
Fundi slitið - kl. 17:14.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 2 og 11-13.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 8-10.
Jónas Halldór Friðriksson framkv.stjóri Völsungs og Hilmar Valur Gunnarsson stjórnarmaður Völsungs sátu fundinn undir lið 1.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 9.
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri Norðurþings sat fundinn undir lið 12.