Fara í efni

Norðurþing - Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201712041

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 16. fundur - 12.12.2017

Til umræðu er verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag" sem Embætti landlæknis stendur fyrir.
15 sveitarfélög hafa formlega tekið þátt í verkefninu sem fellst meðal annars í því að huga að heilsueflingu í allri stefnumótun.
Æskulýðs- og menningarnefnd telur verkefnið mikilvægt samfélagsverkefni og skorar nefndin á Sveitarstjórn Norðurþings að taka málið til umræðu hvort Norðurþing eigi að gerast heilsueflandi samfélag.

Nefndin vill leggja ríka áherslu á að ef ákveðið verður að fara í verkefnið, sé mikilvægt að vel verði haldið utan um það og tryggt verði fjármagn fyrir verkefnisstjóra.

Erindinu er vísað til Sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 76. fundur - 19.12.2017

Á 16. fundi æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Æskulýðs- og menningarnefnd telur verkefnið mikilvægt samfélagsverkefni og skorar nefndin á Sveitarstjórn Norðurþings að taka málið til umræðu hvort Norðurþing eigi að gerast heilsueflandi samfélag.

Nefndin vill leggja ríka áherslu á að ef ákveðið verður að fara í verkefnið, sé mikilvægt að vel verði haldið utan um það og tryggt verði fjármagn fyrir verkefnisstjóra.

Erindinu er vísað til Sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Kjartan, Örlygur, Óli, Jónas og Gunnlaugur.


Sveitarstjórn tekur jákvætt í málið og felur æskulýðs- og menningarnefnd að vinna málið og leggja fyrir sveitarstjórn að nýju.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 17. fundur - 09.01.2018

Um er að ræða mál sem tekið var fyrir á 76.fundi Sveitarstjórnar Norðurþings.
Bókun Sveitarstjórnar var eftirfarandi: Sveitarstjórn tekur jákvætt í málið og felur æskulýðs- og menningarnefnd að vinna málið og leggja fyrir sveitarstjórn að nýju.
Æskulýðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að hefja vinnu við að gerast Heilsueflandi samfélag og leggur til að Sveitarstjórn Norðurþings sæki formlega um aðild að verkefninu.

Skipaður verði stýrihópur sem í sitja; Sveitarstjóri Norðurþings, Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings og Fræðslufulltrúi Norðurþings sem munu leiða verkefnið fyrsta árið.

Málinu er vísað til Sveitarstjórnar Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 77. fundur - 16.01.2018

Á 17. fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað;

Æskulýðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að hefja vinnu við að gerast Heilsueflandi samfélag og leggur til að Sveitarstjórn Norðurþings sæki formlega um aðild að verkefninu.

Skipaður verði stýrihópur sem í sitja; Sveitarstjóri Norðurþings, Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings og Fræðslufulltrúi Norðurþings sem munu leiða verkefnið fyrsta árið.

Málinu er vísað til Sveitarstjórnar Norðurþings.




Fyrir sveitarstjórn liggur að samþykkja að sækja formlega um aðild að verkefninu hjá embætti landlæknis.
Til máls tóku: Kristján, Gunnlaugur, Olga, Óli og Kjartan.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að stofna stýrihóp og sækja formlega um aðild að verkefninu.



Æskulýðs- og menningarnefnd - 19. fundur - 12.02.2018

Á janúarfundi Sveitarstjórnar Norðurþings var samþykkt samhljóða um að sækja um aðild að verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis stendur fyrir.
Stefnt er að formlegri undirritun þann 1. mars næstkomandi.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að Norðurþing verði Heilsueflandi samfélag og hlakkar til að takast á við verkefnið.

Fjölskylduráð - 75. fundur - 12.10.2020

Fjölskylduráð hefur til kynningar gátlista Heilsueflandi samfélags sem nú eru opnir sveitarfélögum að vinna eftir.
Gátlistarnir eru unnir út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og gefa sveitarfélögum tækifæri á að bera saman árangur verkefnisins sín á milli.
Embætti landlæknis mun árlega taka stöðu sveitarfélaga og birta opinberlega.
Embætti landlæknis hefur opnað vefgátt fyrir sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Markmiðið er að öll sveitarfélög hafi sömu mælistiku til að miða sig út frá og vinna eftir.

Stýrihópur Norðurþings hefur þegar hafið vinnu við að fylla út listana.