Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.
Málsnúmer 202012115Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 17. desember þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð mun fjalla nánar um málið í febrúar.
2.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.
Málsnúmer 202012117Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 17. desember þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.
3.Velferðarnefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.
Málsnúmer 202011103Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 25. nóvember þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. desember nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. desember nk.
Lagt fram til kynningar.
4.Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning.
Málsnúmer 202012127Vakta málsnúmer
Lagt til fram til kynningar fyrir fjölskylduráð lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðingsstuðning sem barst með rafpósti þann 17. desember frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga.
Skýrslan er unnin af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og kom út í nóvember 2020.
Skýrslan er unnin af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og kom út í nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.
5.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni
Málsnúmer 202010190Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri sat í desember kynningu félagsmálaráðuneytis á tilraunaverkefni ráðuneytisins á móttöku flóttafólks.
Félagsmálasstjóri upplýsir fjölskylduráð um efni kynningarinnar.
Félagsmálasstjóri upplýsir fjölskylduráð um efni kynningarinnar.
Fjölskylduráð þakkar félagsmálastjóra fyrir kynninguna. Ráðið leggur til að haldin verði kynning fyrir kjörna fulltrúa, sviðsstjóra, nefndarfólk og annað starfsfólk sveitarfélagsins sem málið varðar um þátttöku í tilraunaverkefni er varðar móttöku flóttafólks.
Félagsmálastjóra falið að vinna að málinu.
Félagsmálastjóra falið að vinna að málinu.
6.Stoðþjónusta / reglur félagsþjónusta
Málsnúmer 202011090Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráð liggja reglur um stuðningsþjónustu Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir framlagðar reglur um stuðningsþjónustu Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn Norðurþings.
7.Reglur Norðurþings um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
Málsnúmer 202101037Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráð liggja reglur Norðurþings um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
Fjölskylduráð samþykkir framlagðar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn Norðurþings.
8.Gjaldskrá sumarfrístundar 2021
Málsnúmer 202101034Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að gjaldskrá Sumarfrístundar 2021.
Sumarfrístund verður með svipuðu sniði og sumarið 2020 og verður auglýst nánar síðar.
Sumarfrístund verður með svipuðu sniði og sumarið 2020 og verður auglýst nánar síðar.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá sumarfrístundar 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Norðurþings.
Stök vika = 7.200
Allt sumarið = 10.000 króna afsláttur af heildarverði ef allar vikur eru bókaðar.
Ef frídagur er í viku lækkar gjald viku hlutfallslega (t.d. 17.júní og frídag verslunarmanna).
Önnur afsláttarkjör:
-Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
-25% afsláttur fyrir einstæða foreldra - þeir sem ætla að nýta sér þennan afslátt verða fyrst að hafa samband við forstöðumann frístundar
-Frístundastyrk er hægt að nýta í sumarfrístund.
Gjaldskrá frístundar fyrir hádegi:
Greitt er fyrir hverja viku 3.500 kr.
Ekki er boðið upp á afslátt með þessu úrræði.
Frístundastyrk er ekki hægt að nýta í frístund fyrir hádegi
Stök vika = 7.200
Allt sumarið = 10.000 króna afsláttur af heildarverði ef allar vikur eru bókaðar.
Ef frídagur er í viku lækkar gjald viku hlutfallslega (t.d. 17.júní og frídag verslunarmanna).
Önnur afsláttarkjör:
-Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
-25% afsláttur fyrir einstæða foreldra - þeir sem ætla að nýta sér þennan afslátt verða fyrst að hafa samband við forstöðumann frístundar
-Frístundastyrk er hægt að nýta í sumarfrístund.
Gjaldskrá frístundar fyrir hádegi:
Greitt er fyrir hverja viku 3.500 kr.
Ekki er boðið upp á afslátt með þessu úrræði.
Frístundastyrk er ekki hægt að nýta í frístund fyrir hádegi
9.Örnefni í landi Húsavíkur
Málsnúmer 202002055Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar mál er varðar endurútáfu á bókinni Örnefni í landi Húsavíkur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur haft samband við Menningarmiðstöð Þingeyinga vegna málsins. MMÞ mun vinna kostnaðaráætlun og meta umsvif verkefnisins og senda til Norðurþings.
Málið var áður á dagskrá hjá Sveitarstjórn Norðurþings þann 18.2.2020 og hjá Fjölskylduráði 25.05.2020.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur haft samband við Menningarmiðstöð Þingeyinga vegna málsins. MMÞ mun vinna kostnaðaráætlun og meta umsvif verkefnisins og senda til Norðurþings.
Málið var áður á dagskrá hjá Sveitarstjórn Norðurþings þann 18.2.2020 og hjá Fjölskylduráði 25.05.2020.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera ráðinu grein fyrir málinu að nýju þegar frekari upplýsingar frá MMÞ liggja fyrir.
10.Samningamál Völsungs 2021 -
Málsnúmer 202010065Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja loka samningsdrög samstarfssamnings Völsungs og Norðurþings.
Samningurinn er til tveggja ára.
Samningurinn er til tveggja ára.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi á milli Norðurþings og Völsungs. Samingurinn gildir frá 1. janúar 2021 - 31. desember 2022. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.
11.Styrkir til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar
Málsnúmer 202101038Vakta málsnúmer
Rannís auglýsir styrkjamöguleika EES til samstarfsverkefna milli Íslands og Póllands á sviði menningarmála.
Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.
Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.
Fjölskylduráði finnst áhugavert að rækta menningarsamstarf á milli íslendinga og pólverja m.t.t. þess að fjöldi íbúa Norðurþings eru af pólskum uppruna.
Ráðið sér sér ekki fært að sækja um styrkina á þessu ári þar sem umsóknartíminn er naumur í ár. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að skoða umræddan sjóð m.t.t. að sækja um að ári ef aðstæður leyfa.
Ráðið sér sér ekki fært að sækja um styrkina á þessu ári þar sem umsóknartíminn er naumur í ár. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að skoða umræddan sjóð m.t.t. að sækja um að ári ef aðstæður leyfa.
12.Borgarhólsskóli - Námsleyfi skólastjóra
Málsnúmer 202012061Vakta málsnúmer
Námsleyfi skólastjóra Borgarhólsskóla skólaárið 2021-2022.
Fræðslustjóri gerði fjölskylduráði grein fyrir því að samþykkt hefur verið að veita skólastjóra Borgarhólsskóla árs námsleyfi frá störfum n.k. skólaár. Fræðslufulltrúi mun kynna fyrir ráðinu hvernig afleysingu verður háttað þegar niðurstaða varðandi það liggur fyrir.
13.Athugasemdir frá foreldrafélagi Borgarhólsskóla vegna mötuneytis
Málsnúmer 202012092Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar er erindi stjórnar Foreldrafélags Borgarhólsskóla um starfsemi skólamötuneytis Húsavíkur.
Fjölskylduráð þakkar Foreldrafélagi Borgarhólsskóla fyrir erindið.
Fræðslufulltrúi kynnti erindið og svar sitt og yfirmatráðs við því. Stefnt er auknu samstarfi mötuneytisins og foreldrafélagsins og mun yfirmatráður funda reglulega með fulltrúum úr stjórn félagsins.
Fræðslufulltrúi kynnti erindið og svar sitt og yfirmatráðs við því. Stefnt er auknu samstarfi mötuneytisins og foreldrafélagsins og mun yfirmatráður funda reglulega með fulltrúum úr stjórn félagsins.
14.Umhverfisstefna Norðurþings
Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer
Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var m.a. bókað að drög að Umhverfisstefnu Norðurþings skyldu vera lögð fram til kynningar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar Silju Jóhannesdóttur, formanni skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings fyrir kynningu á umhverfisstefnu Norðurþings.
Fundi slitið - kl. 16:05.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 8 - 11.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 12 og 13.
Silja Jóhannesdóttir formaður skipulags- og framkvæmdaráðs sat fundinn undir lið 14.