Styrkir til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar
Málsnúmer 202101038
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 81. fundur - 11.01.2021
Rannís auglýsir styrkjamöguleika EES til samstarfsverkefna milli Íslands og Póllands á sviði menningarmála.
Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.
Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.
Ráðið sér sér ekki fært að sækja um styrkina á þessu ári þar sem umsóknartíminn er naumur í ár. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að skoða umræddan sjóð m.t.t. að sækja um að ári ef aðstæður leyfa.