Vatnsból vatnsveitu á Húsavík
Málsnúmer 202011024
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 213. fundur - 11.11.2020
í ljósi þeirra verkefna sem horft er til að staðsett verði á iðnaðarlóðum sunnan Húsavíkur, hefur verið óskað eftir kostnaðarmati frá verkfræðistofunni Vatnaskilum varðandi greiningu á möguleikum til aukinnar vatnstöku úr vatnsbóli Húsavíkur, austan og ofan bæjarins. Verði niðurstaða þeirrar greiningar jákvæð yrði með nokkuð hagkvæmum hætti, mögulegt að mæta fyrirsjáanlegri eftirspurn eftir neysluvatni/kælivatni að iðnaðarsvæði sunnan Húsavíkur með hækkun þrýstings í núverandi stofnlögn vatnsveitu.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til verkefnisins og hvort halda skuli áfram á þeim nótum sem þar er lagt upp með.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til verkefnisins og hvort halda skuli áfram á þeim nótum sem þar er lagt upp með.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. telur mikilvægt að fyrir liggi mat á afkastagetu vatnsbóls ofan Húsavíkur og samþykkir að ganga til samninga við verfræðistofuna Vatnaskil varðandi greiningar á þeim málum.