Áskorun frá Geosea ehf. vegna reksturs veitukerfa á Höfða
Málsnúmer 202011026
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 213. fundur - 11.11.2020
Fyrir liggur erindi frá rekstrarstjóra Geosea ehf., Sólveigu Ásu Arnarsdóttur í tengslum við rekstur veitukerfa OH á Höfða og vaxandi vandamála vegna gasútskiljunar í veitulögn frá holu HU-01.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu veitumála í tengslum við gasútskiljun í lögnum að Sjóböðum. Unnið er að úrbótum sem felast í því að gasið verði rekið til baka í gasskiljuna við holu HU-01 og standa vonir til þess að með þeirri aðgerð verði hægt að leysa vandamálið með sjálfvirkum hætti.