Ósk um afnot af lýsistönkum á Raufarhöfn.
Málsnúmer 202011093
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020
Strandverðir Íslands óska eftir afnotum af gömlum lýsistönkunum á Raufarhöfn undir fyrirhugaða starfsemi samtakanna sem snýr að endurvinnslu á plasti.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 88. fundur - 02.02.2021
Fyrir liggur umsögn frá hverfisráðinu á Raufarhöfn í tengslum við ósk Strandvarða Íslands varðandi afnot af lýsistönkum á Raufarhöfn undir endurvinnslu á plastúrgangi. Erindi Strandvarða Íslands var tekið fyrir á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og var þá vísað til umsagnar til hverfisráðs Raufarhafnar. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til fyrrnefndrar nýtingar lýsistanka á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar beiðni um afnot af lýsistönkum með vísan í umsögn hverfisráðs.
Ráðið beinir erindinu til hverfisráðs Raufarhafnar til umsagnar.