Hvalamiðstöðin á Húsavík ehf. - möguleg slit á félagi
Málsnúmer 202011129
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020
Borist hefur erindi frá Evu Björk Káradóttur, framkvæmdastjóra Hvalasafnsins, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins til að slíta einkahlutafélaginu Hvalamiðstöðinni á Húsavík ehf. Norðurþing á 34,39% eignarhlut í félaginu en enginn rekstur hefur verið í því síðastliðið ár.
Byggðarráð samþykkir að slíta félaginu og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.