Endurmalbikun á Mararbraut ofan bakka.
Málsnúmer 202011131
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020
Fyrir liggur erindi frá Sæbirni Árna varðandi óásættanlegt ástand Mararbrautar ofan bakka og þá slysahættu sem hlotist getur af ef ekkert verður að gert. Hjólför eru mun dýpri en eðlilegt getur talist og þær holufyllingar sem ráðist hefur verið í skapa bæði slysahættu ásamt því að valda ótímabæru tjóni á ökutækjum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en bendir á að þessi vegur er á framfæri Vegagerðarinnar og ráðið mun beita sér fyrir umbótum í samvinnu við veghaldara.