Saltvík ehf. óskar eftir lóð undir frístundabyggð
Málsnúmer 202011132
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020
Saltvík ehf. óskar eftir landi undir frístundahúsabyggð vestan þjóðvegar norður af vegslóða niður í Saltvík eins og nánar er sýnt á uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna tillögu að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021
Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna tillögu að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags fyrir svæðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna tillögu að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags fyrir svæðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.