Uppsögn leigusamninga á Aðalbraut 16 - 22
Málsnúmer 202012017
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020
Húsnæði Norðurþings að Aðalbraut 16-22 á Raufarhöfn hefur til langs tíma verið leigt út sem geymsluhúsnæði og hefur af fjölmörgum aðilum verið nýtt í þeim tilgangi. Nú er ástand eignarinnar á þeim stað að hún heldur hvorki vatni né vindi, klæðning er víða ryðbrunnin og tekin að fjúka af eigninni og af þeim sökum m.a. er lýsing og önnur rafdrifin tæki innanhúss ýmist óstöðug eða ónýt og skapa tilheyrandi hættu.
Á þeim forsendum er óskað heimildar til uppsagnar á gildum leigusamningum að Aðaldbraut 16-22 á Raufarhöfn svo koma megi í veg fyrir afleidd tjón og mögulegar bótakröfur vegna þeirra. Gert er ráð fyrir að uppsagnir miðist við áramótin 2020-21 og að uppsagnafrestur verði þrír mánuðir.
Á þeim forsendum er óskað heimildar til uppsagnar á gildum leigusamningum að Aðaldbraut 16-22 á Raufarhöfn svo koma megi í veg fyrir afleidd tjón og mögulegar bótakröfur vegna þeirra. Gert er ráð fyrir að uppsagnir miðist við áramótin 2020-21 og að uppsagnafrestur verði þrír mánuðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leigusamningum verði sagt upp til samræmis við upplýsingar í inngangi.