Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Málsnúmer 202012140
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 349. fundur - 07.01.2021
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi þar sem fylgt er eftir áskorun sem send var á alla leik- og grunnskóla landsins þar sem skólarnir voru hvattir til að bjóða oftar eða að lágmarki einu sinni í viku upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur sína til að minnka kolefnisspor sitt. Í kjölfar áskorunarinnar skora samtökin á sveitarfélög að setja skýr markmið varðandi aukið framboð grænkerafæðis í skólum.
Fjölskylduráð - 92. fundur - 31.05.2021
Fjölskylduráð fjallar um opið bréf (barst 11.maí með tölvupósti) til sveitarfélaga frá Samtökum grænkera á Íslandi um skýr markmið er varða framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum.
Fjölskylduráð þakkar fyrir ábendinguna. Mötuneyti Norðurþings fara eftir viðmiðum Landlæknis.
Lagt fram til kynningar.