Drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um innleiðingu hringrásarhagkerfis.
Málsnúmer 202102029
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021
Vísað er til tilkynningar í samráðsgátt stjórnvalda frá 15. janúar sl. þar sem óskað er eftir umsögnum um ofangreind drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins.
Með frumvarpinu er stefnt að innleiðingu tilskipana Evrópuþingsins og ráðsins er fjalla um úrgang og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilskipanirnar hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn en í frumvarpinu kemur fram að rétt þyki að innleiða þær í ljósi þess hversu mikilvægt er að skapa sem fyrst skilyrði fyrir myndun svo kallaðs hringrásarhagkerfis í íslenskri löggjöf í því skyni að ýta undir endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og draga verulega úr myndun hans.
Samkvæmt frumvarpsdrögum eiga lagabreytingarnar að taki gildi strax 1. júlí nk. en ákvæði um ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á tilteknum plastvörum og veiðarfærum á plasti taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2023. Sveitarfélög hafi jafnframt frest til 1. júlí 2023 til að innleiða aðskilda sérsöfnun á pappír og pappa, plasti og málmum og innleiða breytingar á gjaldheimtu.
Með frumvarpinu er stefnt að innleiðingu tilskipana Evrópuþingsins og ráðsins er fjalla um úrgang og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilskipanirnar hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn en í frumvarpinu kemur fram að rétt þyki að innleiða þær í ljósi þess hversu mikilvægt er að skapa sem fyrst skilyrði fyrir myndun svo kallaðs hringrásarhagkerfis í íslenskri löggjöf í því skyni að ýta undir endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og draga verulega úr myndun hans.
Samkvæmt frumvarpsdrögum eiga lagabreytingarnar að taki gildi strax 1. júlí nk. en ákvæði um ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á tilteknum plastvörum og veiðarfærum á plasti taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2023. Sveitarfélög hafi jafnframt frest til 1. júlí 2023 til að innleiða aðskilda sérsöfnun á pappír og pappa, plasti og málmum og innleiða breytingar á gjaldheimtu.
Lagt fram til kynningar.