Söluheimild eigna: Þórseyri
Málsnúmer 202102062
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021
Verkefnastjóri á framkvæmdasviði og umsjónarmaður fasteigna Norðurþings óskar eftir söluheimild vegna fasteigna og lóðaréttinda sem ganga undir nafninu Þórseyri.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði söluheimild vegna fasteigna og lóðaréttinda sem ganga undir nafninu Þórseyri.
Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021
Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði söluheimild vegna fasteigna og lóðaréttinda sem ganga undir nafninu Þórseyri.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði söluheimild vegna fasteigna og lóðaréttinda sem ganga undir nafninu Þórseyri.
Til máls tók; Kristján.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 101. fundur - 06.07.2021
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort setja skuli í söluferli fasteignina Þórseyri í Kelduhverfi ásamt nýlega samþykktum lóðaréttindum eignarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja eignina í söluferli.