Deiliskipulag á Höfða
Málsnúmer 202103143
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 92. fundur - 23.03.2021
Nú liggur fyrir tillaga að skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags á Höfða á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna eins og hún var kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021
Nú er lokið kynningu á skipulagslýsingu deiliskipulags athafnasvæðis A2 á Höfða á Húsavík. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun telur ekki tilefni til að veita formlega umsögn um tillöguna. Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirlit gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna. Vegagerðin tilgreinir að færa verði legu jarðganga og 20 m öryggissvæði meðfram þeim á skipulagsuppdrátt. Skv. skipulagsreglugerð þarf að sýna veghelgunarsvæði á uppdrætti. Minjastofnun telur misskilnings gæta varðandi skráðar fornminjar á skipulagssvæðinu í skipulagslýsingunni. Minjavörður stefnir á að mæla upp fornleifar innan skipulagssvæðisins og meta hvort tilefni er til mótvægisaðgerða.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir og ábendingar. Tekið verður mið af þeim við framhald deiliskipulagsvinnunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis A2 á Höfða á Húsavík sem unnin er hjá Mannviti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn Norðurþings - 116. fundur - 21.09.2021
Á 105. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Benóný.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 112. fundur - 16.11.2021
Nú er lokið kynningu heildarendurskoðunar deiliskipulags á Höfða á Húsavík. Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum. 1) Minjastofnun, 2) Vegagerðinni, 3) Faglausn f.h. Gullmola ehf. og 4) Faglausn f.h. Gentle Giants.
1. Minjastofnun (bréf dags. 28. október 2021):
1.1: Gerð er athugasemd við missögn í texta 15. kafla greinargerðar um að ekki séu skráðar minjar innan skipulagssvæðisins.
1.2: Gerðar eru athugasemdir við að minjum matjurtagarðs hefur verið raskað innan skipulagssvæðis án samþykkis Minjastofnunar.
2. Vegagerðin (bréf dags. 15. nóvember 2021):
2.1: Vegagerðin fer fram á að jarðgöng og 20 m öryggissvæði meðfram þeim verði sýnd á skipulagsuppdrætti.
2.2: Setja þarf skilyrði í greinargerð um samráð við Vegagerðina vegna allra framkvæmda sem gætu haft áhrif á jarðgöng.
3. Faglausn f.h. Gullmola ehf (bréf dags. 10. nóvember 2021):
3.1: Óskað er eftir að byggingarreitur lóðar Höfða 10 verði stækkaður til norðurs til samræmis við samþykkt byggingaráform vegna matshluta 09.
3.2: Óskað er eftir því að byggingarreitur verði skilgreindur 3 m frá vesturmörkum lóðar við matshluta 08.
3.3: Óskað er eftir því að merkingum aðkomuleiða að Höfða 10 verði breytt til samræmis við tillögu lóðarhafa.
4. Faglausn f.h. Gentle Giants (bréf dags. 11. nóvember 2021):
4.1: Óskað er eftir því að lóðin að Höfða 3 verði stækkuð um 3 m til austurs inn á lóð Höfða 1.
4.2. Óskað er eftir því að lóðinni að Höfða 3 verði skipt í þrjár skv. tillögu lóðarhafa.
4.3. Óskað er eftir að byggingarreitur verði teiknaður til suðurs af skemmubyggingu Gentle Giants í línu við byggingarreiti trésmíðaverkstæðis innan sömu lóðar og Höfða 1.
Tillögur Skipulags- og framkvæmdaráðs að viðbrögðum Norðurþings vegna athugasemdanna:
1.1: Kafli 15 um fornminjar á skipulagssvæði verði lagaður til samræmis við ábendingu Minjastofnunar.
1.2: Skipulags- og framkvæmdaráð harmar röskun leifa matjurtagarðs á Höfða 14.
2.1: Lega jarðganga og öryggissvæði verði teiknað inn á uppdrátt til samræmis við ábendingu Vegagerðarinnar.
2.2: Sett verði í greinargerð deiliskipulagsins skilyrði um samráð við Vegagerðina vegna framkvæmda á skipulagssvæðinu sem kynnu að hafa áhrif á jarðgöngin.
3.1: Byggingarreitur Höfða 10 verði útvíkkaður til norðurs til samræmis við samþykkt skipulags- og framkvæmdaráðs frá 14. september s.l.
3.2: Miðað verði við að vesturmörk byggingarreits Höfða 10 við matshluta 08 verði 3 m frá lóðarmörkum.
3.3: Aðkomuleiðir að Höfða 10 verði teiknaðar á skipulagsuppdrátt til samræmis við óskir lóðarhafa.
4.1: Lóðarmörk milli Höfða 1 og Höfða 3 eru teiknuð inn á skipulagsuppdrátt til samræmis við þinglýsta lóðarleigusamninga beggja lóða. Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að leggja upp með breytingu á þeim lóðarmörkum í deiliskipulaginu.
4.2: Skipulags- og framkvæmdaráð telur rétt að skipta lóðinni að Höfða 3 upp í eignaskiptasamningi í samningum milli lóðarhafa fremur en í deiliskipulagi. Ráðið er því ekki reiðubúið að breyta deiliskipulagstillögunni vegna athugasemdarinnar.
4.3: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að suðurmörk byggingarreits vegna skemmu Gentle Giants verði færð í línu við aðra byggingarreiti á svæðinu.
Lagfæra þarf orðalag 2. og 4. kafla greinargerðar vegna núgildandi deiliskipulags sem samþykkt var í bæjarstjórn Húsavíkur þann 21. desember 1999. Gildistaka þess skipulags var auglýst í Stjórnartíðindum 25. janúar 2000. Gera þarf grein fyrir því, bæði á uppdrætti og í greinargerð, að núgildandi deiliskipulag falli úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Fella þarf út setningu í 7. kafla um að lóðin að Höfða 3 teljist fullbyggð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku breytts deiliskipulags.
1.1: Gerð er athugasemd við missögn í texta 15. kafla greinargerðar um að ekki séu skráðar minjar innan skipulagssvæðisins.
1.2: Gerðar eru athugasemdir við að minjum matjurtagarðs hefur verið raskað innan skipulagssvæðis án samþykkis Minjastofnunar.
2. Vegagerðin (bréf dags. 15. nóvember 2021):
2.1: Vegagerðin fer fram á að jarðgöng og 20 m öryggissvæði meðfram þeim verði sýnd á skipulagsuppdrætti.
2.2: Setja þarf skilyrði í greinargerð um samráð við Vegagerðina vegna allra framkvæmda sem gætu haft áhrif á jarðgöng.
3. Faglausn f.h. Gullmola ehf (bréf dags. 10. nóvember 2021):
3.1: Óskað er eftir að byggingarreitur lóðar Höfða 10 verði stækkaður til norðurs til samræmis við samþykkt byggingaráform vegna matshluta 09.
3.2: Óskað er eftir því að byggingarreitur verði skilgreindur 3 m frá vesturmörkum lóðar við matshluta 08.
3.3: Óskað er eftir því að merkingum aðkomuleiða að Höfða 10 verði breytt til samræmis við tillögu lóðarhafa.
4. Faglausn f.h. Gentle Giants (bréf dags. 11. nóvember 2021):
4.1: Óskað er eftir því að lóðin að Höfða 3 verði stækkuð um 3 m til austurs inn á lóð Höfða 1.
4.2. Óskað er eftir því að lóðinni að Höfða 3 verði skipt í þrjár skv. tillögu lóðarhafa.
4.3. Óskað er eftir að byggingarreitur verði teiknaður til suðurs af skemmubyggingu Gentle Giants í línu við byggingarreiti trésmíðaverkstæðis innan sömu lóðar og Höfða 1.
Tillögur Skipulags- og framkvæmdaráðs að viðbrögðum Norðurþings vegna athugasemdanna:
1.1: Kafli 15 um fornminjar á skipulagssvæði verði lagaður til samræmis við ábendingu Minjastofnunar.
1.2: Skipulags- og framkvæmdaráð harmar röskun leifa matjurtagarðs á Höfða 14.
2.1: Lega jarðganga og öryggissvæði verði teiknað inn á uppdrátt til samræmis við ábendingu Vegagerðarinnar.
2.2: Sett verði í greinargerð deiliskipulagsins skilyrði um samráð við Vegagerðina vegna framkvæmda á skipulagssvæðinu sem kynnu að hafa áhrif á jarðgöngin.
3.1: Byggingarreitur Höfða 10 verði útvíkkaður til norðurs til samræmis við samþykkt skipulags- og framkvæmdaráðs frá 14. september s.l.
3.2: Miðað verði við að vesturmörk byggingarreits Höfða 10 við matshluta 08 verði 3 m frá lóðarmörkum.
3.3: Aðkomuleiðir að Höfða 10 verði teiknaðar á skipulagsuppdrátt til samræmis við óskir lóðarhafa.
4.1: Lóðarmörk milli Höfða 1 og Höfða 3 eru teiknuð inn á skipulagsuppdrátt til samræmis við þinglýsta lóðarleigusamninga beggja lóða. Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að leggja upp með breytingu á þeim lóðarmörkum í deiliskipulaginu.
4.2: Skipulags- og framkvæmdaráð telur rétt að skipta lóðinni að Höfða 3 upp í eignaskiptasamningi í samningum milli lóðarhafa fremur en í deiliskipulagi. Ráðið er því ekki reiðubúið að breyta deiliskipulagstillögunni vegna athugasemdarinnar.
4.3: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að suðurmörk byggingarreits vegna skemmu Gentle Giants verði færð í línu við aðra byggingarreiti á svæðinu.
Lagfæra þarf orðalag 2. og 4. kafla greinargerðar vegna núgildandi deiliskipulags sem samþykkt var í bæjarstjórn Húsavíkur þann 21. desember 1999. Gildistaka þess skipulags var auglýst í Stjórnartíðindum 25. janúar 2000. Gera þarf grein fyrir því, bæði á uppdrætti og í greinargerð, að núgildandi deiliskipulag falli úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Fella þarf út setningu í 7. kafla um að lóðin að Höfða 3 teljist fullbyggð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku breytts deiliskipulags.
Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021
Á 112. fundi skipulags og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku breytts deiliskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku breytts deiliskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.