Endurnýjun Iseki sf 230 sláttuvélar á Raufarhöfn
Málsnúmer 202103172
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 93. fundur - 30.03.2021
Þjónustumiðstöð Norðurþings óskar eftir fjárheimild til endurnýjunar slátturvélar fyrir áhaldahús á Raufarhöfn. Áhaldahúsið þar sinnir hirðingu opinna svæða og annarra bæði á Raufarhöfn og á Kópaskeri, en sú vél sem í notkun er og óskað er endurnýjunar á er af gerðinni Iseki sf230 árg. 2000. Sú vél hefur skilað sínu og gott betur, en töluverð vandræði fylgja því að nálgast nauðsynlega varahluti svo mögulegt sé að halda vélinni í rekstri.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2022.