Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri
Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var farið yfir þær athugasemdir sem bárust við kynningu tillögu að deiliskipulagi fiskeldis í Núpsmýri.
Eftirfarandi eru athugasemdir við auglýsta deiliskipulagstillögu og tillögur skipulags- og framkvæmdaráðs til sveitarstjórnar um viðbrögð við þeim.
1. Skipulagsstofnun, bréf dags. 25. febrúar 2021.
a) Sýna þarf legu drenlagnar vegna vatnsöflunar úr sjó. Æskilegt væri að skipulagssvæðið næði yfir legu drenlagnar með vísan til gr. 5.3.1 í skipulagsreglugerð.
Viðbrögð: Skipulagstillaga þessi snýr eingöngu að uppbyggingu á eignarlóð fiskeldisins í Núpsmýri. Ráðið tekur undir að heppilegra hefði verið að leggja upp með að skipulagssvæðið næði til sjótökusvæðisins einnig. Sjótökusvæðið er á jörð í einkaeigu og skv. upplýsingum ráðsins standa yfir samningaumleitanir til að tryggja fiskeldinu frekari afnot af svæðinu. Ráðið telur ekki heppilegt að tefja feril þessarar skipulagstillögu með því að bæta við ítarlegri umfjöllun um sjótökuna. Lega sjólagna verður þó sýnd á yfirlitsmynd.
b) Gera þarf grein fyrir fyrirhugaðri stækkun eldisrýmis í samræmi við tilkynningargögn.
Viðbrögð: Bætt verði við upplýsingum um magntölur í greinargerð skipulagstillögunnar.
2. Umhverfisstofnun, bréf dags. 15. mars 2021.
a) Umhverfisstofnun telur æskilegt að afmörkun deiliskipulagsins nái að sjótökusvæði við sjávarmál.
Viðbrögð: Sjá 1a.
b) Umhverfisstofnun telur mikilvægt að fjallað sé ítarlegar um fjölgun drena sem fyrirhuguð eru og að fjallað verði um umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að bæta við frekari umfjöllun um fjölgun drena á sjótökusvæði á þessu stigi enda séu þau utan þess svæðis sem deiliskipulagið nær til sbr. 1a. Horft er til þess að fjallað verði um umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar í tengslum við leyfisveitingar vegna uppbyggingar og nýtingar sbr. 2e hér að neðan.
c) Umhverfisstofnun vekur athygli á að vísað er í eldri náttúruverndarlög nr. 44/1999 sem fallin eru úr gildi og að vísa ætti til gildandi laga nr. 60/2013.
Viðbrögð: Tilvísun í náttúruverndarlög verður leiðrétt.
d) Umhverfisstofnun bendir á að unnið er að innleiðingu laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Stofnunin telur mikilvægt að tekið sé tillit til ákvæða laganna í tillögunni. Þungamiðjan í lögum um stjórn vatnamála er sú krafa að öll vatnshlot skulu vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi, góðu efnafræðilegu ástandi og hafa góða magnstöðu ásamt þeirri kröfu að vatnsgæði rýrni ekki.
Viðbrögð: Skýrara verður gert í greinargerð skipulagsins að ekki verði um frekari röskun á votlendi við Núpsvatn en orðið er og að ekki standi til að auka vatnstöku ferskvatns. Ennfremur verði bætt í umhverfisskýrslu greinargerðar upplýsingum um áætlun vöktunar á ástandi Núpsvatns sem taki til vatnsstöðu, gæða vatns og lífríkis.
e) Umhverfisstofun minnir á að sjótaka er leyfisskyld og að sækja þarf um nýtingarleyfi til Orkustofnunar. Tryggja þarf að ástand grunnvatnshlots versni ekki en mat á því hvort jarðsjávartaka hafi neikvæð áhrif á grunnvatnsstöðu er tekin við leyfisveitingu stjórnvalds (OS).
Viðbrögð: Eins og áður kemur fram er ekki horft til þess að fjalla nánar um sjótöku í þessu deiliskipulagi sem eingöngu nær til eignarlóðar fiskeldisins (sjá 1a). Gera verður ráð fyrir að umfjöllun um stöðu grunnvatnshlots og umhverfisáhrif sjódælingar fari fram þegar fjallað verður um leyfi til sjótökunnar og uppbyggingar mannvirkja þar að lútandi.
f) Umhverfisstofnun vekur athygli á að ef tillagan gerir ráð fyrir röskun á votlendi þurfi að rökstyðja þá ákvörðun og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu.
Viðbrögð: Skipulagstillagan gerir sérstaklega ráð fyrir að raska ekki frekar votlendi innan lóðarinnar og gefur athugasemdin því ekki tilefni til viðbragða.
g) Umhverfisstofnun bendir á að skylt er að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, vegna allra framkvæmda sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar, sbr. skipulagslög og lög um mannvirki. Við mat á leyfisumsókn ber að vega saman mikilvægi náttúruminjanna sem í húfi eru og hagsmuni af fyrirhugaðari framkvæmd.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að skipulagstillagan feli ekki í sér heimildir til röskunar á svæðum sem njóta sérstakrar verndar og gefur athugasemdin því ekki tilefni til viðbragða.
3. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 3. mars 2021.
a) Minjastofnun telur mikilvægt að fimm tóftir í landi Daðastaða, nærri fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, verði merktar á meðan á framkvæmdum stendur til að koma í veg fyrir að þær raskist vegna vangár.
Viðbrögð: Lóð fiskeldisins er skýrlega afmörkuð með girðingu á landamerkjum við Daðastaði. Við framkvæmdir verður til þess horft að þær verði alfarið innan lóðar fiskeldis og muni þannig alls ekki hafa áhrif á skráðar fornminjar í landi Daðastaða. Skipulags- og framkvæmdaráð telur því ekki tilefni til að gera breytingu á deiliskipulaginu vegna ábendingarinnar.
4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, bréf dags. 27. janúar 2021.
a) HNE bendir á mikilvægi þess að setja upp hreinsibúnað á frárennsli og leggja af settjarnir.
Viðbrögð: Í ljósi athugasemdar/ábendingar Heilbrigðiseftirlitsins hefur Samherji fiskeldi óskað eftir breytingu á byggingarreit frá kynntri tillögu þannig að unnt verði að byggja upp hreinsistöð norðvestanvert á lóðinni sbr. 9a. Í deiliskipulaginu verði umfjöllun um uppbyggingu hreinsistöðvar sem komi í stað núverandi settjarna.
5. Vegagerðin, bréf dags. 11. mars 2021.
a) Vegagerðin hefur samþykkt að jarðvegsmön verði að hluta til innan veghelgunarsvæðis eins og fram kemur í skipulagsgögnum. Vegagerðin bendir á að leyfi Vegagerðarinnar þarf ef ætlunin sé að setja upp upplýsinga- eða auglýsingaskilti innan veghelgunarsvæðis.
Viðbrögð: Af hálfu lóðarhafa er ekki reiknað með neinum skiltum innan veghelgunarsvæðisins. Sett verði inn setning í kafla 4.3 greinargerðar um að afla verði leyfis Vegagerðarinnar fyrir upplýsinga og/eða auglýsingaskiltum innan veghelgunarsvæðis.
6. Náttúrufræðistofnun, tölvupóstur dags. 12. mars 2021.
a) Náttúrufræðistofnun minnir á að Núpsvatn nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Viðbrögð: Í kafla 5.5.2 er þess getið að Núpsvatn njóti sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd. Skipulags- og framkvæmdaráð telur rétt að láta það einnig koma fram í inngangi í kafla 2.2.
b) Núpsvatn og Núpsmýri eru nærri verndarsvæði við Öxarfjörð skv. tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands til B-hluta náttúruminjaskrár. Stofnunin telur að Núpsvatn og Núpsmýri ættu með réttu að tilheyra þessu mikilvæga fuglasvæði og þess að vænta að það verði leiðrétt við næstu endurskoðun. Á Núpsvatni og nærliggjandi votlendi sjást iðulega stórir hópar anda, þ.m.t. allt að 400 grafendur sem er umtalsverður hluti íslenska stofnsins. Það er því rík ástæða til að hlífa þessu svæði við framkvæmdum.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að hlífa mikilvægu votlendi við Núpsvatn og telur ákvæði deiliskipulagstillögunnar endurspegla vilja landeiganda og rekstraraðila til að vernda votlendið. Ráðið telur rétt að í kafla 5.5.2 verði umfjöllun um nálægð svæðisins við tillögur Náttúrufræðistofnunar til B-hluta náttúruminjaskrár.
7. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, bréf dags. 8. mars 2021.
a) Náttúruverndarnefnd telur að bæði Núpsvatn og Núpsmýri njóti sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ekki er tilgreint í greinargerð deiliskipulagstillögunnar að Núpsmýri falli undir verndarákvæði náttúruverndarlaga.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að votlendi í Núpsmýri njóti verndar skv. ákvæðum náttúruverndarlaga og verður umfjöllun þar að lútandi bætt við köflum 2.2 og 5.5.2. Ráðið áréttar þó að það telur fyrirhugað framkvæmdasvæði fiskeldisins aðeins að óverulegu leiti votlendi.
b) Lóð fiskeldisins er á jaðri landsvæðis sem er á náttúruminjaskrá, þ.e. votlendi við Öxarfjörð. Ekki sé minnst á það í greinargerð að fiskeldið sé á svæði sem er innan núverandi náttúruminjaskrár eða í nágrenni við svæði á B-hluta náttúruminjaskrár.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að iðnaðarsvæðið í Núpsmýri sé innan svæðis á náttúruminjaskrá en aukið verður við umfjöllun í greinargerð um nálægð skipulagssvæðisins við svæði á náttúruminjaskrá. Ráðið telur rétt að í kafla 5.5.2 verði umfjöllun um nálægð svæðisins við tillögur Náttúrufræðistofnunar til B-hluta náttúruminjaskrár.
c) Náttúruverndarnefnd gerir athugasemdir við að ekki sé vísað í heimildir í greinargerð hvað varðar umfjöllun um þornun lands á svæðinu á undanförnum áratugum.
Viðbrögð: Skýrar verður gert fyrir fyrir heimildum greinargerðar.
d) Náttúruverndarnefnd telur að gera þurfi mælingar á vatnsyfirborði svæðisins fyrir stækkun stöðvar og yfirborðs hæð síðan vöktuð samhliða öðrum vöktunum.
Viðbrögð: Í ljósi forsögunnar tekur skipulags- og framkvæmdaráð undir sjónarmið um að vakta þurfi vatnsstöðu Núpsvatns sérstaklega í tengslum við reksturs fiskeldis á svæðinu. Gerð verður grein fyrir fyrirhugaðri vöktun Núpsvatns í greinargerð.
e) Náttúruverndarnefnd efast um skilvirkni þess öryggiskerfis sem koma á í veg fyrir að dauðir fiskar komist út með frárennsli í Brunná. Ennfremur bendi ríkulegt fuglalíf á Brunná neðan fiskeldis til þess að lífrænt efni fari í talsverðum mæli frá fiskeldinu í Brunná.
Viðbrögð: Fiskeldinu er ætlað að fylgja ströngum skilmálum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar vegna fráveitu og viðhafa vöktunaráætlun skv. starfsleyfi. Í því felast reglubundnar mælingar á lífrænum efnum og svifögnum í frárennsli. Gerð verður grein fyrir vöktunaráætluninni í greinargerð.
f) Náttúruverndarnefnd telur eðlilegt að gera í deiliskipulaginu grein fyrir skilgreindum uppgræðslusvæðum þar sem reiknað er með að nýta úrgang frá fiskeldinu til landgræðslu.
Viðbrögð: Nýting lífrænna næringarefna úr settjörnum hefur verið unnin í samstarfi við Landgræðsluna og landeigendur á viðkomandi svæði hverju sinni og með samþykki Umhverfisstofnunar. Uppgræðslusvæði má sjá á kortavef Landgræðslunnar. Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til að skilgreina þá nýtingu seyru nánar í deiliskipulagi iðnaðarlóðar í Núpsmýri.
g) Náttúruverndarnefnd nefnir að nefndarmönnum hafi borist orðrómur um að einhver losun eigi sér stað frá fiskeldinu í Núpsvatn. Gera þurfi grein fyrir því hvernig komið verði í veg fyrir að einhver efni berist frá fiskeldinu út í Núpsvatn, bæði vegna framkvæmda við uppbyggingu sem og í rekstri fiskeldisins. Eðlilegt sé að ástand Núpsvatns verði vaktað og gerðar nauðsynlegar mælingar fyrir og eftir stækkun fiskeldisins.
Viðbrögð: Ljóst má vera að deiliskipulagstillagan gengur út frá að ekkert frárennsli sé frá fiskeldinu að Núpsvatni. Bætt verður við umfjöllun um fyrirhugaða vöktun á Núpsvatni í greinargerð.
h) Náttúruverndarnefnd telur að lyktarmengun stafi af settjörnum fiskeldisins. Ekki sé fjallað um þau umhverfisáhrif í deiliskipulagstillögunni.
Viðbrögð: Bætt verður við umfjöllun um lyktarmengun vegna settjarna í greinargerð. Í greinargerð verður einnig umfjöllun um fyrirhugaða hreinsistöð innan lóðarinnar þar sem lífrænar agnir verða síaðar úr fráveituvatni áður en það er losað í Brunná. Ekki er fyrirséð lyktarmengum af hreinsistöðinni.
i) Náttúruverndarnefnd gagnrýnir umfjöllun um fábreytt gróðurlendi á iðnaðarlóðinni. Þvert á móti gefi lýsing á gróðri og meðfylgjandi ljósmyndir til kynna að svæðið sé ágætlega gróið. Náttúruverndarnefnd telur að gera þurfi betri grein fyrir gróðri svæðisins í deiliskipulagi.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á sjónarmið um að orðalag greinar 5.5.3 gefur í skyn að gróðurfar á iðnaðarsvæðinu sé fábreyttari en tilefni er til. Orðalag greinarinnar verður mildað hvað það varðar. Rétt er engu að síður að hafa í huga að svæði innan byggingarreits lóðarinnar skv. skipulagstillögunni hefur að stærstum hluta verið raskað í tengslum við rekstur fiskeldis á lóðinni undanfarna áratugi. Flatarmál þess lítt/óraskaða lands sem raskað verður vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar er af stærðargráðunni einn hektari (ha). Heildarflötur sambærilegs kjörlendis á flatlendi umhverfis Núpsvatns er hinsvegar um 220 ha auk vatnsins sjálfs sem er yfir 30 ha að flatarmáli.
j) Í greinargerð skipulagstillögu kemur fram að ekki hafi verið gerð sérstök úttekt á fuglavarpi innan iðnaðarlóðarinnar. Slík úttekt hefði gefið upplýsingar um hvort þar verptu fuglategundir á válista. Ekki er nægilegt að fjalla eingöngu um varpfugla á skipulagssvæðinu, enda getur svæðið verið fuglum mikilvægt utan varptíma. Í því samhengi er vísað til að þess að á Núpsvatni hafi sést hundruðir grafanda sem telji þannig verulegan hluta af íslenskum stofni tegundarinnar. Náttúruverndarnefnd telur að gera þurfi betri grein fyrir fuglalífi svæðisins og áhrifum eldisins á fuglalíf.
Viðbrögð: Eins og áður hefur komið fram felur skipulagstillagan í sér röskun á um 1 ha landi sem lítt hefur verið raskað áður af um 220 ha í sambærilegu kjörlendi í Daðastaðamýri og Núpsmýri. Það vill svo til að fuglaáhugamenn á svæðinu hafa fylgst nokkuð náið með fuglalífi umhverfis fiskeldisstöðina og á Núpsvatni um áratugaskeið. Áhugi fuglaáhugamanna helgast raunar af því að starfsemi af þessu tagi laðar að sér ríkulegt fuglalíf sem annars væri ekki á svæðinu. M.a. er að finna umtalsverð gögn um fuglaathuganir á svæðinu í gagnagrunni Ebird. Ekki verður af gögnum séð að þær athuganir gefi tilefni til að ætla að mikilvægum viðkomustöðum fugla verði raskað vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar innan skipulagssvæðisins. Skipulags- og framkvæmdaráð telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breyting á skipulagstillögunni.
k) Náttúruverndarnefnd leggur áherslu á mælt verði núverandi ástand mikilvægra umhverfisþátta sem fiskeldið getur haft áhrif á og því síðan fylgt eftir með skipulegri vöktun samhliða rekstri stöðvarinnar.
Viðbrögð: Gerð verður grein fyrir vöktun umhverfis í greinargerð skipulagstillögunnar eins og ítrekað hefur komið fram.
l) Náttúruverndarnefnd telur tilvísanir í heimildir skipulagsgreinargerðar ófullnægjandi og nefndir jafnframt að vísað er í eldri náttúruverndarlög sem fallin eru úr gildi. Ekki er vísað með tilhlýðilegum hætti í válista plantna og dýra.
Viðbrögð: Farið verður yfir tilvísanir í heimildir og lög og þær lagfærðar.
8. Gunnar Einarsson á Daðastöðum, bréf dags. 14. febrúar 2021.
a) Gunnar telur að framkvæmdaaðili muni ætla að stórauka dælingu á grunnvatni úr borholum innan lóðar og harmar að ekkert eftirlit sé með magni grunnvatns sem dælt er upp.
Viðbrögð: Í skipulagstillögunni er sérstaklega tiltekið að ekki sé gert ráð fyrir aukinni dælingu ferskvatns undan lóðinni vegna fyrirhugaðrar aukningar eldisins. Ferskvatn verður endurnýtt í mun meira en áður hefur verið gert og allri aukinni vatnsþörf verður mætt með sjódælingu. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
b) Gunnar telur að eftirlit með starfsemi fiskeldisins hingað til hafi verið verulega ábótavant.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að eftirlit með starfsemi sem þessari sé fullnægjandi en telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
c) Gunnar segir að Daðastaðamýrin hafi áður verið einstök náttúruperla þar sem grunnvatn bullaði upp á ótal stöðum en að grunnvatnsborð hafi lækkað verulega síðan fiskeldi hófst í mýrinni.
Viðbrögð: Það virðist ekki um deilt að grunnvatnsborð hafi lækkað í votlendi við Núpsvatn á undanförnum áratugum. Á hinn bóginn er ljóst að ekki eru allir sammála um ástæður þeirrar lækkunar. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar deiliskipulagstillögunnar.
d) Gunnar telur rangt með farið í greinargerð að land á framkvæmdasvæði sé mýri með lágu birkikjarri. Í ljósi þess að 4 m séu niður á grunnvatn geti svæðið ekki flokkast sem mýri og viðarvöxtur á svæðinu sé loðvíðir fremur en birki.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Gunnars um að fyrirhugað framkvæmdasvæði geti ekki flokkast sem mýri og verður það lagfært í greinargerð. Umfjöllun greinargerðar um gróðurfar verður lagfærður til samræmis við ábendingar.
9. Samherji fiskeldi, bréf ódags. sem barst í tölvupósti 8. mars 2021.
a) Í ljósi athugasemdar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra óskar Samherji Fiskeldi eftir því að byggingarreitur verði stækkaður til norðurs en minnkaður að sama flatarmáli úr suðri. Þannig verði sköpuð rýmildi til uppbyggingar hreinsistöðvar í norðvesturhorni lóðarinnar þar sem hún sé heppilegast staðsett.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á þessa hliðrun byggingarreits innan lóðarinnar. Bætt verði í greinargerð texta um hreinsistöð í norðvesturhluta lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna ofangreindar breytingar á deiliskipulagstillögunni og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.
1. Skipulagsstofnun, bréf dags. 25. febrúar 2021.
a) Sýna þarf legu drenlagnar vegna vatnsöflunar úr sjó. Æskilegt væri að skipulagssvæðið næði yfir legu drenlagnar með vísan til gr. 5.3.1 í skipulagsreglugerð.
Viðbrögð: Skipulagstillaga þessi snýr eingöngu að uppbyggingu á eignarlóð fiskeldisins í Núpsmýri. Ráðið tekur undir að heppilegra hefði verið að leggja upp með að skipulagssvæðið næði til sjótökusvæðisins einnig. Sjótökusvæðið er á jörð í einkaeigu og skv. upplýsingum ráðsins standa yfir samningaumleitanir til að tryggja fiskeldinu frekari afnot af svæðinu. Ráðið telur ekki heppilegt að tefja feril þessarar skipulagstillögu með því að bæta við ítarlegri umfjöllun um sjótökuna. Lega sjólagna verður þó sýnd á yfirlitsmynd.
b) Gera þarf grein fyrir fyrirhugaðri stækkun eldisrýmis í samræmi við tilkynningargögn.
Viðbrögð: Bætt verði við upplýsingum um magntölur í greinargerð skipulagstillögunnar.
2. Umhverfisstofnun, bréf dags. 15. mars 2021.
a) Umhverfisstofnun telur æskilegt að afmörkun deiliskipulagsins nái að sjótökusvæði við sjávarmál.
Viðbrögð: Sjá 1a.
b) Umhverfisstofnun telur mikilvægt að fjallað sé ítarlegar um fjölgun drena sem fyrirhuguð eru og að fjallað verði um umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að bæta við frekari umfjöllun um fjölgun drena á sjótökusvæði á þessu stigi enda séu þau utan þess svæðis sem deiliskipulagið nær til sbr. 1a. Horft er til þess að fjallað verði um umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar í tengslum við leyfisveitingar vegna uppbyggingar og nýtingar sbr. 2e hér að neðan.
c) Umhverfisstofnun vekur athygli á að vísað er í eldri náttúruverndarlög nr. 44/1999 sem fallin eru úr gildi og að vísa ætti til gildandi laga nr. 60/2013.
Viðbrögð: Tilvísun í náttúruverndarlög verður leiðrétt.
d) Umhverfisstofnun bendir á að unnið er að innleiðingu laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Stofnunin telur mikilvægt að tekið sé tillit til ákvæða laganna í tillögunni. Þungamiðjan í lögum um stjórn vatnamála er sú krafa að öll vatnshlot skulu vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi, góðu efnafræðilegu ástandi og hafa góða magnstöðu ásamt þeirri kröfu að vatnsgæði rýrni ekki.
Viðbrögð: Skýrara verður gert í greinargerð skipulagsins að ekki verði um frekari röskun á votlendi við Núpsvatn en orðið er og að ekki standi til að auka vatnstöku ferskvatns. Ennfremur verði bætt í umhverfisskýrslu greinargerðar upplýsingum um áætlun vöktunar á ástandi Núpsvatns sem taki til vatnsstöðu, gæða vatns og lífríkis.
e) Umhverfisstofun minnir á að sjótaka er leyfisskyld og að sækja þarf um nýtingarleyfi til Orkustofnunar. Tryggja þarf að ástand grunnvatnshlots versni ekki en mat á því hvort jarðsjávartaka hafi neikvæð áhrif á grunnvatnsstöðu er tekin við leyfisveitingu stjórnvalds (OS).
Viðbrögð: Eins og áður kemur fram er ekki horft til þess að fjalla nánar um sjótöku í þessu deiliskipulagi sem eingöngu nær til eignarlóðar fiskeldisins (sjá 1a). Gera verður ráð fyrir að umfjöllun um stöðu grunnvatnshlots og umhverfisáhrif sjódælingar fari fram þegar fjallað verður um leyfi til sjótökunnar og uppbyggingar mannvirkja þar að lútandi.
f) Umhverfisstofnun vekur athygli á að ef tillagan gerir ráð fyrir röskun á votlendi þurfi að rökstyðja þá ákvörðun og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu.
Viðbrögð: Skipulagstillagan gerir sérstaklega ráð fyrir að raska ekki frekar votlendi innan lóðarinnar og gefur athugasemdin því ekki tilefni til viðbragða.
g) Umhverfisstofnun bendir á að skylt er að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, vegna allra framkvæmda sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar, sbr. skipulagslög og lög um mannvirki. Við mat á leyfisumsókn ber að vega saman mikilvægi náttúruminjanna sem í húfi eru og hagsmuni af fyrirhugaðari framkvæmd.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að skipulagstillagan feli ekki í sér heimildir til röskunar á svæðum sem njóta sérstakrar verndar og gefur athugasemdin því ekki tilefni til viðbragða.
3. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 3. mars 2021.
a) Minjastofnun telur mikilvægt að fimm tóftir í landi Daðastaða, nærri fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, verði merktar á meðan á framkvæmdum stendur til að koma í veg fyrir að þær raskist vegna vangár.
Viðbrögð: Lóð fiskeldisins er skýrlega afmörkuð með girðingu á landamerkjum við Daðastaði. Við framkvæmdir verður til þess horft að þær verði alfarið innan lóðar fiskeldis og muni þannig alls ekki hafa áhrif á skráðar fornminjar í landi Daðastaða. Skipulags- og framkvæmdaráð telur því ekki tilefni til að gera breytingu á deiliskipulaginu vegna ábendingarinnar.
4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, bréf dags. 27. janúar 2021.
a) HNE bendir á mikilvægi þess að setja upp hreinsibúnað á frárennsli og leggja af settjarnir.
Viðbrögð: Í ljósi athugasemdar/ábendingar Heilbrigðiseftirlitsins hefur Samherji fiskeldi óskað eftir breytingu á byggingarreit frá kynntri tillögu þannig að unnt verði að byggja upp hreinsistöð norðvestanvert á lóðinni sbr. 9a. Í deiliskipulaginu verði umfjöllun um uppbyggingu hreinsistöðvar sem komi í stað núverandi settjarna.
5. Vegagerðin, bréf dags. 11. mars 2021.
a) Vegagerðin hefur samþykkt að jarðvegsmön verði að hluta til innan veghelgunarsvæðis eins og fram kemur í skipulagsgögnum. Vegagerðin bendir á að leyfi Vegagerðarinnar þarf ef ætlunin sé að setja upp upplýsinga- eða auglýsingaskilti innan veghelgunarsvæðis.
Viðbrögð: Af hálfu lóðarhafa er ekki reiknað með neinum skiltum innan veghelgunarsvæðisins. Sett verði inn setning í kafla 4.3 greinargerðar um að afla verði leyfis Vegagerðarinnar fyrir upplýsinga og/eða auglýsingaskiltum innan veghelgunarsvæðis.
6. Náttúrufræðistofnun, tölvupóstur dags. 12. mars 2021.
a) Náttúrufræðistofnun minnir á að Núpsvatn nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Viðbrögð: Í kafla 5.5.2 er þess getið að Núpsvatn njóti sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd. Skipulags- og framkvæmdaráð telur rétt að láta það einnig koma fram í inngangi í kafla 2.2.
b) Núpsvatn og Núpsmýri eru nærri verndarsvæði við Öxarfjörð skv. tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands til B-hluta náttúruminjaskrár. Stofnunin telur að Núpsvatn og Núpsmýri ættu með réttu að tilheyra þessu mikilvæga fuglasvæði og þess að vænta að það verði leiðrétt við næstu endurskoðun. Á Núpsvatni og nærliggjandi votlendi sjást iðulega stórir hópar anda, þ.m.t. allt að 400 grafendur sem er umtalsverður hluti íslenska stofnsins. Það er því rík ástæða til að hlífa þessu svæði við framkvæmdum.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að hlífa mikilvægu votlendi við Núpsvatn og telur ákvæði deiliskipulagstillögunnar endurspegla vilja landeiganda og rekstraraðila til að vernda votlendið. Ráðið telur rétt að í kafla 5.5.2 verði umfjöllun um nálægð svæðisins við tillögur Náttúrufræðistofnunar til B-hluta náttúruminjaskrár.
7. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, bréf dags. 8. mars 2021.
a) Náttúruverndarnefnd telur að bæði Núpsvatn og Núpsmýri njóti sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ekki er tilgreint í greinargerð deiliskipulagstillögunnar að Núpsmýri falli undir verndarákvæði náttúruverndarlaga.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að votlendi í Núpsmýri njóti verndar skv. ákvæðum náttúruverndarlaga og verður umfjöllun þar að lútandi bætt við köflum 2.2 og 5.5.2. Ráðið áréttar þó að það telur fyrirhugað framkvæmdasvæði fiskeldisins aðeins að óverulegu leiti votlendi.
b) Lóð fiskeldisins er á jaðri landsvæðis sem er á náttúruminjaskrá, þ.e. votlendi við Öxarfjörð. Ekki sé minnst á það í greinargerð að fiskeldið sé á svæði sem er innan núverandi náttúruminjaskrár eða í nágrenni við svæði á B-hluta náttúruminjaskrár.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að iðnaðarsvæðið í Núpsmýri sé innan svæðis á náttúruminjaskrá en aukið verður við umfjöllun í greinargerð um nálægð skipulagssvæðisins við svæði á náttúruminjaskrá. Ráðið telur rétt að í kafla 5.5.2 verði umfjöllun um nálægð svæðisins við tillögur Náttúrufræðistofnunar til B-hluta náttúruminjaskrár.
c) Náttúruverndarnefnd gerir athugasemdir við að ekki sé vísað í heimildir í greinargerð hvað varðar umfjöllun um þornun lands á svæðinu á undanförnum áratugum.
Viðbrögð: Skýrar verður gert fyrir fyrir heimildum greinargerðar.
d) Náttúruverndarnefnd telur að gera þurfi mælingar á vatnsyfirborði svæðisins fyrir stækkun stöðvar og yfirborðs hæð síðan vöktuð samhliða öðrum vöktunum.
Viðbrögð: Í ljósi forsögunnar tekur skipulags- og framkvæmdaráð undir sjónarmið um að vakta þurfi vatnsstöðu Núpsvatns sérstaklega í tengslum við reksturs fiskeldis á svæðinu. Gerð verður grein fyrir fyrirhugaðri vöktun Núpsvatns í greinargerð.
e) Náttúruverndarnefnd efast um skilvirkni þess öryggiskerfis sem koma á í veg fyrir að dauðir fiskar komist út með frárennsli í Brunná. Ennfremur bendi ríkulegt fuglalíf á Brunná neðan fiskeldis til þess að lífrænt efni fari í talsverðum mæli frá fiskeldinu í Brunná.
Viðbrögð: Fiskeldinu er ætlað að fylgja ströngum skilmálum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar vegna fráveitu og viðhafa vöktunaráætlun skv. starfsleyfi. Í því felast reglubundnar mælingar á lífrænum efnum og svifögnum í frárennsli. Gerð verður grein fyrir vöktunaráætluninni í greinargerð.
f) Náttúruverndarnefnd telur eðlilegt að gera í deiliskipulaginu grein fyrir skilgreindum uppgræðslusvæðum þar sem reiknað er með að nýta úrgang frá fiskeldinu til landgræðslu.
Viðbrögð: Nýting lífrænna næringarefna úr settjörnum hefur verið unnin í samstarfi við Landgræðsluna og landeigendur á viðkomandi svæði hverju sinni og með samþykki Umhverfisstofnunar. Uppgræðslusvæði má sjá á kortavef Landgræðslunnar. Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til að skilgreina þá nýtingu seyru nánar í deiliskipulagi iðnaðarlóðar í Núpsmýri.
g) Náttúruverndarnefnd nefnir að nefndarmönnum hafi borist orðrómur um að einhver losun eigi sér stað frá fiskeldinu í Núpsvatn. Gera þurfi grein fyrir því hvernig komið verði í veg fyrir að einhver efni berist frá fiskeldinu út í Núpsvatn, bæði vegna framkvæmda við uppbyggingu sem og í rekstri fiskeldisins. Eðlilegt sé að ástand Núpsvatns verði vaktað og gerðar nauðsynlegar mælingar fyrir og eftir stækkun fiskeldisins.
Viðbrögð: Ljóst má vera að deiliskipulagstillagan gengur út frá að ekkert frárennsli sé frá fiskeldinu að Núpsvatni. Bætt verður við umfjöllun um fyrirhugaða vöktun á Núpsvatni í greinargerð.
h) Náttúruverndarnefnd telur að lyktarmengun stafi af settjörnum fiskeldisins. Ekki sé fjallað um þau umhverfisáhrif í deiliskipulagstillögunni.
Viðbrögð: Bætt verður við umfjöllun um lyktarmengun vegna settjarna í greinargerð. Í greinargerð verður einnig umfjöllun um fyrirhugaða hreinsistöð innan lóðarinnar þar sem lífrænar agnir verða síaðar úr fráveituvatni áður en það er losað í Brunná. Ekki er fyrirséð lyktarmengum af hreinsistöðinni.
i) Náttúruverndarnefnd gagnrýnir umfjöllun um fábreytt gróðurlendi á iðnaðarlóðinni. Þvert á móti gefi lýsing á gróðri og meðfylgjandi ljósmyndir til kynna að svæðið sé ágætlega gróið. Náttúruverndarnefnd telur að gera þurfi betri grein fyrir gróðri svæðisins í deiliskipulagi.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á sjónarmið um að orðalag greinar 5.5.3 gefur í skyn að gróðurfar á iðnaðarsvæðinu sé fábreyttari en tilefni er til. Orðalag greinarinnar verður mildað hvað það varðar. Rétt er engu að síður að hafa í huga að svæði innan byggingarreits lóðarinnar skv. skipulagstillögunni hefur að stærstum hluta verið raskað í tengslum við rekstur fiskeldis á lóðinni undanfarna áratugi. Flatarmál þess lítt/óraskaða lands sem raskað verður vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar er af stærðargráðunni einn hektari (ha). Heildarflötur sambærilegs kjörlendis á flatlendi umhverfis Núpsvatns er hinsvegar um 220 ha auk vatnsins sjálfs sem er yfir 30 ha að flatarmáli.
j) Í greinargerð skipulagstillögu kemur fram að ekki hafi verið gerð sérstök úttekt á fuglavarpi innan iðnaðarlóðarinnar. Slík úttekt hefði gefið upplýsingar um hvort þar verptu fuglategundir á válista. Ekki er nægilegt að fjalla eingöngu um varpfugla á skipulagssvæðinu, enda getur svæðið verið fuglum mikilvægt utan varptíma. Í því samhengi er vísað til að þess að á Núpsvatni hafi sést hundruðir grafanda sem telji þannig verulegan hluta af íslenskum stofni tegundarinnar. Náttúruverndarnefnd telur að gera þurfi betri grein fyrir fuglalífi svæðisins og áhrifum eldisins á fuglalíf.
Viðbrögð: Eins og áður hefur komið fram felur skipulagstillagan í sér röskun á um 1 ha landi sem lítt hefur verið raskað áður af um 220 ha í sambærilegu kjörlendi í Daðastaðamýri og Núpsmýri. Það vill svo til að fuglaáhugamenn á svæðinu hafa fylgst nokkuð náið með fuglalífi umhverfis fiskeldisstöðina og á Núpsvatni um áratugaskeið. Áhugi fuglaáhugamanna helgast raunar af því að starfsemi af þessu tagi laðar að sér ríkulegt fuglalíf sem annars væri ekki á svæðinu. M.a. er að finna umtalsverð gögn um fuglaathuganir á svæðinu í gagnagrunni Ebird. Ekki verður af gögnum séð að þær athuganir gefi tilefni til að ætla að mikilvægum viðkomustöðum fugla verði raskað vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar innan skipulagssvæðisins. Skipulags- og framkvæmdaráð telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breyting á skipulagstillögunni.
k) Náttúruverndarnefnd leggur áherslu á mælt verði núverandi ástand mikilvægra umhverfisþátta sem fiskeldið getur haft áhrif á og því síðan fylgt eftir með skipulegri vöktun samhliða rekstri stöðvarinnar.
Viðbrögð: Gerð verður grein fyrir vöktun umhverfis í greinargerð skipulagstillögunnar eins og ítrekað hefur komið fram.
l) Náttúruverndarnefnd telur tilvísanir í heimildir skipulagsgreinargerðar ófullnægjandi og nefndir jafnframt að vísað er í eldri náttúruverndarlög sem fallin eru úr gildi. Ekki er vísað með tilhlýðilegum hætti í válista plantna og dýra.
Viðbrögð: Farið verður yfir tilvísanir í heimildir og lög og þær lagfærðar.
8. Gunnar Einarsson á Daðastöðum, bréf dags. 14. febrúar 2021.
a) Gunnar telur að framkvæmdaaðili muni ætla að stórauka dælingu á grunnvatni úr borholum innan lóðar og harmar að ekkert eftirlit sé með magni grunnvatns sem dælt er upp.
Viðbrögð: Í skipulagstillögunni er sérstaklega tiltekið að ekki sé gert ráð fyrir aukinni dælingu ferskvatns undan lóðinni vegna fyrirhugaðrar aukningar eldisins. Ferskvatn verður endurnýtt í mun meira en áður hefur verið gert og allri aukinni vatnsþörf verður mætt með sjódælingu. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
b) Gunnar telur að eftirlit með starfsemi fiskeldisins hingað til hafi verið verulega ábótavant.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að eftirlit með starfsemi sem þessari sé fullnægjandi en telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
c) Gunnar segir að Daðastaðamýrin hafi áður verið einstök náttúruperla þar sem grunnvatn bullaði upp á ótal stöðum en að grunnvatnsborð hafi lækkað verulega síðan fiskeldi hófst í mýrinni.
Viðbrögð: Það virðist ekki um deilt að grunnvatnsborð hafi lækkað í votlendi við Núpsvatn á undanförnum áratugum. Á hinn bóginn er ljóst að ekki eru allir sammála um ástæður þeirrar lækkunar. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar deiliskipulagstillögunnar.
d) Gunnar telur rangt með farið í greinargerð að land á framkvæmdasvæði sé mýri með lágu birkikjarri. Í ljósi þess að 4 m séu niður á grunnvatn geti svæðið ekki flokkast sem mýri og viðarvöxtur á svæðinu sé loðvíðir fremur en birki.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Gunnars um að fyrirhugað framkvæmdasvæði geti ekki flokkast sem mýri og verður það lagfært í greinargerð. Umfjöllun greinargerðar um gróðurfar verður lagfærður til samræmis við ábendingar.
9. Samherji fiskeldi, bréf ódags. sem barst í tölvupósti 8. mars 2021.
a) Í ljósi athugasemdar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra óskar Samherji Fiskeldi eftir því að byggingarreitur verði stækkaður til norðurs en minnkaður að sama flatarmáli úr suðri. Þannig verði sköpuð rýmildi til uppbyggingar hreinsistöðvar í norðvesturhorni lóðarinnar þar sem hún sé heppilegast staðsett.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á þessa hliðrun byggingarreits innan lóðarinnar. Bætt verði í greinargerð texta um hreinsistöð í norðvesturhluta lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna ofangreindar breytingar á deiliskipulagstillögunni og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.
2.Deiliskipulag fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík
Málsnúmer 201909080Vakta málsnúmer
Með bréfi sínu dags. 12. mars 2021 kom Skipulagsstofnun eftirfarandi athugasemdum á framfæri við skipulagstillögu svæðis heilbrigðisstofnana í Auðbrekku á Húsavík:
1. Í meginkafla greinargerðar og í hönnunarkeppnisgögnum eru sett fram metnaðarfull markmið varðandi uppbyggingaráform, útisvæði, gönguleiðir, blágrænar ofanvatnslausnir og fleira. Þessi markmið endurspeglast ekki á fullnægjandi hátt í skilmálum deiliskipulagsins. Stofnunin hvetur til þess að settir séu nákvæmari skilmálar í deiliskipulaginu til að tryggja þau markmið sem sett eru um gæði mannvirkja og umhverfis sbr. gr. 5.3.2.2 og 5.3.2.3 í skipulagsreglugerð. 2. Gera þarf grein fyrir stærð skipulagssvæðisins og setja fram ítarlgri skilmála varðandi fjölda bílasatæða. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að uppfærslu deiliskipulagsins.
1. Í meginkafla greinargerðar og í hönnunarkeppnisgögnum eru sett fram metnaðarfull markmið varðandi uppbyggingaráform, útisvæði, gönguleiðir, blágrænar ofanvatnslausnir og fleira. Þessi markmið endurspeglast ekki á fullnægjandi hátt í skilmálum deiliskipulagsins. Stofnunin hvetur til þess að settir séu nákvæmari skilmálar í deiliskipulaginu til að tryggja þau markmið sem sett eru um gæði mannvirkja og umhverfis sbr. gr. 5.3.2.2 og 5.3.2.3 í skipulagsreglugerð. 2. Gera þarf grein fyrir stærð skipulagssvæðisins og setja fram ítarlgri skilmála varðandi fjölda bílasatæða. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að uppfærslu deiliskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.
3.Beiðni um umsögn vegna skipulags- og matslýsingar Skjólbrekku við Skútustaði
Málsnúmer 202103157Vakta málsnúmer
Skútustaðahreppur óskar umsagnar Norðurþings vegna skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 og gerð deiliskipulags að Skjólbrekku við Skútustaði. Fyrirhuguð skipulagsáform gera ráð fyrir íbúðauppbyggingu innan þéttbýlissvæðis skv. aðalskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.
4.Umsókn um takmarkaða efnistöku úr námi í landi Skóga 3
Málsnúmer 202103028Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 9. mars s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um ósk Höfðavéla ehf f.h. Rosa ehf um heimild til takmarkaðrar efnistöku í landi Skóga 3 í Reykjahverfi. Skipulags- og framkvæmdaráð óskaði umsagnar Hverfisráðs Reykjahverfis, Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar þingeyinga um erindið áður en afstaða væri tekin til þess. Nú hafa umsagnir þessara þriggja aðila borist.
1. Hverfisráð fjallaði um málið á fundi 16. mars s.l. Ráðið lýsir yfir skilningi á því að landeigendur nýti gæði eigin lands en hvetur til þess að fylgt verði lögum og reglum og að gengið verði frá svæðinu til samræmis við umsókn.
2. Minjastofnun Íslands sendi umsögn í svarbréfi dags. 19. mars s.l. Minjastofnun gerir ekki athugasemd framkvæmdirnar en gerir hinsvegar athugasemd við að framkvæmdir voru hafnar þegar minjavörður skoðaði svæðið.
3. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga kom frá sér athugasemdum með bréfi dags. 24. mars s.l. Nefndin bendir á að ekki liggur ljóst fyrir hvort og þá hvenær verður tekið meira efni úr námunni en beðið er um á þessu stigi. Nefndin telur að ekki sé gerð fullnægjandi grein fyrir frágangi námunnar og túlkar sem svo að náma verði opin til lengri tíma. Óljóst sé hvaða áhrif efnistaka muni hafa á grunnvatnsstreymi og bendir á að náman sé í 400 m fjarlægð frá Mýrarkvísl. Laus jarðvegur geti fokið yfir nærliggjandi svæði. Nefndin telur eðlilegt að námusvæðið verði deiliskipulagt áður en að efnistöku kemur.
1. Hverfisráð fjallaði um málið á fundi 16. mars s.l. Ráðið lýsir yfir skilningi á því að landeigendur nýti gæði eigin lands en hvetur til þess að fylgt verði lögum og reglum og að gengið verði frá svæðinu til samræmis við umsókn.
2. Minjastofnun Íslands sendi umsögn í svarbréfi dags. 19. mars s.l. Minjastofnun gerir ekki athugasemd framkvæmdirnar en gerir hinsvegar athugasemd við að framkvæmdir voru hafnar þegar minjavörður skoðaði svæðið.
3. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga kom frá sér athugasemdum með bréfi dags. 24. mars s.l. Nefndin bendir á að ekki liggur ljóst fyrir hvort og þá hvenær verður tekið meira efni úr námunni en beðið er um á þessu stigi. Nefndin telur að ekki sé gerð fullnægjandi grein fyrir frágangi námunnar og túlkar sem svo að náma verði opin til lengri tíma. Óljóst sé hvaða áhrif efnistaka muni hafa á grunnvatnsstreymi og bendir á að náman sé í 400 m fjarlægð frá Mýrarkvísl. Laus jarðvegur geti fokið yfir nærliggjandi svæði. Nefndin telur eðlilegt að námusvæðið verði deiliskipulagt áður en að efnistöku kemur.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir. Ráðið tekur undir sjónarmið um að óheppilegt sé að framkvæmdir við efnistöku séu komnar af stað án fullnægjandi leyfa. Skv. lögum um umhverfismat framkvæmda nr. 106/2000 fellur efnistaka allt að 50.000 m3 af efni á allt að 25.000 m² svæði undir C-flokk 1. viðauka. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umhverfisáhrif fyrirhugaðrar efnistöku við Skóga 3 verði óveruleg í ljósi þess að röskunarsvæði er alfarið í túni þar sem ekki er að vænta sjaldgæfra plantna eða fugla. Veigamestu umhverfisáhrifin munu að líkindum felast í rykmengun frá efnistökunni og sjónmengun frá þjóðvegi og næstu íbúðarhúsum. Skv. erindi er ætlunin að nýta moldarjarðveg ofan af efnistökusvæðinu til að byggja upp mön til að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmdarinnar. Á grundvelli ofanritaðs telur ráðið ekki tilefni til þess að kalla eftir formlegu mati á umhverfisáhrifum vegna efnistökunnar. Í kafla 23.14 í greinargerð aðalskipulags er fjallað um efnistöku af þessu tagi. Þar er þess sérstaklega getið að efnistaka kalli almennt ekki á gerð deiliskipulag heldur sé unnt að gera fullnægjandi grein fyrir efnistökuframkvæmdum í gögnum umsóknar. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða efnistöku. Skilyrði leyfisins felast í því að manir úr ofanafýtingarefni verði græddar upp eins fljótt og auðið er til að minnka rykmengun sem kostur er. Skipulags- og framkvæmdaráð mun færa efnistökusvæðið inn í aðalskipulag við næstu uppfærslu skipulagsins.
5.Vegagerðin óskar umsagnar Norðurþings um hvort framkvæmdaáform í Vesturdal rúmist innan gildandi framkvæmdaleyfis vegna Dettifossvegar
Málsnúmer 202103178Vakta málsnúmer
Vegagerðin óskar afstöðu Norðurþings til þess hvort gildandi framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdum við Dettifossveg nái yfir kynnt framkvæmdaáform við Vesturdalsveg eða hvort sveitarfélagið telji að þörf sé fyrir nýtt framkvæmdaleyfi. Meðfylgjandi fyrirspurn eru nýjar teikningar af framkvæmdinni. Einnig liggur fyrir bréf frá framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsverði í Jökulsárgljúfrum dags. 14. janúar s.l. þar sem segir m.a. "Vegagerðin hefur breytt veghönnun í samræmi við óskir svæðisráðs og er framkvæmdin eins og henni er nú lýst í hönnunargögnum í góðu samræmi við áherslur þjóðgarðsins. Þar að auki er tekið tillit til athugasemda SUNN upp að því marki sem raunhæft er. Vatnajökulsþjóðgarður samþykkir því áform Vegagerðarinnar og hvetur til þess að veitt verði öll tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni".
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar því að skapast hefur sátt milli þjóðgarðsyfirvalda og Vegagerðarinnar um frágang Vesturdalsvegar. Ráðið hefur kynnt sér breytta veghönnun sem fram kemur í nýjum gögnum og telur að framkvæmdin við Vesturdalsveg, eins og henni er lýst í uppfærðum hönnunargögnum, séu í samræmi við skilyrði framkvæmdaleyfis sem bæjarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 29. apríl 2014. Ráðið telur að fyrirhuguð framkvæmd rúmist innan gildandi framkvæmdaleyfis og að ekki sé tilefni til að óska eftir umsókn um nýtt framkvæmdaleyfi.
6.Skipulag miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer
Hugmynd að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis liggur fyrir. Ráðinu hefur borist ósk um breytingu deiliskipulaginu frá eigendum hafnarstéttar 1 og 3 þar sem óskað er eftir heimild til tengigangs milli bygginganna á jarðhæð.
Skipulags og framkvæmdaráð leggur til að unnar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
1. Í ljósi umfangi breytinga óskar ráðið eftir því að unnin verði heildstæð greinargerð skipulagstillögunnar.
2. Skilgreina þarf heimild í deiliskipulagi til að fjarlægja þró að Hafnarstétt 33.
3. Fjarlægja þarf teiknuð bílastæði framan við aðkomuhurðir að gamla síldarverksmiðjuhúsinu.
4. Rétt er að sýna vigtarskúrinn að Hafnarstétt 35 með brotalínum og gera grein fyrir því í greinargerð að horft sé til þess að hann víki.
5. Rétt væri að teikna fleiri bílastæði sunnan Helguskúrs og afmá útlínur bílastæða frá gildandi deiliskipulagi. Ekki skal gera ráð fyrir sjálfstæðri lóð undir bílastæðin, heldur sé horft til þess að þetta séu almenn bílastæði.
6. Ekki er gert ráð fyrir að byggingarreitur á þaki verbúðahúss verði nýttur fyrir torgsölu.
7. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að tengibyggingu milli Hafnarstéttar 1 og 3. Slík breyting mun hinsvegar hafa áhrif á aðgengi að bílastæðum á lóð Hafnarstéttar 3. Ráðið óskar eftir tillögum lóðarhafa að frekari útfærslum svæðisins áður en hugmyndir verða teiknaðar inn í deiliskipulagstillögu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma ofangreindum tillögum til skipulagsráðgjafa.
1. Í ljósi umfangi breytinga óskar ráðið eftir því að unnin verði heildstæð greinargerð skipulagstillögunnar.
2. Skilgreina þarf heimild í deiliskipulagi til að fjarlægja þró að Hafnarstétt 33.
3. Fjarlægja þarf teiknuð bílastæði framan við aðkomuhurðir að gamla síldarverksmiðjuhúsinu.
4. Rétt er að sýna vigtarskúrinn að Hafnarstétt 35 með brotalínum og gera grein fyrir því í greinargerð að horft sé til þess að hann víki.
5. Rétt væri að teikna fleiri bílastæði sunnan Helguskúrs og afmá útlínur bílastæða frá gildandi deiliskipulagi. Ekki skal gera ráð fyrir sjálfstæðri lóð undir bílastæðin, heldur sé horft til þess að þetta séu almenn bílastæði.
6. Ekki er gert ráð fyrir að byggingarreitur á þaki verbúðahúss verði nýttur fyrir torgsölu.
7. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að tengibyggingu milli Hafnarstéttar 1 og 3. Slík breyting mun hinsvegar hafa áhrif á aðgengi að bílastæðum á lóð Hafnarstéttar 3. Ráðið óskar eftir tillögum lóðarhafa að frekari útfærslum svæðisins áður en hugmyndir verða teiknaðar inn í deiliskipulagstillögu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma ofangreindum tillögum til skipulagsráðgjafa.
7.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2021
Málsnúmer 202101143Vakta málsnúmer
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 433 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8.Ársreikningar Hafnasamband Ís
Málsnúmer 202103158Vakta málsnúmer
Ársreikningur Hafnasambands Íslands lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
9.Ósk um heimild til að setja niður botnfestur fyrir brunnbáta við Kópasker
Málsnúmer 202103175Vakta málsnúmer
Rifós hf óskar eftir heimild Norðurþings til að setja niður botnfestur í sjó vestan lóðar fyrirtækisins á Röndinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila að setja niður festur gegn því að staðsetning þeirra sé sýnileg og verði notkun festanna hætt skulu þær fjarlægðar af rekstraraðila.
10.Hvatning frá Húsavíkurstofu varðandi biðskýli við höfnina
Málsnúmer 202103174Vakta málsnúmer
Húsavíkurstofa biður um styrk til þess að setja upp biðskýli við höfnina og kostnaður er áætlaður um 1.000.000 kr. eftir verðkönnun í gegnum síma hjá tveimur aðilum.
Eins og staðan er í dag er ekkert áþreifanlegt sem bendir ferðamönnum á að á Húsavík hafi verið tekin upp kvikmynd þar sem bærinn var í sviðsljósinu. Þó að það sé kostnaður sem fylgir smíði og uppsetningu biðskýlisins þá ætti viðhaldskostnaður að vera óverulegur. Við teljum að þetta sé markaðssetning sem myndi vekja lukku meðal ferðamanna og grípa athygli fjölmiðla. Birting væri að mestum hluta í höndum ferðamanna, sem taka ljósmyndir af biðskýlinu og birta á sínum miðlum. Þetta er ein af þeim markaðstengdum aðgerðum sem hægt er að ýta úr vör til að tryggja það að athygli á Húsavík verði langlífari en ella.
Eins og staðan er í dag er ekkert áþreifanlegt sem bendir ferðamönnum á að á Húsavík hafi verið tekin upp kvikmynd þar sem bærinn var í sviðsljósinu. Þó að það sé kostnaður sem fylgir smíði og uppsetningu biðskýlisins þá ætti viðhaldskostnaður að vera óverulegur. Við teljum að þetta sé markaðssetning sem myndi vekja lukku meðal ferðamanna og grípa athygli fjölmiðla. Birting væri að mestum hluta í höndum ferðamanna, sem taka ljósmyndir af biðskýlinu og birta á sínum miðlum. Þetta er ein af þeim markaðstengdum aðgerðum sem hægt er að ýta úr vör til að tryggja það að athygli á Húsavík verði langlífari en ella.
Heiðar Hrafn og Silja véku af fundi undir þessu máli.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu með atkvæðu Kristins og Nönnu.
Kristján Friðrik greiðir atkvæði með beiðninni.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu með atkvæðu Kristins og Nönnu.
Kristján Friðrik greiðir atkvæði með beiðninni.
11.Ósk um viðhald vegna rakaskemmda í Hafnarstétt 17, verðbúðir
Málsnúmer 202103155Vakta málsnúmer
Leigutaki á Hafnarstétt 17 óskar eftir að Norðurþing sinni viðhaldi á eigninni og lagfæri rakaskemmdir í því rými sem leigutaki leigir.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar beiðni um viðhald að svo stöddu í ljósi þess að eignin er í söluferli.
12.Félagar í Miðjunni hæfingu óska eftir aðstöðu i Kvíabekk til að starfsrækja kaffihús sumarið 2021
Málsnúmer 202103162Vakta málsnúmer
Félagar í Miðjunni hæfingu óska eftir að fá að starfrækja kaffihús í Kvíabekk með sama sniði og gert var sumarið 2020.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins og þess fyrirkomulags að Miðjan hafi húsnæðið Kvíabekk til afnota nk. sumar án endurgjalds.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins og þess fyrirkomulags að Miðjan hafi húsnæðið Kvíabekk til afnota nk. sumar án endurgjalds.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar framtakinu og heimilar afnot af Kvíabekk í sumar án endurgjalds til félaga í Miðjunni. Ráðið beinir því þó til fjölskylduráðs að horfa til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar að hafa rými vegna leigu verði horft áfram til Kvíabekkjar í þessu samhengi.
13.Endurnýjun Iseki sf 230 sláttuvélar á Raufarhöfn
Málsnúmer 202103172Vakta málsnúmer
Þjónustumiðstöð Norðurþings óskar eftir fjárheimild til endurnýjunar slátturvélar fyrir áhaldahús á Raufarhöfn. Áhaldahúsið þar sinnir hirðingu opinna svæða og annarra bæði á Raufarhöfn og á Kópaskeri, en sú vél sem í notkun er og óskað er endurnýjunar á er af gerðinni Iseki sf230 árg. 2000. Sú vél hefur skilað sínu og gott betur, en töluverð vandræði fylgja því að nálgast nauðsynlega varahluti svo mögulegt sé að halda vélinni í rekstri.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
14.Uppsetning Öryggisgirðingar í kringum Víðimóa 3
Málsnúmer 202101129Vakta málsnúmer
Að undangenginni verðkönnun og nokkurri yfirlegu með aðstoð starfsmanna Ríkiskaupa, lögmanna og verkfræðinga með það að markmiði að tryggt verði að unnið sé skv. reglum og viðmiðum um opinber innkaup með hliðsjón af fullri og ótakmarkaðri aðild Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa, hafa verið lögð fram drög að verkáætlun með aðkomu réttmætra aðila í tengslum við uppsetningu öryggisgirðingar í kringum lóð sorpmóttöku að Víðimóum 3 á Húsavík.
Fyrir liggja áætlanir í tengslum við framkvæmdina frá Trésmiðjunni Rein ehf og Vinnuvélum Eyþórs ehf er varða kaup og uppsetningu á öryggisgirðingu að Víðimóum 3.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til framkvæmdarinnar og þeirra áætlana sem lagðar hafa verið fyrir ráðið.
Fyrir liggja áætlanir í tengslum við framkvæmdina frá Trésmiðjunni Rein ehf og Vinnuvélum Eyþórs ehf er varða kaup og uppsetningu á öryggisgirðingu að Víðimóum 3.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til framkvæmdarinnar og þeirra áætlana sem lagðar hafa verið fyrir ráðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með atkvæðum Kristins, Nönnu og Silju.
Kristján Friðrik situr hjá.
Heiðar Hrafn situr hjá og óskar bókað;
Hér er á ferð verkefni sem krefst engrar sérþekkingar og ætti því ekki að falla undir kröfur um að iðnmeistari sinni því. Það er því ekkert áþreifanlegt sem kallar á það að semja við iðnmeistara sem er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa. Undirritaður getur því ekki samþykkt að gengið verði til þeirra samninga sem hér um ræðir á þeim forsendum að viðkomandi fyrirtæki sé aðili að rammasamningi Ríkiskaupa.
Kristján Friðrik situr hjá.
Heiðar Hrafn situr hjá og óskar bókað;
Hér er á ferð verkefni sem krefst engrar sérþekkingar og ætti því ekki að falla undir kröfur um að iðnmeistari sinni því. Það er því ekkert áþreifanlegt sem kallar á það að semja við iðnmeistara sem er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa. Undirritaður getur því ekki samþykkt að gengið verði til þeirra samninga sem hér um ræðir á þeim forsendum að viðkomandi fyrirtæki sé aðili að rammasamningi Ríkiskaupa.
15.Framkvæmdaáætlun 2021
Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir framkvæmdaáætlun 2021.
Umræður um framkvæmdáætlun 2021.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 7 - 10.