Hvatning frá Húsavíkurstofu varðandi biðskýli við höfnina
Málsnúmer 202103174
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 93. fundur - 30.03.2021
Húsavíkurstofa biður um styrk til þess að setja upp biðskýli við höfnina og kostnaður er áætlaður um 1.000.000 kr. eftir verðkönnun í gegnum síma hjá tveimur aðilum.
Eins og staðan er í dag er ekkert áþreifanlegt sem bendir ferðamönnum á að á Húsavík hafi verið tekin upp kvikmynd þar sem bærinn var í sviðsljósinu. Þó að það sé kostnaður sem fylgir smíði og uppsetningu biðskýlisins þá ætti viðhaldskostnaður að vera óverulegur. Við teljum að þetta sé markaðssetning sem myndi vekja lukku meðal ferðamanna og grípa athygli fjölmiðla. Birting væri að mestum hluta í höndum ferðamanna, sem taka ljósmyndir af biðskýlinu og birta á sínum miðlum. Þetta er ein af þeim markaðstengdum aðgerðum sem hægt er að ýta úr vör til að tryggja það að athygli á Húsavík verði langlífari en ella.
Eins og staðan er í dag er ekkert áþreifanlegt sem bendir ferðamönnum á að á Húsavík hafi verið tekin upp kvikmynd þar sem bærinn var í sviðsljósinu. Þó að það sé kostnaður sem fylgir smíði og uppsetningu biðskýlisins þá ætti viðhaldskostnaður að vera óverulegur. Við teljum að þetta sé markaðssetning sem myndi vekja lukku meðal ferðamanna og grípa athygli fjölmiðla. Birting væri að mestum hluta í höndum ferðamanna, sem taka ljósmyndir af biðskýlinu og birta á sínum miðlum. Þetta er ein af þeim markaðstengdum aðgerðum sem hægt er að ýta úr vör til að tryggja það að athygli á Húsavík verði langlífari en ella.
Byggðarráð Norðurþings - 358. fundur - 08.04.2021
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Hinriki Wöhler forstöðumanni Húsavíkurstofu um aðkomu sveitarfélagsins við að skapa endurgerð biðskýlis við hafnarsvæðið sem birtist í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Erindið var tekið fyrir á 93. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 30. mars sl. og var hafnað þar.
Erindið var tekið fyrir á 93. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 30. mars sl. og var hafnað þar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við forstöðumann Húsavíkurstofu um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu með atkvæðu Kristins og Nönnu.
Kristján Friðrik greiðir atkvæði með beiðninni.