Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ársreikningur Norðurþings 2020
Málsnúmer 202103006Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
2.Borgarhólsskóli - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021
Málsnúmer 202103165Vakta málsnúmer
Á 87. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra Borgarhólsskóla um viðauka við fjárhagsáætlun sviðsins að upphæð 8.000.000 kr. og vísar honum til byggðarráðs.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir ráðið að nýju.
3.Rekstur tjaldsvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202103010Vakta málsnúmer
Á 86. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi á milli Norðurþings og Völsungs vegna tjaldsvæðisins á Húsavík og vísar þeim til byggðarráðs.
Ásta Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur á fund byggðarráðs undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi á milli Norðurþings og Völsungs vegna tjaldsvæðisins á Húsavík og vísar þeim til byggðarráðs.
Ásta Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur á fund byggðarráðs undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög en felur sveitarstjóra að uppfæra samninginn með tilliti til framkominna breytingatillaga og leggja fyrir ráðið að nýju. Einnig er sveitarstjóra falið að leggja fram yfirlit yfir þær fjárhagslegu breytingar sem samningurinn felur í sér fyrir rekstur sveitarfélagsins.
4.Hvatning frá Húsavíkurstofu varðandi biðskýli við höfnina
Málsnúmer 202103174Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Hinriki Wöhler forstöðumanni Húsavíkurstofu um aðkomu sveitarfélagsins við að skapa endurgerð biðskýlis við hafnarsvæðið sem birtist í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Erindið var tekið fyrir á 93. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 30. mars sl. og var hafnað þar.
Erindið var tekið fyrir á 93. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 30. mars sl. og var hafnað þar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við forstöðumann Húsavíkurstofu um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
5.Ósk um leyfi og styrk vegna málunar á "rauðum dregli"
Málsnúmer 202104004Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Silju Jóhannesdóttur stjórnarmeðlim í Húsavíkurstofu og Hinriki Wöhler forstöðumanni Húsavíkurstofu um leyfi til að setja upp "rauðan dregil" í miðbæ Húsavíkur í tengslum við Óskarsverðlaunaafhendinguna í lok apríl og Óskarstilnefningar lagsins Húsavík.
Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðkomu starfsmanna þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins að framkvæmd verkefnisins.
Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðkomu starfsmanna þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins að framkvæmd verkefnisins.
Byggðarráð tekur jákvætt í skemmtilegt erindi og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi bókun:
Aðfararnótt mánudagsins 26. apríl næstkomandi kemur Óskarinn hugsanlega heim til Húsavíkur. Því má gera ráð fyrir að margir bæjarbúar verji spenntir þeirri nótt við áhorf. Það er lag að fyrirtæki og stofnanir veiti því ákveðinn slaka að morgni þessa dags þannig að bærinn vakni aðeins seinna inn í tilveruna þennan daginn.
Benóný, Hafrún, Helena, Kristján og Kolbrún Ada taka undir bókunina.
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi bókun:
Aðfararnótt mánudagsins 26. apríl næstkomandi kemur Óskarinn hugsanlega heim til Húsavíkur. Því má gera ráð fyrir að margir bæjarbúar verji spenntir þeirri nótt við áhorf. Það er lag að fyrirtæki og stofnanir veiti því ákveðinn slaka að morgni þessa dags þannig að bærinn vakni aðeins seinna inn í tilveruna þennan daginn.
Benóný, Hafrún, Helena, Kristján og Kolbrún Ada taka undir bókunina.
6.Umræður um aðild Norðurþings að Ríkiskaupasamningi
Málsnúmer 202102154Vakta málsnúmer
Á 357. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um aðild að rammasamningum og frásögn sveitarfélagsins frá einstökum hlutum hans.
Byggðarráð óskar eftir samantekt á ávinningi aðildar að rammmasamningi.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað fjármálastjóra um ofangreint.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um aðild að rammasamningum og frásögn sveitarfélagsins frá einstökum hlutum hans.
Byggðarráð óskar eftir samantekt á ávinningi aðildar að rammmasamningi.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað fjármálastjóra um ofangreint.
Lagt fram til kynningar.
7.Nýir og endurnýjaðir rammasamningar Ríkiskaupa 2021
Málsnúmer 202103192Vakta málsnúmer
Borist hefur tölvupóstur frá Ríkiskaupum þar sem tilkynnt er um nýja og endurnýjaða rammasamninga á vegum þeirra.
Lagt fram til kynningar.
8.Endurnýjun samnings við Menningarmiðstöð Þingeyinga um rekstur bókasafna Norðurþings
Málsnúmer 202103114Vakta málsnúmer
Samningur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Norðurþings um rekstur bókasafna sveitarfélagsins rennur út um næstu áramót og hefur Menningarmiðstöðin óskað eftir endurskoðun samningsins m.t.t. endurnýjunar hans frá og með næstu áramótum.
Erindinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Erindinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram vinnu við framlengingu á samningi um rekstur bókasafna Norðurþings.
9.Breytingar á samkomulagi Norðurþings og Skjálftafélagsins um rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri
Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá Skjálftafélaginu - félagi áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri þar sem óskað er endurnýjunar á samningi um leigu á skólahúsnæðinu á Kópaskeri auk samtvinningu á starfsemi Skjálftasetursins og bókasafnsins.
Jafnframt er óskað eftir að samið verði um framlag Norðurþings til reksturs hússins og að gerð verði áætlun um lagfæringar og viðhalda á skólahúsinu.
Erindi þetta hefur, að hluta til, einnig verið til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Erindinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Jafnframt er óskað eftir að samið verði um framlag Norðurþings til reksturs hússins og að gerð verði áætlun um lagfæringar og viðhalda á skólahúsinu.
Erindi þetta hefur, að hluta til, einnig verið til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Erindinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við forsvarsmenn Skjálftafélagsins um framhald málsins.
10.Úttekt á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá árinu 2013
Málsnúmer 202103051Vakta málsnúmer
Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitastjóra að afla upplýsinga hjá flutningsmanni tillögunnar um nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.
Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.
Kolbrún Ada óskar bókað:
Undirrituð var á móti þessari tillögu þegar hún var lögð fram í sveitarstjórn þar sem hún er að mínu mati ekki nógu afmörkuð. Er verið að ræða hér um öll innkaup sveitarfélagsins frá árinu 2013, er verið að hugsa um innkaup yfir ákveðinni upphæð, hver er tilgangurinn með þessari úttekt? Því óska ég eftir að þessi tillaga verði útfærð þannig að möguleiki sé að taka afstöðu til hennar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi V-lista
Fyrir byggðarráði liggur nú nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.
Byggðarráð felur sveitastjóra að afla upplýsinga hjá flutningsmanni tillögunnar um nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.
Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.
Kolbrún Ada óskar bókað:
Undirrituð var á móti þessari tillögu þegar hún var lögð fram í sveitarstjórn þar sem hún er að mínu mati ekki nógu afmörkuð. Er verið að ræða hér um öll innkaup sveitarfélagsins frá árinu 2013, er verið að hugsa um innkaup yfir ákveðinni upphæð, hver er tilgangurinn með þessari úttekt? Því óska ég eftir að þessi tillaga verði útfærð þannig að möguleiki sé að taka afstöðu til hennar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi V-lista
Fyrir byggðarráði liggur nú nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna úttektina í samræmi við eftirfarandi forsendur.
Samkvæmt þágildandi reglum var óheimilt er að gera samning við þann sem eftirfarandi átti við um:
1. Hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum.
2. Sætir nauðasamningum, greiðslustöðvun eða er undir gjaldþrotaskiptum.
3. Er í vanskilum með opinber gjöld.
4. Er í vanskilum með eigin lífeyrissjóðs iðgjöld eða iðgjöld vegna starfsmanna.
Úttekt A. beinist að því hvort gerðir hafi verið samningar við einhverja sem ekki uppfylla liði 1 til 4 á gildistíma samþykktarinnar og hvernig því hafi verið fylgt eftir að svo gerðist ekki. Hefur sveitarfélagið gert samning við aðila sem voru í vanskilum með opinber gjöld, lífeyrissjóðsgjöld og iðgjöld þrátt fyrir gildandi reglur?
Úttekt B. Hefur sveitarfélagið útilokað fyrirtæki frá samningi sem:
1. hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi.
2. hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi sem kaupanda er unnt að sýna fram á.
3. hefur gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.
Úttekt C. Fram kemur að gerð er krafa um að fjárhagsstaða sem og tæknileg geta bjóðanda skal vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sveitarfélaginu. Hvernig hefur slíkt verið tryggt í framkvæmd og af hverjum?
Samkvæmt þágildandi reglum var óheimilt er að gera samning við þann sem eftirfarandi átti við um:
1. Hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum.
2. Sætir nauðasamningum, greiðslustöðvun eða er undir gjaldþrotaskiptum.
3. Er í vanskilum með opinber gjöld.
4. Er í vanskilum með eigin lífeyrissjóðs iðgjöld eða iðgjöld vegna starfsmanna.
Úttekt A. beinist að því hvort gerðir hafi verið samningar við einhverja sem ekki uppfylla liði 1 til 4 á gildistíma samþykktarinnar og hvernig því hafi verið fylgt eftir að svo gerðist ekki. Hefur sveitarfélagið gert samning við aðila sem voru í vanskilum með opinber gjöld, lífeyrissjóðsgjöld og iðgjöld þrátt fyrir gildandi reglur?
Úttekt B. Hefur sveitarfélagið útilokað fyrirtæki frá samningi sem:
1. hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi.
2. hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi sem kaupanda er unnt að sýna fram á.
3. hefur gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.
Úttekt C. Fram kemur að gerð er krafa um að fjárhagsstaða sem og tæknileg geta bjóðanda skal vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sveitarfélaginu. Hvernig hefur slíkt verið tryggt í framkvæmd og af hverjum?
11.Aðalfundur Fjárfestingafélags Norðurþings 2021
Málsnúmer 202103008Vakta málsnúmer
Boðað er til aðalfundar Fjárfestingarfélags Norðurþings þann 23. apríl nk.
Byggðarráð felur Helenu Eydísi Ingólfsdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Fjárfestingafélags Norðurþings ehf.
12.Ákvörðun hlutahafafundar Síldarvinnslunar hf. um afhendingu á hlutum í SVN eignafélagi ehf. til hluthafa
Málsnúmer 202104003Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá Síldarvinnslunni hf. þar sem sveitarfélaginu er kynnt ákvörðun hluthafafundar Síldarvinnslunnar hf. um afhendingu á hlutum í SVN eignafélagi ehf. til hluthafa. Hluthöfum stendur einnig til boða að fá greiddan út arð í reiðufé í stað eignarhluta í SVN eignafélagi ehf.
Byggðarráð hyggst fá greiddan út arð í stað eignarhlutar í SVN eignafélagi ehf.
13.Ársskýrsla og ársreikningur Norðurhjara 2020
Málsnúmer 202103170Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja ársreikningur og ársskýrsla Norðurhjara - ferðaþjónustusamtaka fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.
14.Breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga í tilefni af Covid-19
Málsnúmer 202103191Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga í tilefni af Covid-19.
Hér má sjá tilkynningu um breytingarnar:
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=d6e93d0f-9218-11eb-8134-005056bc8c60
Hér má sjá tilkynningu um breytingarnar:
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=d6e93d0f-9218-11eb-8134-005056bc8c60
Lagt fram til kynningar.
15.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. apríl nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1077.html
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. apríl nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1077.html
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:10.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 3.