Skjálfandi festival 2021
Málsnúmer 202104022
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 88. fundur - 12.04.2021
Vegna aðstæðna í samfélaginu og fjöldatakmarkanna er það tillaga aðstandenda listahátíðarinnar Skjalfanda og starfsfólks sveitarfélagsins að fresta hátíðinni sem átti að fara fram í maí, fram á haustið 2021.
Fjölskylduráð felst á tillögu aðstandenda listahátíðarinnar Skjálfanda um að fresta hátíðinni fram á haust 2021. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í samráði við aðstandendur hátíðarinnar sem og við Leikfélag Húsavíkur varðandi nýja dagsetningu á hátíðinni.
Fjölskylduráð - 96. fundur - 16.08.2021
Vegna aðstæðna í samfélaginu er það tillaga aðstandenda listahátíðarinnar Skjalfanda og starfsfólks sveitarfélagsins að fresta hátíðinni sem átti að fara fram í haust, til vorsins 2022.
Fjölskylduráð samþykkir frestunina.