Fara í efni

Fjölskylduráð

88. fundur 12. apríl 2021 kl. 13:00 - 15:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundin undir lið 1 - 7.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 2.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs sat fundinn undir lið 2.

1.Starfsdagatal Frístundar skólaárið 2021-2022

Málsnúmer 202104030Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsdagatal Frístundar 1.-4. bekkjar skólaárið 2021-2022.
Málið var áður á dagskrá á 87. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi starfsdagatal fyrir Frístund skólaárið 2021 - 2022.
Ráðið felur fræðslufulltrúa að auglýsa starfsdagatalið á vef Norðurþings.

2.Samþætting skóla og tómstundastarfs

Málsnúmer 202104024Vakta málsnúmer

Til kynningar er tillaga að verklagi frá ráðgjafasviði KPMG á samþættingu skóla og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Íþróttafélagið Völsungur hefur í samstarfi við fræðslufulltrúa og íþrótta-og tómstundafulltrúa átt samtal við KPMG að undanförnu.
Fjölskylduráð fjallaði um tillögu frá KPMG á samþættingu skóla- og tómstundastarfi í Norðurþingi.
Ráðið felur formanni ráðsins að óska eftir formlegri kynningu á verkefninu frá KPMG á 89. fundi ráðsins 26. apríl.

3.Starfsdagatal Sumarfrístundar

Málsnúmer 202104028Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsdagatal Sumarfrístundar fyrir sumarið og dagskrá hennar sem og dagskrá frístundar fyrir hádegi.
Málið var áður á dagskrá 87. fundar ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi starfsdagatal Sumarfrístundar sumarið 2021 með áorðnum breytingum.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa starfsdagatal á vef Norðurþings.

4.Söngkeppni framhaldskólanna 2021

Málsnúmer 202103152Vakta málsnúmer

Vegna hertra samkomutakmarkanna hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að aflýsa söngkeppni framhaldsskólanna sem var fyrirhugað að halda í íþróttahöllinni á Húsavík.
Sambandið vill koma á framfæri þökkum fyrir velvilja Norðurþings í garð verkefnisins.

Málið var áður á dagskrá 86.fundar fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð skilur þá afstöðu Sambands íslenskra framhaldsskólanema að hætta við keppnina og vonast til að eiga samtal við sambandið að ári liðnu.

5.Skjálfandi festival 2021

Málsnúmer 202104022Vakta málsnúmer

Vegna aðstæðna í samfélaginu og fjöldatakmarkanna er það tillaga aðstandenda listahátíðarinnar Skjalfanda og starfsfólks sveitarfélagsins að fresta hátíðinni sem átti að fara fram í maí, fram á haustið 2021.
Fjölskylduráð felst á tillögu aðstandenda listahátíðarinnar Skjálfanda um að fresta hátíðinni fram á haust 2021. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í samráði við aðstandendur hátíðarinnar sem og við Leikfélag Húsavíkur varðandi nýja dagsetningu á hátíðinni.

6.Bæjarhátíðir í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202104021Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar bæjarhátíðir og sumarhátíðir í Norðurþingi.
Mögulegt er að samkomutakmarkanir hafi áhrif á fyrirhuguð hátíðarhöld að einhverju leyti.
Taka þarf ákvörðun um hvernig á að haga undirbúningi hátíðanna með tillit til mögulegra samkomutakmarkana.
Ljóst er að erfitt er að skipuleggja fram í tímann bæjarhátíðir í ljósi samkomutakmarkanna. Ráðið mun halda áfram að fjalla um málefni bæjarhátíða í sveitarfélaginu.

7.Beiðni frá Húsavíkurstofu varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 202104019Vakta málsnúmer

Stjórn Húsavíkurstofu sendir inn erindi um tjaldsvæðið á Húsavík.
Það stefnir í að tjaldsvæði landsins muni starfa með einhverskonar fjöldatakmörkunum líkt og síðasta sumar. Húsavíkurstofa hvetur Fjölskyldaráð að skoða þann möguleika að stækka tjaldsvæðið og fjölga aðskildum svæðum svo hægt sé að hafa fleiri sóttvarnarhólf og taka á móti fleiri gestum.
Fjölskyldurráð tekur undir erindi Húsavíkustofu um að skoða möguleika á að stækka tjaldsvæðið og/eða fjölga aðskildum tjaldsvæðum. Rekstur tjaldsvæðisins er hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa en ljóst er að málið er einnig skipulagsmál. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs hvort hægt sé að skipuleggja og undirbúa svæðið við Framhaldsskóla Húsavíkur eða önnur hentug svæði innan þéttbýlis á Húsavík sem tjaldstæði þannig að hægt sé að grípa til þess þegar/ef á þarf að halda miðað við gestakomur í sumar.

Fundi slitið - kl. 15:00.