Grænuvellir - Leikskóladagatal 2021-2022
Málsnúmer 202104042
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 89. fundur - 26.04.2021
Leikskóladagatal Grænuvalla skólaárið 2021-2022 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð - 96. fundur - 16.08.2021
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðað skóladagatal Grænuvalla vegna samræmingar við skóladagatöl Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir samræmt skóladagatal Grænuvalla.
Fjölskylduráð - 113. fundur - 14.03.2022
Leikskólastjóri Grænuvalla óskar eftir að leikskólinn fái starfsdag 29. apríl í stað starfsdags 24. febrúar sem féll niður vegna covid.
Fjölskylduráð samþykkir starfsdag 29. apríl hjá leikskólanum Grænuvöllum.
Ráðinu finnst jákvætt að starfsmannafundir verða settir undir starfsdaga sem fjölgar úr fjórum í sex. Fjórir af starfsdögunum verða samtímis og starfsdagar í Borgarhólsskóla. Skóladagatalið var unnið í samráði við foreldraráð Grænuvalla.