Fara í efni

Fjölskylduráð

89. fundur 26. apríl 2021 kl. 13:00 - 16:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 4-8.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1-9.
Sigríður Hauksdóttir forstöðumaður í málefnum barna sat fundinn undir lið 4.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1.
Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 2 - 3.

1.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202104042Vakta málsnúmer

Leikskóladagatal Grænuvalla skólaárið 2021-2022 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi Leikskóladagatal Grænuvalla skólaárið 2021-2022.
Ráðinu finnst jákvætt að starfsmannafundir verða settir undir starfsdaga sem fjölgar úr fjórum í sex. Fjórir af starfsdögunum verða samtímis og starfsdagar í Borgarhólsskóla. Skóladagatalið var unnið í samráði við foreldraráð Grænuvalla.

2.Fyrirspurn frá hverfisráði Kelduhverfis og Öxarfjarðar varðandi leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202104093Vakta málsnúmer

Hverfisráð Kelduhverfis og Öxarfjarðar skora á sveitarstjórn/fjölskylduráð Norðurþings að beita sér fyrir því að leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi verði opinn á föstudögum sem og aðra virka daga sumarið 2021, að undanskildu sumarfríi. Erindið barst þann 19. apríl með tölvupósti.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að tryggja að leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi verði opin á föstudögum sem og aðra virka daga sumarið 2021, að undanskildu sumarfríi.

3.Ósk um framkvæmdir við leikskóladeildina í Lundi

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Þar sem eftirspurn eftir leikskólaplássi hefur aukist og fyrirséð er fjölgun barna í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi óska, með bréfi dagsettu 15. apríl, stjórnendur Öxarfjarðarskóla eftir breytingum á húsnæði skólans til að auka rými leikskóladeildarinnar.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í þær breytingar sem óskað er eftir samkvæmt erindi skólastjórnenda í Öxarfjarðarskóla.

4.Frístundamál Orkan / Skammtímavist

Málsnúmer 202104126Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar málefni frístundarstarfs og skammtímavistar fyrir börn á aldrinum 10-16 ára með sértækar stuðningsþarfir í Orkunni.
Fjölskylduráð fjallaði um málefni frístundarstarfs og skammtímavistar fyrir börn á aldrinum 10-16 ára með sértækar stuðningsþarfir í Orkunni. Ráðið mun fjalla um málið á næsta fundi ráðsins.

5.Skíðasvæði Norðurþings - skíðaveturinn 2020 - 2021

Málsnúmer 202104107Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer í stuttu máli yfir rekstur skíðasvæðis Norðurþings.
Opnunardagar þennan skíðavetur voru um 50 talsins og gestafjöldi 1600 manns í skíðalyftu. Skíðagöngusvæði er ekki inni í þessari tölu.
Síðasti opnunardagur þennan skíðavetur verður laugardaginn 1. maí n.k.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að birta frétt á vef Norðurþings um skíðaveturinn.

6.Snjótroðari skíðasvæðis

Málsnúmer 202104109Vakta málsnúmer

Til kynningar eru gögn um snjótroðara sem er til sölu og gæti nýst fyrir skíðasvæði Norðurþings.
Fjölskylduráð telur brýnna m.a. að byggja upp aðstöðu fyrir tæki svæðisins áður en ráðist er í að fjárfesta í nýjum tækjum.

7.Ársskýrsla HSÞ 2020

Málsnúmer 202104110Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur árskýrsla HSÞ fyrir árið 2020 sem barst með tölvupósti 21. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202104073Vakta málsnúmer

Jón Aðalsteinn sækir um styrk að upphæð 1.500.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna verkefnisins Laxá í Þing. - Saga urriðaveiða í Laxárdal og Mývatnssveit.
Rafræn umsókn barst 13. apríl 2021.
Fjölskylduráð synjar umsókn Jóns Aðalsteins um styrk að upphæð 1.500.000 kr. úr lista- og menningarsjóði Norðurþings.

9.Fötlunarráð 2018-2022

Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer

Fundargerðir fötlunarráðs lagðar fram til kynningar. Um er að ræða 10. fund ráðsins sem haldin var 7. október 2020, 11. fund ráðsins sem haldin var 26. nóvember 2020, 12. fund ráðsins sem haldin var 27. janúar 2021 og 13. fund ráðsins sem haldin var 24. mars 2021.
Lagt fram til kynningar. Ráðið þakkar fyrir öflugt starf fötlunarráðs Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 16:00.